Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Page 14
14 13. júlí 2018FRÉTTIR „Hún gerði alltaf allt sjálf og lét ekkert aftra sér. Þannig var Hulda. Þ ann 4. júní 2015 lagð- ist Hulda Hreiðarsdóttir til svefns, hún vaknaði aldrei aftur. Hulda var aðeins 32 ára, fædd 16. júlí 1982 og skildi hún eftir sig þrjú börn á aldrinum 9-15 ára og eiginmann. Útför Huldu fór fram á Kvennadaginn, 19. júní 2015. Hulda var eldhugi og frum- kvöðull, sem hafði ríka þörf fyr- ir að skapa og heimur barna flétt- aðist inn í allt hennar líf og starf. Vinir og ættingjar Huldu ákváðu að halda minningu hennar á lofti í þeim anda og núna þremur árum eftir andlát hennar hafa þeir stofn- að frumleikafélagið Huldu og fyrsti viðburður félagsins er barnahátíð sem haldin verður í næstu viku í Grundargerðisgarði. „Hulda var lífið, hlátur, sköp- unarkraftur, frásagnagleði og fram- kvæmdahugur,“ segir Bryndís, systir Huldu, sú yngsta af fjórum systkinum. „Með Frumleikafélaginu viljum við minnast hennar fyrir allt það góða og uppbyggilega sem hún var og gefa okkur leyfi til að rækta þessa eiginleika í okk- ur sjálfum, börnum okkar og okkar nánustu. Okk- ur langar að skapa tæki- færi til þess með stórum sem smáum hitting- um og viðburðum sem skora á okkur að fara út fyrir kassann, leika okkur í lífinu og njóta þess saman,“ segir Helga systir Huldu. Verkefnið hlaut styrk frá hverfisjóði Háleit- is og Bústaða og Frístunda- miðstöð Kringlumýri hefur einnig stutt Frumleikana. Í um- sókn um styrk til hverfissjóðsins segir: „Frumleikafélagið Hulda er óformlegt félag vina og ættingja Huldu, eldhuga og frumkvöðuls, fyrir bættum aðstæðum barna til leiks og þroska. Fráfall henn- ar var mikið áfall fyrir stóran hóp fólks sem teygði sig víða um heim. Fólk sem allmargt vinnur að bætt- um aðstæðum barna. Hulda setti mark sitt hvar sem hún kom við og má þar nefna frumkvöðlasamfé- lagið hér heima og skólaumhverfi barna sinna. Hún áorkaði miklu og er missir af þessari kröftugu ungu konu fyrir samfélagið allt.“ Fyrsti viðburður félagsins er barnahátíð Þann 16. júlí 2018 hefði Hulda orðið 36 ára. Í tilefni dagsins stefnum við á að halda fyrstu Frumleika félagsins í þessu fallega hverfi, þar sem börn- in hennar búa. Hægt er að finna upplýsingar um viðburðinn á sér- stakri Facebook-síðu. Frumleikarnir verða barnamiðaður viðburð- ur fyrir fjölskylduna alla sem miðar að því að taka þátt í leikjum og leysa óvenjulegar og furðulegar þrautir af ýmsum gerð- um. Áhersla verður á að styrkja já- kvæða sjálfsmynd, æfa hugrekkið og æfa sig í að það er allt í góðu lagi að gera mistök. En umfram allt er áherslan á að hafa gaman. Í hverju horni garðsins verður eitthvað skrítið og skemmtilegt til þess að skapa, prófa eða bara njóta. Til að mynda mun Gunnar Aðal- steinn, átta ára snillingur, kenna hátíðargestum að gera blöðrudýr og sirkusungmenni bjóða upp á æf- ingarsvæði. Veitingar verða í anda slow food og allt vegan. Það verð- ur boðið upp á drykki, grænmeti og ávexti og kveiktur varðeldur til þess að baka sér snúrubrauð á grein. Þeir sem vilja getað laumað sér inn á milli trjánna og dillað sér í takt við tónlist. Jafnvel hitað þar upp fyrir boðhlaup eða reipitog. „Von okkar í Frumleikafélaginu er að sem flestir komi, slaki á og skemmti sér vel. Allir eru hjartan- lega velkomnir,“ segja þær systur. Hulda hafði ríka þörf fyrir sköpun bæði í leik og starfi Hulda ólst upp ásamt systkinum sínum í Reykjabyggð í Mosfellssveit og í næsta húsi bjó fjölskylda föð- urbróður þeirra og var mikill sam- gangur á milli heimilanna. Mæður þeirra voru með saumastofu í bíl- skúrnum um tíma og feður þeirra voru iðnaðarmenn. „Öll eru þau með ríkt „do it yourself“-viðhorf til allra verka. Þetta hafði mótandi áhrif á Huldu og okkur öll. Hulda var ekki aðeins listræn, hún var einnig framkvæmdakona. Á meðan við strákarnir í götunni spiluðum fótbolta við strákana í næstu götu, skipulagði hún heila Ólympíuleika fyrir alla krakkana í hverfinu með verðlaunapeningum og alles,“ segir Arnar Ingi, bróðir Huldu. Hulda hafði ríka þörf fyrir að standa á eigin fótum og henni lá á að komast út í lífið. 18 ára gömul var hún búin að stofna fjölskyldu og 26 ára var hún búin að klára há- skólanám, eignast þrjú börn og leggja drögin að fyrirtækinu sínu, FAFU. Fyrirtækið, sem var stofn- að árið 2009, var hennar hugmynd og draumur sem varð að veruleika, vegna vinnusemi hennar, metnað og hæfileika. Árið 2012 var FAFU keypt af Tom Shea sem hafði vit á að fá Huldu til áframhaldandi starfa og starfaði hún innan nýja fyrirtæk- isins, FAFUNIA, sem „imaginator“ til síðasta dags. Þeirra samstarf var mjög farsælt og hefur FAFU stækk- að, þróast og dafnað með árunum. Hulda var því með annan fótinn í Bretlandi og breiddi út hugmynda- fræði sína. Hulda varðveitti alla tíð barnið í sér, leikgleðina, sköpunarkraft- inn og lífsgleðina. Í minningargrein um systur sína, segir Arnar Ingi svo frá: „Eitt sinn er hana langaði í sól- pall í garðinn, þá smíðaði hún hann sjálf án þess að hika. Hún hafði með dyggri aðstoð föður okkar gert upp bílskúrinn og breytt honum í vinnustofu og var nýbúin að kaupa sér fullt af verkfærum. Þar smíðaði hún prótótýpur af hönnun sinni. Hún gerði alltaf allt sjálf og lét ekk- ert aftra sér. Þannig var Hulda.“ n Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Hulda varð bráðkvödd aðeins 32 ára gömul Ástvinir blása til barnahátíðar í minningu hennar n „Hulda var lífið, hlátur og sköpunarkraftur“ n Lét eftir sig eiginmann og þrjú börn Gefur þetta EXTRA Frábært á kjötið, í sósuna og ídýfuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.