Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Qupperneq 22
22 UMRÆÐA
Sandkorn
13. júlí 2018
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson
Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
ÉG GEFST UPP
É
g hef alltaf staðið í þeirri
meiningu að veðurfar hér-
lendis hafi engin sérstök
áhrif á mig. Vissulega er mér
stundum kalt, af og til verð ég
hundblautur og ég fyrirlít reyndar
slabb. Slabb er holdgervingur alls
þess versta sem fyrirfinnst í ver-
öldinni. En ég læt mig alltaf hafa
þetta. Berst áfram og er við þessu
öllu búinn. Veit að ég get klætt
veðrið af mér þó að ég geri það
sjaldnast.
Núna verð ég þó að viðurkenna
að mér öllum lokið. Það er kalt úti,
grátt, blautt og ömurlegt. Það hef-
ur áhrif á mig og ég get ekki meira.
Veðurguðirnir eru formlega bún-
ir að láta lýsa mig andlega gjald-
þrota. Engin gleði finnst í þrota-
búinu.
Á mánudaginn næsta koma
spænskir vinir okkar hjóna í
tveggja vikna heimsókn. Þau búa
nærri Alicante, þangað sem ör-
væntingafullir Íslendingar flýja
daglega á náðir sólargeislanna.
Þau eru ekki mjög skipulögð held-
ur hvatvísir lífskúnstnerar sem
taka því sem að höndum ber. Þau
hafa því ekkert spurt út í veðrið á
Íslandi, gera bara ráð fyrir því að
það verði bjart og nokkuð nota-
legt. Þau ætla að valhoppa um
höfuðborgina og njóta lífsins. Við
höfum ekki afborið að segja þeim
sannleikann og láta þau vita hvað
sé í vændum.
Alltaf vonaðist maður til þess að
ástandið myndi batna en nú virðist
útséð með það. Veðrið verður öm-
urlegt næstu vikur. Við urðum því
loks að færa vinum okkar hin válegu
tíðindi og hvetja þau til að taka með
hlý föt fyrir sig og barnunga syni sína
tvo. Þá var nöturleg veðurfarsleg til-
vist okkar Íslands opinberuð enn
frekar fyrir mér. Spænsku vinir okk-
ar eiga einfaldlega ekki hlý föt. Ekki
úlpur, ekki húfur og það er ekki sjéns
að þau hafi nokkru sinni þurft að
kaupa sér vettlinga. Af hverju búum
við hérna? n
Leiðari
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Sara Oskarsson, varaþingmaður Pírata Páll Vilhjálmsson, kennari og bloggari
MEÐ Á MÓTI
MEÐ OG Á MÓTI LAUNAKRÖFUR LJÓSMÆÐRA
Brynjar friðþægir
RÚV-andstæðinga
Brynjar Níelsson hefur tekið sér
það hlutverk að friðþægja þær
raddir af hægri vængnum sem
harðast berajst gegn Ríkisút-
varpinu. Öllum er ljóst að RÚV
verður ekki lagt
niður, til þess
er enginn vilji
meðal sam-
starfsflokkanna
í ríkisstjórn og
sennilega flestra
annarra þing-
manna flokksins. Samkvæmt
nýlegri könnun eru 74 pró-
sent landsmanna jákvæð í garð
RÚV og hefur jákvæðnin ekki
verið meiri í tólf ár. Á lands-
fundi Sjálfstæðismanna í mars
var samþykkt að endurskoða
og þrengja hlutverk RÚV, taka
það af auglýsingamarkaði en
ekki leggja niður. Þeir sem vilja
leggja RÚV niður eru þó há-
værir og Sjálfstæðismenn vilja
því ekki fæla þá alla í burtu.
Þess vegna er nauðsynlegt fyrir
flokkinn að hafa mann innan-
borðs sem talar fyrir þessum
sjónarmiðum án þess að gera
neitt í því eins og komið hefur
fram í útvarpsviðtali.
VG fær vigt
Innan ríkisstjórnarinnar er nú
reynt að lægja öldur og gefa
sjónarmiðum Vinstri Grænna
meiri vigt. Í júní var ákveðið að
fresta ákvörðun
um lækkun
veiðigjalda sem
var flokknum
mjög erfið og nú
gæti farið svo að
deilan um Hval-
árvirkun yrði
leyst með friðlýsingu. Þetta yrðu
tveir góðir sigrar fyrir Vinstri
Græn og þó að fylgi þeirra
myndi hugsanlega minnka á
landsbyggðinni þá myndi það
eflast á höfuðborgarsvæðinu
þar sem flokkurinn fékk slæma
útreið í nýliðnum sveitarstjórn-
arkosningum. Sótt hefur verið
að ríkisstjórninni og sérstaklega
Vinstri Grænum sem hafa þurft
að gefa eftir í mörgum málum.
Breið stjórn var draumur margra
en strax kvarnaðist úr stjórn-
arliðinu við myndun hennar
þegar Rósa Björk og Andrés Ingi
sögðust ekki styðja hana. Að
minnsta kosti einn annar þing-
maður Vinstri Grænna er hugsi
yfir stöðunni og tvísýnt er um
stöðu Páls Magnússonar hjá Sjálf-
stæðisflokknum. Ef þeir færu út
væri stjórnin fallin.
Spurning vikunnar Á að leyfa erlendum auðmönnum að kaupa íslenskar jarðir?
„Nei. Mér finnst að þær eigi að vera í höndum Ís-
lendinga.“
Gerður Hafsteinsdóttir
„Nei. Þetta er Ísland. Íslendingar eiga að hafa réttinn.“
Guðmundur Jónsson
„Ef ég á að vera heiðarleg þá hef ég ekki næga þekkingu
til að svara þessari spurningu nógu vel.“
Sunneva Tómasdóttir
„Nei, helst ekki. Mér finnst að þær eigi að vera í höndum
Íslendinga.“
Bjarni Runólfsson
L
jósmæður eru ekki öreigar.
Á mánuði eru ljósmæð-
ur með 850 þúsund krónur í
heildarlaun. Meðalheildar-
laun ASÍ-félaga eru um 700 þús-
und krónur á mánuði. Ástæðan
fyrir því að ljósmæður eru á hærri
launum er sérmenntun.
Sérmenntun sína fá ljósmæð-
ur á kostnað ríkisins. Á meðan
þær eru í námi standa þeim til
boða niðurgreidd lán til framfær-
slu – líka á kostnað ríkisins.
Í ólögmætri kjarabaráttu, sam-
anber hópuppsagnir, skreyta ljós-
mæður sig fatnaði með áletrun-
inni ,,eign ríkisins“.
Við erum öll eign
ríkisins. Til ríkisins
greiðum við skatt
og fáum marg-
víslegt á móti, til
dæmis ókeypis menntun, heil-
brigðisþjónustu og vernd laga og
lögreglu fyrir lífi okkar og eign-
um. Ljósmæður telja sig óbundn-
ar af þessum samningi ríkis og
þegna og hafa hann í flimtingum.
Allur þorri
ríkisstarfs-
manna skrif-
aði undir kjara-
samning upp á 10 prósent
launahækkun. Ljósmæður setja
sig ofar öðrum ríkisstarfsmönn-
um. Þær eru sérfræðistétt að spr-
inga úr frekju.“
V
erða ljósmæður fórnar-
kostnaður fyrir ímyndað-
an stöðugleika á vinnu-
markaði? Stöðugleika
sem var gjörsprengdur af kjara-
ráði þegar ráðamenn þjóðarinn-
ar þáðu glórulausa launahækkun
fyrir skemmstu.
Kröfur ljósmæðra eru hverf-
andi miðað við þær hækkanir
sem sést hafa hjá ört stækkandi
hópi fólks í fjármálageiranum
og stjórnunarstöðum. (Undir
formerkjum þess að mæta þurfi
launum stjórnenda erlendis.
Það er þvæla; það er engin
eftirspurn eftir íslenskum
stjórnendum í útlöndum).
Kerfisbundið virðist
ekki hægt að leiðrétta kjör
kvennastétta á Íslandi.
Hræsni ráðamanna er algjör í
ljósi þess að þeir vísa reglulega í
ræðu og riti um hið meinta góð-
æri nútímans. Góðæri undir
forystu VG en þrátt fyrir það er
hurðinni skellt framan í kvenna-
stétt!
Er það í nafni
löngu sprengds
stöðugleika eða áframhaldandi
stefnu í átt að einkarekstri innan
heilbrigðiskerfisins?
Hvað er það í raun og sann
sem veldur því að ráðamenn
þjóðarinnar hvæsa nú framan í
ljósmæður, á meðan að þeir lepja
sjálfir rjómann?“