Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Síða 24
24 FÓLK 13. júlí 2018 H alldór er af hinni þekktu Engeyingaætt í móður- legg. Móðir hans var Krist- jana Benediktsdóttir, systir Bjarna Benediktssonar, forsætis- ráðherra úr Viðreisnarstjórninni. Faðir hans var Lárus Blöndal, bókavörður Landsbókasafnsins. Hann er alinn upp í Reykjavík, á Laugavegi 66, sem var eitt af óðul- um Engeyinga eftir að þeir fluttu í land. Halldór segir: „Þann 6. apríl árið 1906 strand- aði þilskipið Ingvar á grynningun- um milli Viðeyjar og Laugarness í ofsaveðri og 20 manns létust. Tyrf- ingur sem stýrði bátnum var bróðir Bjarna Magnússonar sem ég kall- aði afa minn afa. Hann var seinni maður langömmu minnar Ragn- hildar Ólafsdóttur.Slysið hafði svo mikil áhrif á Engeyinga svo að þeir undu ekki í eynni en fluttu í land og keyptu bæði Laugaveg 18 og 66. Þar var ég alinn upp í þeim fjöl- skyldugarði sem þar var.“ Þetta var mikið menn- ingarheimili og íslenskuheim- ili og ekki að furða að Halldór sé hagyrðingur. Lárus var magister í íslensku og hlaut meðal annars fálkaorðuna fyrir störf sín og móð- urafi Halldórs, Benedikt Sveins- son, gaf út Íslendingasögurnar. Halldór segist sjálfsagt hafa verið ágætisdrengur en ekki var hann hneigður til skólagöngu. „Þegar ég fór í menntaskólann þá féll ég í þriðja bekk hér syðra. Móðir mín hafði dáið þá um vet- urinn, en amma mín, Guðrún Pétursdóttir, taldi að Þórarinn Björnsson skólameistari á Akur- eyri gæti komið mér til manns. Þess vegna var ég sendur norður.“ Það hefur verið mikið áfall fyrir ungan dreng? „Já, þú getur rétt ímyndað þér,“ segir Halldór. „Það er auðvitað mikið áfall að missa móður sína, það þarf ekkert að ræða það. Hún átti fimm börn og það yngsta barn- ungt sem var mjög sárt. Móðir mín var lengi veik af krabbameini. Það var tekið af henni brjóstið og okk- ur var gefin von um að það hefði komist fyrir krabbann en síðan tók hann sig upp aftur og þá réðist ekki neitt við neitt.“ Hafði þetta áhrif á þína skólagöngu? „Ég ætla nú ekkert að kenna því um, ég bara stóð mig ekki nógu vel. Ég var ungur en fékk mér í staup- inu, lærði ekki og var að spekúlera í öðrum hlutum. En ég var ekkert að hugsa um hvað ég hvað ég vildi verða í framtíðinni.“ Námsárangurinn batnaði ekki fyrir norðan en hann minnist þeirra ára hins vegar með hlýju. Þar kynntist hann góðum vinum og Renötu Kristjánsdóttur, fyrrver- andi eiginkonu sinni, sem hann eignaðist tvær dætur með en þau skildu árið 1967. Halldór hafði ungur áhuga á stjórnmálum og í sinni skólagöngu tók hann virkan þátt í málfundum. Hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum og gekk í Heimdall en „Hefði viljað takast á við hru ið“ Halldór Blöndal var lengi vel einn af mest áberandi stjórnmálamönnum landsins. Hann var landbúnaðar- og samgönguráðherra í fjögur ár, síðan sam- gönguráðherra í önnur fjögur ár og þingforseti í sex. Hann var þekktur fyrir sitt alþýðlega fas og hagmælsku en gat einnig verið beittur þegar á þurfti að halda. Kristinn ræddi við Halldór um uppvaxtarárin, árin í hvalstöðinni, stjórnmálin og hvað hann hefur verið að bralla síðan þingmennskunni lauk. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.