Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Qupperneq 30
Borgarfjörður Helgarblað 13.júlí 2018KYNNINGARBLAÐ ENGLENDINGAVÍK: Ferskur gæðamatur og sögufræg hús Á fallegum stað í gamla bænum í Borgarnesi liggur Englendinga-vík, stundum kölluð Kaupfé- lagsvíkin. Þar ríkir ró og friður, sem einungis er rofinn af fuglasöng og sjávarnið. Í gömlu kaupfélagshúsunum þar sem stunduð var verslun til fjölda ára er nú rekinn veitingastaðurinn Englendingavík og heimagistingin Sjávarborg sem er í húsi við hlið veitingastaðarins. Elsta húsið í víkinni er frá árinu 1885 en húsin voru gerð upp um miðjan síðasta áratug af miklum myndarskap og er mikil prýði af þeim. Nafnið er dregið af þeirri staðreynd að annað húsið sem reis í Borgarnesi byggðu tveir Englendingar frá Hull, en það hús stendur ekki lengur. Einar Sigurjón Valdimarsson er staðarhaldari í Englendingavík og rekur veitingastaðinn og gistinguna. „Í dag erum við með heimagistingu en við erum að fara að bæta við stórum rúmgóðum herbergjum með sér bað- herbergjum, og íbúð, í tvílyfta húsinu. Frábært útsýni verður úr herbergjun- um og íbúðinni,“ segir Einar. „Við leggjum upp með afslappað og notalegt andurúmsloft í anda gömlu húsanna í víkinni. Matseðillinn er fremur einfaldur. Við erum mikið með ferskan fisk en gúllas- súpan okkar er líka mjög vinsæl, sem og fiskisúpan, að ógleymdu íslenska lambinu.“ Englendingavík er um margt fjölskyldu- vænn staður en þó er þar ekki sérstakur barnamatseðill held- ur býðst foreldrum að kaupa fullorðinsrétti handa börnunum í smærri skömmtum og á lægra verði. Mælist þetta mjög vel fyrir. Annað sem gerir Englendingavík að fjölskyldu- vænum stað er hinn sögufrægi Bjössaróló sem er nágranni Englendingavíkur. „Björn Guðmunds- son hugsaði um endurnýtingu og smíðað þennan leikvöll einungis úr efni sem hafði verið hent og nýttist ekki lengur,“ segir Einar. Englendingavík er niðri við sjó og þarna er fallegt útsýni út á sjóinn og nærliggjandi eyjar og sker sem iða af fuglalífi og gaman er að fylgjast með flóði og fjöru úr veitingasalnum. Ekki spillir fyrir að staðurinn er veð- ursæll. „Í norðan- og norðaustanátt, sem eru sólaráttirnar, er alltaf logn í Englendingavík, því vindurinn fer yfir okkur. Þá er frábært að sitja hérna á pallinum fyrir utan,“ segir Einar. Veitingastaðinn Englendingavík sækja allt í senn innlendir sem erlend- ir ferðamenn og heimafólk. Að sögn Einars er fólk sem heldur til í sumar- bústöðum í Borgarfirði tíðir gestir á staðnum. Veitingastaðurinn er opinn fram á haust og er opið alla daga vikunna frá kl. 11:30 og þar til síðasti gestur fer á kvöldin en miðað er við að eldhúsið loki um 22:00. Sjá nánar á Facebook-síðunni Englendingavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.