Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Qupperneq 38
38 13. júlí 2018FRÉTTIR
n „Ekki allar hetjur klæðast skikkjum“ n Bjór er sá áfengi vökvi sem inniheldur flestra millilítra af áfengi fyrir hverja krónu n Danskur bjór er ódýrastur
ÓDÝRASTA ÁFENGIÐ Í ÁTVR
1.-2. sæti
3.-4. sæti
1.-2. sæti
3.-4. sæti
Harboe Pilsner 11 krónur/ml
Albani Odense Pilsner 11,13 krónur/ml
Harboe Classic 11 krónur/ml
Thor Pilsner 11,13 krónur/ml
Saku Originaal
11,91 krónur/ml
6. sæti
7. sæti
Ódýrasta rauðvínið:
Castano Monastrell
Vinas Viejas
13,28 krónur/ml
V
ið Íslendingar búum við allt
að því glæpsamlegt verð á
áfengi þökk sé háum tollum
og einokunarsölu ríkisins.
Afleiðing af þessu er sú að neyslu-
venjur Íslendinga á áfengi eru aðr-
ar en hjá flestum öðrum þjóðum.
Íslendingar kaupa flestir áfengi sitt
í áfengisbúðum ríkisins og drekka í
heimahúsum áður en þeir halda út
á lífið seint um nótt. Þá hafa margir
freistast til þess að drekka ýmis-
legt ódýrt glundur sem er bruggað
í heimahúsum.
Reddit-notandinn íslenski u/
abitofg sá að þetta gæti ekki geng-
ið svona lengur. Hann tók sig því til
og reiknaði út verðið á millilítra af
alkóhóli af öllum tegundum sem
til er í ríkisversluninni. Þannig geta
skattbarðir en þyrstir Íslendingar
séð hvernig ódýrast er að drekka sig
fulla. Kjararáðselskandi ríkisforstjór-
ar geta svo farið á hinn enda listans
og splæst í dýrasta droppann til þess
ganga í augun á öðrum forstjórum.
Notendur samfélagsmiðilsins
voru afar ánægðir með framtakið og
hafði einn á orði: „Ekki allar hetjur
klæðast skikkjum.“ Aðrir voru ekki
sannfærðir og vildu meina að ver-
ið væri að sleppa mikilvægu staki í
menginu, nefnilega bragðlaukun-
um. „Ég hef verið áhugamaður um
að kaupa ódýra bjóra í gegnum tíð-
ina til að verða drukkinn, en stund-
um getur maður ekki boðið bragð-
laukunum eða líkamanum upp
á þetta sull,“ segir einn reynslu-
bolti. En hvað um það, þetta eru
mikilvægar upplýsingar sem þjóðin
þarf á að halda. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
5. sæti
Euroshopper
11,26 krónur/ml
Faxe Witbier
11,50 krónur/ml