Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Page 40
40 13. júlí 2018 Í vikunni var aftöku morðingjans Scott Raymond Dozier frestað á síðustu stundu. Eins og fjölmiðlar greindu frá var ástæðan lögsókn lyfjafyrirtækisins Alvogen sem huggnaðist ekki þær fyrirætlanir yf- irvalda að nota lyf fyrirtækisins, Midazolam, í banvænan lyfjakokteil morðingjans. „Hann var viðbúinn því að vera tekinn af lífi í kvöld,“ sagði lögmaður Vill vera tekinn af lífi Þ ann 9. september 2000 var Enver Simsek stadd- ur í blómabúð í Nurem- berg. Hann var vanur að koma með blómasendingar til blómasalans en hann var í fríi og Simsek hafði tekið að sér að sjá um verslunina á meðan. Á tímabilinu frá 12.45 til 14.15 var hann skotinn átta skotum úr tveimur skammbyssum. Kúlurn- ar hæfðu hann víða um lík- amann. „Ég sá lítil blóðug göt í and- liti hans. Lítil, lítil göt. Ég byrjaði að telja – og sá sífellt fleiri, þeim mun nær sem ég kom. Um allan líkamann. Þá vissi ég að þessu var lokið.“ Þetta sagði sonur Simsek síð- ar. Enver Simsek komst ekki aft- ur til meðvitundar og lést tveim- ur dögum síðar. Þetta morð var upphafið að morðum, ofbeldi og ránum víða um Þýskaland. Á bak við þetta stóð nýnasistahópur- inn Nationalsozialistischer Untergrund (NSU) en einnig leikur grunur á að hann hafi staðið fyrir sprengjutilræðum. Sem betur fer voru meðlim- ir hópsins ekki margir heldur einungis þrír. Það liðu tíu ár og níu mannslífum lauk áður en lögreglunni tókst nánast fyrir til- viljun að komast á slóð hópsins. Flest fórnarlömb hópsins voru eigendur lítilla fyrirtækja. Þeir voru skotnir til bana um há- bjartan dag af stuttu færi með CZ83 skammbyssu með hljóð- deyfi. Hópurinn beindi sjónum sínum aðallega að innflytjend- um frá Tyrklandi en einnig voru Kúrdar meðal fórnarlambanna sem og einn Grikki og einn Þjóð- verji. Næsta fórnarlamb hópsins var Adburrahim Özdogru en hann var skotinn tveimur skot- um í höfuðið þann 13. júní 2001. Morðvopnið var það sama og var n Nýnasistahópurinn Nationalsozialistischer Untergrund (NSU) gekk berserskgang í kringum aldamótin Sakamálið sem Þjóðverjar skilja ekki AF HVERJU ÞURFTU 10 MANNS AÐ DEYJA? GIMLI FASTEIGNASALA Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík s. 570 4800 / gimli@gimli.is Næsti kafli hefst HJÁ OKKUR hafðu samband SAKAMÁL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.