Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Qupperneq 47
TÍMAVÉLIN 4713. júlí 2018 Draugur hrelldi unga stúlku í Árnessýslu: „Einhver var að sleikja eina rúðuna“ Í desember árið 1937 sendi ung stúlka, Kristrún Guðmunds- dóttir frá bænum Laugar- dal í Árnessýslu, lesendabréf til barna- og unglingablaðsins Hörpunnar. Þar lýsti hún skelfi- legri reynslu sinni af draugagangi sem átti sér þó eðlilegar skýr- ingar. „Það var eina vetrarnótt, að ég vaknaði við, að einhver var að hamast í kringum bæinn, með þvílíkum berserksgangi, að ég hef nú aldrei heyrt annað eins, og varð ég dauðhrædd. Ég byrgði mig niður í koddann minn. Og ekki leið á löngu, þar til ég heyrði ein- hvern banka í gluggann, og ég sá glóra í þrjár eldrauðar glyrnur.“ Var þetta mikið áfall fyr- ir Kristrúnu og á þessari stundu var stúlkan unga við það að missa vitið af hræðslu. Hún hélt áfram: „Skömmu seinna var komið við hurðina, eins og hala væri dinglað við hana, og nú sýndist mér snjó- hvít vofa standa hjá dyrunum. Ég byrgði mig enn fastar ofan í kodd- ann minn, og ég heyrði hjartað í mér slá sem sleggju.“ Á þessum tímapunkti byrjar sagan hins vegar að verða undar- leg. „Nú sá ég, að einhver var að sleikja eina rúðuna, og svo var hlaupið um allt tún, og mér heyrðist það vera afar þungt fóta- tak. Ég vakti lengi eftir þetta. Loks heyrði ég klukkuna slá sex. Ég lá í einu svitabaði.“ Til allrar hamingju fékk Kristrún unga þó skýringar á „draugaganginum“ og hugarró. „Loks sofnaði ég og vaknaði við það, að vinnumennirnir voru að tala um, að tuddinn hefði losn- að út úr fjósinu í nótt. Nú skildi ég allt, og ég vona, að þið gerið það líka.“n Laddi móðgaði feitar konur og Kínverja Þ órhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, var risinn í ís- lensku gríni í um tutt- ugu ár og bjó til persónur sem lifa enn góðu lífi. Sumt af því sem kom út eftir hann myndi þó teljast ansi óviðeig- andi í dag. Árið 1990 gaf hann út plötuna Of feit fyrir mig sem vakti mikla athygli. Þar voru þekkt lög eins og Ég er afi minn og Hlussan. En titillag- ið vakti þó upp nokkra reiði, sér í lagi hjá konum í yfirvigt. „Ég var að árita plötur og þá kom ein kona og var al- veg brjáluð. Hún sagði að ef við værum í Bandaríkjunum væri búið að kæra mig,“ sagði Laddi í viðtali við DV en lagið er einmitt amerískt að upp- runa. Grínverjinn var annað lag og persóna sem vakti reiði, en hann var til dæmis not- aður í auglýsingum fyrir flug- elda. Kínverskir innflytjend- ur móðguðust svo mikið að Laddi hætti að koma fram sem Grínverjinn. n í sjó og vind sem jókst stöðugt. Um miðnætti var vindur kominn uppí 12 vindstig, það var frost og mikill sjógangur. Skipstjórinn hafði búist við slæmu veðri en ekki slíkum ofsa. Í bók Óttars Sveinssonar, Útkall: Í hamfarasjó er því lýst hversu hratt óveðrið skall á en Þórður Guðlaugs- son, yfirvélstjóri var þá á þilfarinu: „Skipið okkar var orðið mjög þungt og sigið af aflanum, hund- ruð tonna voru í lestunum. Þorkell Máni hafði því lítið borð fyrir báru. Veðrið var orðið það vont að okkur tókst ekki að ganga frá trollinu. Það var látið liggja á þilfarinu. Nú var ekki hægt að binda veiðarfærin upp í síðurnar eins og venjulega. En vír- ar voru strekktir yfir trollið. Svo fór menn bara inn.“ Skáru björgunarbátana í burtu Um nóttina frysti hratt og skipið fór að yfirísast svo að það lagðist á bakborðshliðina. Allir skipverjar voru kallaðir út til þess að berja ís- inn af skipinu og bakborðsbátun- um var sleppt í hafið til að létta það þeim megin. Þegar það tókst rétti skipið við sér en lagðist þá á hina hliðina og losuðu skipverjar þá bát- ana stjórnborðsmegin. Ekkert gagn var af björgunarbátum í slíku veðri, þeir hefðu týnst og sokkið um leið. Skipverjarnir máttu hafa sig alla við að berja ísinn af skipinu. Not- uðu þeir til þess öll verkfæri sem þeir komust í, sleggjur, spanna, járnbolta og fleira. Engar axir voru um borð, en þær eru bestar til að losa ís. Marteinn sagði við blaðamenn Morgunblaðsins eftir slysið: „Skipshöfnin sýndi mikla hörku og dugnað við þetta starf, enda var hún samvalin, allt vanir sjómenn og þrekmiklir. Þrátt fyrir klaka- barninginn fékk skipið hvað eftir annað hættulegan halla ýmist á bak eða stjórn og var þá horfið að því ráði að logskera bátuglurnar (eða davíðurnar) í sundur.“ Kraftaverk að enginn skyldi falla útbyrðis Oft var erfitt að sjá hvar ís var að myndast og stundum mynduð- ust heilu klakabeltin á göngunum, spilinu og víðar. Í svo mikilli ísingu munaði um hvert kíló því að það þurfti að halda þyngdarpunktinum á réttum stað. Til tals kom að fella möstur skipsins því að ekki tókst að halda þeim íslausum. Skipverjar fengu sjóinn yfir sig þar sem þeir reyndu að berjast við ísinguna í myrkri og hríðarbyl. Klakakrap fór innan á stakka þeirra og ofan í stígvélin. Menn reyndu að skiptast á að fara inn og þurrka sig en það var erfitt því að rafmagns- ofnanir biluðu sem og flest ann- að. Inni var líka frost og lítið sást út um gluggana. Skipskokkurinn Sig- urgísli sá þó til þess að menn fengju orkumikið kjöt að borða allan tím- ann. Skipverjar ríghéldu sér en hent- ust engu að síður til og frá í öldu- ganginum og oft mátti litlu muna að þeir færu útbyrðis. Í raun var það kraftaverk að enginn skyldi fara í sjóinn. Gefið var út neyðarkall til ná- lægra báta. Skipverjar á Júní svör- uðu fyrst, síðan á Bjarna riddara og Marz en það reyndist erfitt að finna Þorkel Mána og komast ná- lægt honum. Ekkert var hægt að gera annað en að berja linnulaust, án hvíldar og án svefns. Önnur skip áttu einnig í baráttu við veðr- ið og ísinguna. Af og til höfðu skip- in samband sín á milli til þess að sjá hvernig gengi og hvort hægt væri að komast nær. Einn slasaðist og annar bugaðist Á sunnudagsmorgninum kom stór gusa á skipið og annar stýrimað- ur, Sigurður Kolbeinsson, sem stóð frammi á hvalbak að berja, fékk hana yfir sig. Féll hann og lenti á bakinu þannig að hann slasaðist illa. Var hann borinn inn í háseta- klefa og búið að honum. Oft varð ísingin slík á sunnudeg- inum að Þorkell Máni seig á aðra hvora hliðina og einu sinni sýndi hallamælirinn 60 gráðu halla. Olíu var dælt milli síðutanka til að reyna að rétta skipið af og skipstjórinn sýndi ótrúlega lagni og útsjónar- semi við að stýra skipinu. Stundum virtist skipið vera að rifna í sundur við átökin. Ástandið reyndi líka mikið á skipverjana andlega og vonleysið heltók þá. Þórður yfirvélstjóri sagði: „Ég hugsaði alltaf af og til að nú væri þetta bara að verða búið. Næsta alda sem kæmi yrði sú síð- asta, hún myndi færa okkur á kaf… Mér fannst þetta vonlaus staða.“ Sumir misstu kjarkinn tímabundið og aðrir alveg. Einn var sendur inn í herbergi vegna þess að hann var algerlega gagns- laus og brotinn. Þetta var neyðin í sinni tærustu mynd. Ofan á hræðsl- una við dauðann og óttann um fjöl- skyldurnar heima bættist svefnleys- ið, þreytan og kuldinn. Bryggjan troðfull Um klukkan átta á sunnudags- kvöldið heyrðist í síðasta skiptið í Júlí og gekk þá ágætlega hjá þeim. Svo sást loks ljós frá Marz. Ræddi Marteinn þá við Sigurgeir Péturs- son, skiptstjóra Marz, um björgun á mönnum ef til þess kæmi. Myndu þeir þá setja gúmmífleka yfir af öðru hvoru skipinu. Á mánudeginum hafði veðr- ið batnað örlítið og á þriðjudags- morgun var hægt að sigla í áttina að Íslandi. Sigldu Þorkell Máni og Marz þá í samfloti en þá var áhöfn- in á Þorkeli Mána úrvinda eftir tvo og hálfan sólarhring af barningi. Þar að auki var botnfreðið í öllum vatnstönkum nema einum. Aðfaranótt sunnudagsins 15. febrúar, klukkan hálf þrjú, kom Þor- kell Máni til hafnar í Reykjavík. Þá var enn ís á þilfarinu. Bryggjan var troðin af fólki en þar ríkti dauða- þögn því ekki höfðu öll skipin á Nýfundnalandsmiðum skilað sér í höfn. Sjúkrabíll var á bryggjunni til að sækja hinn slasaða mann og þegar skipverjarnir stigu í land föðmuðu þeir ástvini sína þéttings- fast með tár á hvarmi. Þjóðarsorg Ekkert meira heyrðist frá togaran- um Júlí eftir klukkan átta á sunnu- dagskvöldið viku áður. Júlí var í eigu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og á honum þrjátíu manna áhöfn. Í viku eftir óveðrið var leitað að togaran- um á skipum og flugvélum en ekk- ert fannst. Kanadamenn, Banda- ríkjamenn og Sovétmenn tóku þátt í leitinni. Þriðjudaginn 17. febrúar tilkynnti útgerðin að Júlí væri talinn af með allri áhöfn. Um 300 Íslendingar voru á veið- um við Nýfundnaland þessa febr- úardaga og mikil lukka að flestir skyldu snúa til baka. En þjóðarsorg ríkti vegna mannanna 30 sem fór- ust með Júlí og vegna annars slys sem varð daginn eftir að tilkynnt var að Júlí var talinn af. Þá fórst vita- skipið Hermóður með tólf manna áhöfn við Reykjanes. n Þorkell máni eftir að búið var að skera bátana og sjóða uglurnar burt. Sjómannadagsblaðið 1. júní 1996 Marteinn Jónasson á blaða- mannafundi. Tíminn 17. febrúar 1959 Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri 20-50% AFSLÁTTUR Á SÓFA OG BORÐSTOFUDÖGUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.