Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Síða 54
54 BLEIKT 13. júlí 2018 Dragháls 14-16 Sími 412 1200 110 Reykjavík www.isleifur.is Straumhvörf í neysluvatnsdælum Grundfos Scala 3-45 Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýstingi og hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra Innbyggð þurrkeyrsluvörn Afkastar 8 aftöppunar stöðvum S umar stellingar eru betri en aðrar, sam- kvæmt vísindafólki á kynlífssviðinu, eða í það minnsta ólíklegri til að drepa þig! Hér eru fjórar stellingar sem standa öðrum fram- ar þegar áhrif á heilsu og hreysti eru skoðuð. Góða skemmtun! Konan ofan á: Þessi er vinsæl og hressandi. Hér er bæði unnið með djúpvöðva og þol. „Þú hossar og heldur þér uppi á sama tíma, og vinnur með mjög fjölbreytta vöðva líkamans. Ef þú hreyfir þig hressi- lega er auðvelt að ná hjartslættin- um upp.“ Aftan frá: Voða vinsæl líka. Sú eða sá sem er á fjórum fótum spenn- ir djúpvöðva sjálfkrafa og hér er hægt að taka hressilega á því og svitna duglega. Lótusstellingin: Náin og falleg og dregur nafn sitt af blóminu. Í þessari stellingu þurfa báðir aðilar að vera líkamlega virkir og reyna á vöðva sína til að halda jafnvægi og stöðugleika. Þarna eru djúpvöðva- rnir mikilvægastir en þolið kem- ur líka við sögu. Lótusstellingin er sem sagt heilsusamleg fyrir báða aðila. Ruggandi: Þessi stelling getur reynt heilmikið á báða aðila og er líklega sú besta fyrir heilsuna. Sú/ sá sem er ofan á er á hnjánum og getur þess vegna auðveldlega stillt af hæð mjaðmanna. Sú/sá sem er undir getur sleppt því að nota púða við bakið, eða notað lítinn, og fengið þannig prýðilega æfingu fyrir kviðvöðva. Sæl Ragga Ég er með eftirfarandi spurningu. Er ég ógeðslega léleg manneskja að hafa sofið hjá tvítugum syni vinkonu minnar? Ég er sjálf 36 ára. Hann fær að búa hjá mér til ára- móta en hann er hérna í Reykjavík í skóla. Síðan gerðist það að við sváfum saman og ég upplifði eitt besta kynlíf ævi minnar. Með kveðju, Ósk Hæ Ósk Fyrst tók ég andköf. Verandi móð- ir drengs sem er rétt skriðinn yfir tvítugt. Ég ímyndaði mér að hann hefði fengið að búa hjá einhverri vinkonu minni sem hefði kannski þekkt hann frá fæðingu – stundum skipt á honum og passað hann. Einhverri sem hann lítur upp til og tekur mark á og hefur verið hluti af lífi hans um árabil. Svo hugsaði ég lengur um mál- ið. Þú segir ekki neitt um það hvernig sambandi ykkar hefur verið háttað hingað til. Varstu til staðar í lífi hans þegar hann var lítill strákhnokki eða þekkirðu mömmu hans lítillega frá því að þið voruð saman í menntaskóla? Þarna finnst mér mikill munur á. Ef hið fyrra á við – að þú haf- ir verið náinn fjölskylduvinur eða barnfóstran hans – finnst mér þú á siðferðislega mjög gráu svæði. Valdastaðan er ójöfn, og auðveld- lega má færa rök fyrir því að þú sért að ganga yfir óæskileg mörk. Það er krípí! Ef hið síðara á við – að þú hafir ekki þekkt hann sem barn eða ver- ið til staðar í lífi hans – er afstaða mín eitthvað mildari. Hann er full- orðinn, þú líka – mömmu hans þekkirðu, en hei, hann á líka að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Ef um eitt skipti er að ræða, eða að þið farið nokkrum sinnum í rúmið, finnst mér að þið eigið að halda kjafti. Móðir hans hefur rétt á að frétta EKKI af þessu. Sumir hlutir eru bara þess eðlis að það er miklu betra að þegja yfir þeim. Ef þið verðið ástfangin og ákveðið að færa lostann yfir á andlegra plan, þurfið þið að stíga varlega til jarð- ar. En hei! Verri hlutir hafa nú gerst og í raun er aldursmunurinn ekki það sjokkerandi. Kveðja, Ragga Ósk svaf hjá syni vinkonu sinnar n Siðferðislega grátt svæði n Hann er fullorðinn, þú líka n Móðir hans hefur rétt á að frétta EKKI af þessu„Er ég ógeðslega léleg manneskja að hafa sofið hjá tvítug- um syni vinkonu minnar? Þessar samfarastellingar eru bestar fyrir heilsuna! Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.