Jökull - 31.12.2001, Side 103
Jöklarannsóknafélag Islands
Grímsfjalli gerð sömu skil. Verk gengu vel og er ætl-
unin að halda haustferðum á Vatnajökul áfram í fram-
tíðinni.
Sporðamælingar
Mældir voru 46 jökulsporðar á árinu 2000. Af þeim
gekk aðeins einn fram, en það er jökulinn í Leirufirði
sem enn er í framhlaupi. Af hinum mældist hop á 39
stöðum, 4 stóðu í stað samkæmt mælingu, þó svo þeir
væru augljóslega að þynnast og ekki var hægt að mæla
á 2 stöðum. Veðurfar síðustu ára og áratuga kemur því
sterkt fram í jöklunum en af mælingunum má ráða að
allir jöklar fari nú minnkandi.
Afkomumælingar
Unnar voru afkomumælingar víðsvegar um Vatna-
jökul og á Langjökli á vegum Landsvirkjunar og
Raunvísindastofnunar Háskólans. Hluti mælinganna
á vestanverðum Vatnajökli var unnin í ferðum félags-
ins. Orkustofnun fylgdist sem fyrr með afkomu á
Hofsjökli og Þrándarjökli. Afkoma jöklanna er nú
slæm og er 1999-2000 með lélegustu afkomuárum.
Fer saman mjög lítil vetrarákoma og mikil leysing og
gætir sumstaðar áhrifa gjósku frá Heklu, en hún gaus
í febrúar. Gjóskan kom víða undan vetrarsnjó þegar
leið fram á sumarið og olli þá aukinni bráðnun vegna
dökks litar gjóskunnar.
Veðurathuganir á Vatnajökli
Eins og undanfarin ár ráku Landsvirkjun og Raunvís-
indastofnun nokkrar veðurstöðvar á Vatnajökli sam-
hliða afkomumælingum til að fylgjast með tengsl-
urn veðurþátta og leysingar. Háskólinn í Utrecht í
Hollandi gerði samskonar mælingar á Breiðamerkur-
jökli.
Rannsóknir á fornum jökulhlaupum
Rannsóknahópur á vegum háskólanna í Keele og
Staffordshire í Englandi, í samstarh við Oskar
Knudsen jarðfræðing vann að rannsóknum á myndun
jökulhlaupasets á Skeiðarársandi, einkum í setlögum
frá hlaupinu 1996. Einnig vann hópurinn við rann-
sóknir á hlaupfarvegum við Kverkíjöll en þar eru um-
merki urn mikil jökulhlaup sem farið hafa fram Jök-
ulsá á Fjöllum.
Rannsóknir á botnseti Langjökuls
Eins og á síðasta ári vann hópur frá Lundúnaháskóla
að rannsóknum á botnseti undir Langjökli, m.a. með
íssjármælingum og með borun gegnum jökulinn nærri
sporði til að gera mælingar í botni holanna. Tilgang-
ur verkefnisins er að kanna tengsl botnsetsins og ís-
skriðs.
Framhlaup í Dyngjujökli
Um áramótin 1999-2000 hafði framhlaup Dyngjujök-
uls náð sporði allt frá Kverkfjöllum í austri og lang-
drægt vestur undir Kistufell. Framhlaupinu virðist þar
með hafa lokið en framsprungið svæði nemur um
900 km2. Er þetta með stærstu framhlaupum á síð-
ari árum. Hafa nú allir framhlaupsjöklar á vesturhluta
Vatnajökuls hlaupið á 10 ára tímabili.
Jökulhlaup
Skaftárkatlar hlupu í ágúst, hvor á eftir öðrum. Overu-
legt hlaup kom úr Grímsvötnum um verslunarmanna-
helgina en í nóvember var svo komið að samfelldur
leki úr Grímsvötnum hafði tæmt þau með öllu nema
hvað uppistöður voru í lónum við gíginn frá 1998. Ef
þessi staða helst verða ekki Grímsvatnahlaup á næst-
unni. Jökulhlaup kom í Kotá í Öræfasveit 27. septern-
ber. Ekki voru vitni að því en ummerki voru greinileg.
Ain kemur úr Kotárjökli en ekki er vitað um jökul-
hlaup þarna áður. Orsök hlaupsins er ókunn og sýnir
það betur en margt annað að náttúra landsins er sí-
breytileg og fjarri því fullkönnuð.
Eftirlit með Mýrdalsjökli
Allt árið 2000 var fylgst sérstaklega með Mýrdals-
jökli vegna hættu á eldgosi og jökulhlaupum. Verk-
efnið er unnið í samvinnu nokkurra rannsóknastofn-
anna. Meðal verkefna er reglubundnar mælingar á
hæð jökulsins á sniðum yfir jarðhitasigkatla. Hefur
slfkt reglubundið eftirlit ekki verið unnið áður á ís-
lenskum jökli. Einnig eru nú síritandi mælar í helstu
jökulám frá Mýrdalsjökli. Mikil framför er að því eft-
irlitskerfi sem komið hefur verið upp við Mýrdalsjök-
ul og tekst vonandi að festa a.m.k. hluta þess í sessi
til lengri tíma, svo auka megi öryggi nábúa Kötlu sem
og ört vaxandi fjölda ferðamanna á öllum árstímum.
JÖKULLNo. 51 101