Jökull


Jökull - 31.12.2001, Síða 103

Jökull - 31.12.2001, Síða 103
Jöklarannsóknafélag Islands Grímsfjalli gerð sömu skil. Verk gengu vel og er ætl- unin að halda haustferðum á Vatnajökul áfram í fram- tíðinni. Sporðamælingar Mældir voru 46 jökulsporðar á árinu 2000. Af þeim gekk aðeins einn fram, en það er jökulinn í Leirufirði sem enn er í framhlaupi. Af hinum mældist hop á 39 stöðum, 4 stóðu í stað samkæmt mælingu, þó svo þeir væru augljóslega að þynnast og ekki var hægt að mæla á 2 stöðum. Veðurfar síðustu ára og áratuga kemur því sterkt fram í jöklunum en af mælingunum má ráða að allir jöklar fari nú minnkandi. Afkomumælingar Unnar voru afkomumælingar víðsvegar um Vatna- jökul og á Langjökli á vegum Landsvirkjunar og Raunvísindastofnunar Háskólans. Hluti mælinganna á vestanverðum Vatnajökli var unnin í ferðum félags- ins. Orkustofnun fylgdist sem fyrr með afkomu á Hofsjökli og Þrándarjökli. Afkoma jöklanna er nú slæm og er 1999-2000 með lélegustu afkomuárum. Fer saman mjög lítil vetrarákoma og mikil leysing og gætir sumstaðar áhrifa gjósku frá Heklu, en hún gaus í febrúar. Gjóskan kom víða undan vetrarsnjó þegar leið fram á sumarið og olli þá aukinni bráðnun vegna dökks litar gjóskunnar. Veðurathuganir á Vatnajökli Eins og undanfarin ár ráku Landsvirkjun og Raunvís- indastofnun nokkrar veðurstöðvar á Vatnajökli sam- hliða afkomumælingum til að fylgjast með tengsl- urn veðurþátta og leysingar. Háskólinn í Utrecht í Hollandi gerði samskonar mælingar á Breiðamerkur- jökli. Rannsóknir á fornum jökulhlaupum Rannsóknahópur á vegum háskólanna í Keele og Staffordshire í Englandi, í samstarh við Oskar Knudsen jarðfræðing vann að rannsóknum á myndun jökulhlaupasets á Skeiðarársandi, einkum í setlögum frá hlaupinu 1996. Einnig vann hópurinn við rann- sóknir á hlaupfarvegum við Kverkíjöll en þar eru um- merki urn mikil jökulhlaup sem farið hafa fram Jök- ulsá á Fjöllum. Rannsóknir á botnseti Langjökuls Eins og á síðasta ári vann hópur frá Lundúnaháskóla að rannsóknum á botnseti undir Langjökli, m.a. með íssjármælingum og með borun gegnum jökulinn nærri sporði til að gera mælingar í botni holanna. Tilgang- ur verkefnisins er að kanna tengsl botnsetsins og ís- skriðs. Framhlaup í Dyngjujökli Um áramótin 1999-2000 hafði framhlaup Dyngjujök- uls náð sporði allt frá Kverkfjöllum í austri og lang- drægt vestur undir Kistufell. Framhlaupinu virðist þar með hafa lokið en framsprungið svæði nemur um 900 km2. Er þetta með stærstu framhlaupum á síð- ari árum. Hafa nú allir framhlaupsjöklar á vesturhluta Vatnajökuls hlaupið á 10 ára tímabili. Jökulhlaup Skaftárkatlar hlupu í ágúst, hvor á eftir öðrum. Overu- legt hlaup kom úr Grímsvötnum um verslunarmanna- helgina en í nóvember var svo komið að samfelldur leki úr Grímsvötnum hafði tæmt þau með öllu nema hvað uppistöður voru í lónum við gíginn frá 1998. Ef þessi staða helst verða ekki Grímsvatnahlaup á næst- unni. Jökulhlaup kom í Kotá í Öræfasveit 27. septern- ber. Ekki voru vitni að því en ummerki voru greinileg. Ain kemur úr Kotárjökli en ekki er vitað um jökul- hlaup þarna áður. Orsök hlaupsins er ókunn og sýnir það betur en margt annað að náttúra landsins er sí- breytileg og fjarri því fullkönnuð. Eftirlit með Mýrdalsjökli Allt árið 2000 var fylgst sérstaklega með Mýrdals- jökli vegna hættu á eldgosi og jökulhlaupum. Verk- efnið er unnið í samvinnu nokkurra rannsóknastofn- anna. Meðal verkefna er reglubundnar mælingar á hæð jökulsins á sniðum yfir jarðhitasigkatla. Hefur slfkt reglubundið eftirlit ekki verið unnið áður á ís- lenskum jökli. Einnig eru nú síritandi mælar í helstu jökulám frá Mýrdalsjökli. Mikil framför er að því eft- irlitskerfi sem komið hefur verið upp við Mýrdalsjök- ul og tekst vonandi að festa a.m.k. hluta þess í sessi til lengri tíma, svo auka megi öryggi nábúa Kötlu sem og ört vaxandi fjölda ferðamanna á öllum árstímum. JÖKULLNo. 51 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.