Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Page 10
10 FÓLK 12. október 2018
Betri
Svefn
Hallærisplanið
U
nglingar á sjöunda, átt-
unda og níunda áratug
síðustu aldar söfnuðust
oft saman á Hallærisplan-
inu. Þá skipti engu hvernig vind-
ar blésu. Hallærisplanið, þar sem
nú er Ingólfstorg, var nokkurs kon-
ar félagsmiðstöð unglinga. Þegar
mest var voru um fjögur þúsund
ungmenni á svæðinu. Áflog og
drykkjulæti voru daglegt brauð og
eldri kynslóðinni var ekki skemmt.
Eins og sagði í DV árið 2004:
„Unglingar stóðu fyrir hefð-
bundinni uppreisn gegn heimsk-
um heimi hinna fullorðnu, með
hefðbundnum aðferðum; drykkju,
formælingum, léttum skemmdar-
verkum og þvíumlíku. Sem sagt
hefðbundin og árviss uppreisn
unga fólksins. Er fullyrt að þegar
mest stóð á hafi unglingar vaðið
yfir Grjótaþorpið, gert „þarfir sín-
ar hvar sem var“ og „eðlað sig fyrir
allra augum“.“
Eftir því sem leið á níunda
áratuginn minnkaði aðdráttar-
afl plansins. Ungmennin fóru
að sækja í félagsmiðstöðvar og
sérstaka unglingaskemmtistaði
þess í stað. Á þessum árum var
skemmtistöðum lokað klukk-
an þrjú eftir miðnætti og flykktist
þá fólk á Lækjartorg og Hallæris-
planið. Eftir að opnunartími var
gefinn frjáls breyttist skemmtana-
menningin. Nú er miðbærinn full-
ur af mörgum litlum börum þar
sem fólk skemmtir sér fram undir
morgun.
DV hefur áður fjallað um Hall-
ærisplanið og birtir nú fleiri mynd-
ir frá þessum goðsagnakennda
stað.
Undir vökulum
augum fjögurra
fílefldra lögreglu-
þjóna er ungur
uppreisnarseggur
látinn tína upp
glerbrot flösk-
unnar sem hann
braut, kannski
gegn vilyrði um
að þetta yrði eina
refsingin að þessu
sinni; auðmýk-
ingin.
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Gerðu þarfir sínar hvar sem var og stunduðu kynlíf fyrir allra augum