Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 18
18 UMRÆÐA
Sandkorn
12. október 2018
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson
Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Þau ætla að kæfa Braggablúsinn
Y
firvöld og starfsmenn
Reykjavíkurborgar hafa frá
fyrsta degi reynt að koma
í veg fyrir fréttaflutning af
Braggablúsnum svokallaða í Naut
hólsvík. Það hefur alltaf verið erfitt
að fá upplýsingar um einstök at
riði er varða kostnað og gríðar
lega framúrkeyrslu á verkefninu.
Í hvert sinn sem blaðamenn taka
upp símann til að fá upplýsingar
sem eiga skýrt erindi við almenn
ing þá er reynt að fela upplýsingar
og drepa þessu máli á dreif.
Skýrasta dæmið er þegar blaða
maður fór niður í Ráðhús til að
ræða málið, strax á fyrstu sekúndu
reyndi starfsmaður borgarinnar
að hindra að blaðamaður kæmist
að einhverju. Blaðamaður mátti
alls ekki fá símanúmer hjá ákveðn
um starfsmanni borgarinnar til að
fá viðkomandi til að ræða málið,
blaðamaðurinn dó ekki ráðalaus
og fletti því einfaldlega upp á vef
borgarinnar.
Um leið og búið var að nefna
að innri endurskoðun ætti að
rannsaka Braggablúsinn þá fóru
blaðamenn að fá þau svör að það
mætti alls ekki ræða mál sem
væri til rannsóknar, skipti þá engu
að á þeim tímapunkti var rann
sókn ekki hafin og það var ekki
einu sinni búið að taka formlega
ákvörðun um að fela innri endur
skoðun að gera slíka rannsókn.
Nú þegar rannsóknin er hafin
þá er farin í gang herferð til að
kæfa málið og koma því af forsíð
um fjölmiðla. Línan sem borgar
starfsmenn eiga að segja er komin:
„Ég get ekki rætt frekar um þetta
mál því það má ekki spilla rann
sóknarhagsmunum.“ Svipað er
uppi á teningnum hjá fyrirtækj
unum sem hafa fengið tugi millj
óna frá borgarbúum vegna bragg
ans, vísa Arkíbúllan og Efla bara á
borgina og neita að ræða málið á
meðan það er í rannsókn.
Málið er í rannsókn, hjá innri
endurskoðun og hjá fjölmiðlum.
Með því að neita að ræða málið
er Reykjavíkurborg og fyrirtækin
sem hafa þegið tugi milljóna, yfir
hundrað milljónir í einu tilviki, að
hindra að þeir sem borga reikn
ingana á endanum viti hvað var
gert fyrir þeirra peninga og í þeirra
nafni.
Það er margt sem við eigum eft
ir að fá upp á yfirborðið. Hvernig
kom það til að Margrét Leifsdóttir
hjá Arkíbúllunni fékk umboð til
að ráða verktaka í nafni starfs
manns borgarinnar? Hvers vegna
gerði Efla verkfræðistofa þrjár
kostnaðar áætlanir fyrir bragg
ann? Hvers vegna vildi Efla yfirleitt
gera þriðju kostnaðaráætlunina
eftir að fyrstu tvær fóru í vaskinn?
Hvað vissu embættismenn, borg
arfulltrúar meirihlutans og minni
hlutans um málið og hvenær?
Hvað mun bragginn kosta þegar
upp er staðið? Og ætlar borgin að
halda áfram að greiða sömu aðil
um fyrir að klára braggann og ráða
aftur sömu aðila til að sinna öðr
um verkefnum? Ber einhver pólit
íska ábyrgð á Braggablúsnum?
Þegar skoðaðar eru eldri skýrslur
innri endurskoðunar er augljóst að
þeirra rannsókn, eins mikilvæg og
hún er, mun ekki svara öllum þeim
spurningum sem þarf að svara.
Við munum aldrei komast að
öllum sannleikanum í málinu,
við getum ekki vitað hver er vinur
hvers og hvað var sagt í símtölum
einstakra aðila í málinu. Við getum
ekki komist að því hvort það hafi
verið samantekin ráð milli borgar
innar og verktaka að reyna að kæfa
málið. Við vitum það hins vegar án
þess að geta fengið það skjalfest að
þau ætla að kæfa Braggablúsinn.
Lesandi góður, við ætlum ekki að
leyfa neinum að kæfa málið. Þetta
mál mun ekki hverfa fyrr en öllum
stórum spurningum hefur verið
svarað. n
Skulda Íslendingar
Bretum afsökunar-
beiðni?
Eftir að Hannes skilaði skýrsl
unni um erlend áhrif banka
hrunsins hefur hann og fleiri
sagt að Bretar skulduðu Ís
lendingum afsökunarbeiðni
vegna hryðjuverkalaganna
þekktu, sem þeir beittu Ís
lendinga.
Margir, þar á meðal Gylfi Magn-
ússon, fyrrverandi ráðherra,
hafa hins vegar bent á að Bret
ar myndu aldrei gera það, þeir
myndu ekki vita hvar þeir ættu
að byrja. Syndir þeirra og stríð
eru það mörg.
Spurningin er sú hvort Ís
lendingar skuldi Bretum einnig
afsökunarbeiðni, fyrir mun
alvarlegra mál. Það er innrás
ir, dráp og þrælahald á tímum
víkinganna. Nýleg DNArann
sókn, sem Sunna Ebeneserdóttir
hjá Háskóla Íslands gerði í
samvinnu við Decode, sýndi
fram á mikinn innflutning fólks
frá Bretlandi og Írlandi, og sér
staklega kvenna.
Árið 2007 var greint frá því að
Brian Mikkelsen, danski menn
ingarmálaráðherrann, hefði
beðist afsökunar á framferði
víkinga í opinberri heimsókn
til Dublin. Hann þvertók síðan
fyrir að hafa beðist afsökunar á
því. „Við getum ekki beðist af
sökunar á því sem gerðist fyrir
þúsund árum. Þannig hegðaði
fólk sér í gamla daga.“
Tómas eða Hörður til
Icelandair
Enn hefur ekki verið tilkynnt
um arftaka
Björgólfs Jó
hannssonar í
forstjórastóli
Icelandair. Tvö
nöfn hafa heyrst
æ oftar undan
farið.
Það eru Tómas Már Sigurðs
son, framkvæmdastjóri álfram
leiðslusviðs Alcoa Corporation,
og Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunnar. Sá síðar
nefndi hefur staðið sig vel hjá
ríkisfyrirtækinu en þar áður
var hann forstjóri Marel um 10
ára skeið og forstjóri Sjóvár um
hríð.
Spurning vikunnar Var Jesús Kristur til?
„Ég held ekki.“
Kolbrún Kristinsdóttir
„Já, hann var það.“
Björn Helgason
„Nei, það held ég ekki.“
Ólöf Þrándardóttir
„Ég efast um það.“
Guðjón Ívarsson
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Ari Brynjólfsson
bjartmar@dv.is / ari@dv.is
Leiðari