Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 21
FÓLK - VIÐTAL 2112. október 2018 hann var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni. Hann var beðinn að ræða þetta ekki opinberlega til að skemma ekki fyrir plötusölunni en hann vildi ekki fara í felur með það. Árið 1975 opnaði hann sig um samkynhneigðina í viðtali og þá varð hann á einu augnabliki umtalaðasti og mest útskúfaði maður landsins. „Af hverju á maður að lifa í fangelsi heimskunnar? Er ég ekki frjáls manneskja? Eftir að ég sagði frá þessu opinberlega varð allt vit­ laust og það sagði sitt um ástandið í mannréttindamálum hér á landi. En réttur eins er réttur allra.“ Maður hefur þurft að vera hugrakkur til að gera þetta? „Hugrekki byggir á hræðslu, hræðslu sem heldur manni vak­ andi. Ég menntaði mig í leikhúsi, varð listamaður. Ég var aðeins að sinna starfi mínu sem slíkur, tak­ ast á við tilveruna. Notaði sjálfan mig í stað þess að benda annað. Já, á nokkrum árum varð ég mjög var eftirsóttur og með fullt af verk­ efnum á þessum tíma. Var í kvik­ myndum, að halda tónleika, gefa út plötur, í leikhúsi og sat fyrir sem módel. En ég varð að flýja land. Gróflega ofsóttur. Ég fékk ekki at­ vinnutilboð á Íslandi eftir þetta viðtal fyrr en 1998 og þá vegna þess að ég vakti athygli á þeirri staðreynd. Fordómar erfast og verða alltaf til í samfélaginu. Hluti af því að takast á við þetta opin­ berlega var að standa fyrir stofn­ un Samtakanna ’78. Mín aðferð til að takast á við fordóma var að vera sýnilegur, ferðast um landið með sögur mína og söngva.“ Hörður segir að bókin sem hann skrifaði sé í raun kennslubók um hvernig eigi að fást við svona mál. „Ef maður stendur upp og læt­ ur engan bilbug á sér finna þá hefur maður sigur á endanum. Það tekur marga smá ósigra til að vinna þá stærstu. Þetta er oft mjög lýjandi en þá er að taka sér frí og hvíla sig til að geta komið til starfa á nýjan leik. Þetta er „Mín“ aðferð sem virkar en hún er mjög krefj­ andi,“ segir Hörður. „Sem ungur maður gerði ég mistök á mis­ tök ofan því að ég var í myrkri að þreifa mig áfram. En smám saman tókst mér að vinna upp ákveðinn kjarna og ákveðna reynslu í hvern­ ig hægt er að takast á við slæma valdhafa. Við eigum öll þetta kerfi, það er ekki einkaeign lítils og gráð­ ugs hagsmunahóps valdhafanna, og við eigum ekki að láta valta yfir okkur endalaust. Þetta sýndum við hópurinn á Austurvelli og víð­ ar um landið. Við sögðum „Hing­ að og ekki lengra. Hér erum við, við höfum kröfur“ og það heppn­ aðist.“ Leikstjóri og sálusorgari Hörður segir að þrotlaus barátta hans á árum áður hafi skilað sér í þessari baráttu því að fólk hafi vitað hver hann var og fyrir hvað hann stóð. Fyrsti fundurinn sem Hörður stóð fyrir var laugardaginn 11. október og voru þeir síðan haldnir daglega fyrstu vikuna en síðan á hverjum laugardegi eftir það. Hvernig var mætingin í byrjun? „Hún var róleg. Fólk var í áfalli og að reyna að átta sig á hlutun­ um. Eins og í öðrum áföllum voru viðbrögð fólks að reyna að vera sterkt og bjarga sér í gegnum þetta. Þegar fólk lendir til dæmis í bílslysi þá eru fyrstu viðbrögðin að reyna að koma sér út úr flakinu og standa í lappirnar. Það er ekki fyrr en seinna sem fólk áttar sig á hvað gerðist og þá vakna alls konar til­ finningar.“ Hörður kom ekki blautur á bak við eyrun til að skipuleggja fund­ ina. Hann hafði tekið þátt í mörg­ um mótmælum, til dæmis vegna Kárahnjúkavirkjunar, og fylgst vel með hvernig þau fóru fram. „Ég velti þessu talsvert fyrir mér. Af hverju lukkast sum mót­ mæli ekki? Verða aðeins hávaði, eru lamin niður og gleymast. Einnig notaði ég reynslu mína sem leikstjóri.“ Leistu á mótmælin sem leik- stjórnarverkefni? „Já, eðlilega, slíkt viðfangsefni er í sjálfu sér ekkert annað í fram­ kvæmd. Það þarf að stjórna þeim og stjórna þeim vel, það er ekkert annað. Í leikhúsinu stýrir maður fjölda fólks með alls konar hlut­ verk. Ég hafði reynsluna til að leysa þetta verkefni.“ Hörður segir að hann hafi verið vakinn og sofinn yfir skipulagn­ ingu mótmælanna sem var sam­ felldur stígandi í. Hörður ávarpaði mótmælendur á flestum fundun­ um en auk þess tóku einstaklingar, þekktir og óþekktir, til máls. Má þar nefna Einar Má Guðmundsson rithöfund, Pétur Tyrfingsson sál­ fræðing, Gerði Kristnýju rithöf­ und og Dagnýju Dimmblá, átta ára skólastúlku sem hélt ávarp á fyrsta fundi ársins 2009. Kom fólk til þín og sagði þér sögu sína? „Já,“ segir Hörður alvörugefinn. „Stanslaust, stanslaust. Þetta var fólk sem hafði misst vinnuna, skuldaði mikið og hafði alls kon­ ar hörmungarsögur að segja. Ég hafði ekki undan að hlusta á og tala við fólk. Það sendi líka fjölda bréfa til mín.“ Varstu eins konar sálusorgari? „Að sjálfsögðu. Þú leggur ekki á örvæntingarfulla manneskju sem hringir í þig og vill tala, eða ég geri það að minnsta kosti ekki. Ég hlustaði, því ég hef verið í þessari stöðu. Ég talaði við fólk sem var á barmi þess að drepa sig.“ Greip inn í þegar upp úr sauð Eftir að mótmælin á Austurvelli höfðu skilað því að ríkisstjórn Geirs H. Haarde féll og boðað var til kosninga tók við annar kafli í lífi Harðar. Hann ferðaðist um heim­ inn og talaði um aðgerðirnar á samkomum þar sem hans var ósk­ að. Yfirleitt voru það borgarasam­ tök sem buðu honum. Í fimm ár starfaði hann við þetta en ákvað svo að draga úr ræðuhöldunum. Hann segist þó ekki vera alveg hættur. „Það er einstakt að svona verk­ efni heppnist með þessum árangri og það er mikill áhugi erlendis fyrir að rannsaka mótmælin.“ Hvað vildir þú að kæmi út úr mótmælunum? „Það sem gerðist. Að ríkis­ stjórnin, stjórnir Seðlabankans og fjármálaeftirlitsins segðu af sér og boðað yrði til nýrra kosninga. Undir niðri var krafan um nýja stjórnarskrá en eðli málsins sam­ kvæmt var ekki hægt að setja það sem lokapunkt. Hún hefur verið verkefni Íslendinga síðan 1904 og ekki enn orðið raunin. Þegar síð­ asta opinbera krafan, að Davíð viki úr Seðlabankanum, var að verða að veruleika átti ég fund með Jó­ hönnu Sigurðardóttur um að tryggja að það yrði unnið að nýrri stjórnarskrá. Jóhanna gerði það eins og ég segi frá í bókinni. Þjóð­ in tók sig svo saman og samdi nýja stjórnarskrá en þá var það stoppað með valdaráni. Þá ætluðu stjórn­ málamennirnir að fara að vilja skrifa hana. Sorrí, þetta virkar ekki þannig. Fólkið í landinu á að skrifa hana og þeir að fara eftir henni.“ Hverjir fannst þér bera mesta ábyrgð á hruninu? „Ég vinn ekki þannig heldur kalla ég kerfið sjálft til ábyrgðar. Stjórnmála­ og fjármálamenn. Ég var ekki að beina spjótum mín­ um að ákveðnum einstaklingum og er ekki fylgjandi þeirri stefnu að taka fólk af lífi fyrir það að hafa gert mistök. Við erum samfélag og hverjum og einum á að vera kleift að hafa sitt að segja um hvernig því er stýrt. Upp úr 1990 hófst hér á landi atburðarás sem endaði í þessum tryllingslega dansi og við fórum fram af brúninni.“ Þú ert að meina þegar Davíð Oddsson varð forsætisráðherra? „Já, já. Á þeim tímapunkti kom ný stefna inn í stjórnmálin, það er alveg á hreinu. Ruðningsáhrif hans höfðu áhrif á íslenskan sam­ tíma. Við þurfum að takast á við þetta sem þjóð því annars verður aldrei sátt.“ Fannst þér þingheimur hlusta á ykkur í mótmælunum? „Nei,“ segir Hörður ákveðinn. „Geir Haarde kallaði okkur skríl. Ég man sérstaklega eftir því þegar upp úr sauð í lok janúar.“ Það var vikan þar sem lögreglan beitti táragasi og kylfum gegn mótmæl­ endum. „Sjónvarpið var yfirfullt af fréttum um grátandi eiginkonur lögreglumanna. Það var reynt að mála ákaflega ljóta mynd af mót­ mælendum en það var ekki kom­ ið til okkar og spurt af hverju við værum þarna. Ég talaði við Geir og varaði hann við þessu en hann átt­ aði sig of seint. Valdhafarnir á Al­ þingi voru inni í einhvers konar sápukúlu og vildu ekki hlusta.“ Fór ástandið úr böndunum? „Það jaðraði við það í janúar en fór aldrei alveg úr böndunum því að við mótmælendur gripum inn í. Stjórnmálamennirnir bentu á okk­ ur og sögðu okkur ábyrg en þeir geta ekki neitað fyrir sína ábyrgð. Ástandið hafði skapast vegna gjörða þeirra. Þeir voru bara ekki vanir að fá svona kröftug viðbrögð. Þeir vissu að þetta gæti farið svona og þeir leyfðu þessu að gerast af því að þeir hlustuðu ekki á okkur,“ segir Hörður með áherslu. Innan um mótmælendur var fólk sem ekki tilheyrði hópnum, fólk sem átti jafn vel eitthvað sök­ ótt við lögregluna. Framganga þeirra var nokkuð til tals meðan á hamaganginum stóð. „Það eru líka manneskjur,“ segir Hörður. „Allir tilheyrðu hópnum en voru með mismunandi áhersl­ ur og aðferðir. Ég talaði sérstaklega við ungt fólk sem setti upp grím­ ur. Ég sagði að innan þeirra raða myndi koma upp hópur sem gerði ekkert annað en að eyðileggja fyrir þeim. Með því að fela andlitin væru þau að veikja málstaðinn. Erlendis, til dæmis í Grikklandi á þessum tíma, var það vel þekkt að lögreglumenn og hagsmuna­ aðilar settu upp sams konar grím­ ur og fremdu skemmdarverk til að sverta mótmælin.“ Hvernig fannst þér lögreglan taka á mótmælunum? „Lögreglan gat eiginlega ekki tekið öðruvísi á þessu en hún gerði því hún var svo fáliðuð. Ég átti fund með Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra og sá að þeir tóku stefnu um að vera ekki að berja mótmælin niður með ofbeldi. Sem var hárrétt því að mótmælin voru yfirlýst friðsamleg.“ Þeir þurftu nú stundum að bregða sér í óeirðagallana? „Já, já,“ segir Hörður og brosir. „Það verða alltaf einhverjir sprelli­ gosar inni á milli og hópurinn var stór og ólíkur. Það voru alltaf ein­ hverjir sem áttu kannski auka egg til að kasta eða fernu af mjólk. Mannlífið er fjölbreytt og það viss­ um við, bæði ég og lögreglan. Það alvarlegasta sem gerðist, held ég, var að einn maður handleggs­ brotnaði. Það var auðvitað slæmt en heilt yfir þá gekk þetta ótrúlega vel. Bæði ég og lögreglan náðum að halda góðri stjórn á þessu.“ Veist að heimili og persónu Að vera foringi í svona stórum og heitum aðgerðum hafði vissu­ lega áhrif á persónulegt líf og feril Harðar. Eftir að hafa misst alla útvarpsspilun, plötusölu og fleira eftir viðtalið fræga árið 1975 náði hann að vinna sig upp sem söngvaskáld og árið 2008 var hann vinsæll listamaður. Hann hélt vel sótta tónleika á hverju hausti og hafði gert um árabil. Árið 2008 seldust 1.100 miðar á hausttón­ leikana en ári seinna seldust inn­ an við 200 miðar. „Það kom bakslag og tónlistar­ ferillinn tók slíka dýfu að ég hætti alfarið að koma fram. Árin eftir mótmælin fékk ég alvarlegar hót­ anir. Þetta fylgir því að ganga í broddi fylkingar fyrir öðruvísi hugsun. En ég undirstrika að ég starfa sem venjulegur borgari með stjórnarskrárvarinn rétt til þátt­ töku. Stundum hef ég þurft að flytja mig um set út af þessu.“ Var veist að heimili þínu? „Já, húsið mitt og bíllinn minn hafa oft orðið fyrir árásum, aumingja bíllinn minn,“ segir Hörður og hlær. „Það var mjög oft hleypt úr dekkjunum, brotist inn í hann og hann laminn með hamri. Einnig veist gróflega að mér. Í eitt skiptið árið 2013 eða 2014 var „Ég set stórt spurningar- merki við Samtök- in ’78 í dag og spyr hvað er þetta fé- lag í dag? Tónlistarmaður Miðasalan hrundi eftir mótmælin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.