Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Side 34
Jólagjafir og gjafabréf 12. október 2018KYNNINGARBLAÐ Náttúrufegurðin sem blasir við Borgarnesi Í hjarta Borgarness, í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavíkurborg, situr B59 Hotel. Þar má finna glænýja og glæsilega stemningu með hönnun sem er inn- blásin af hinni stórfenglegu náttúru sem umlykur hótelið og nesið. Capital Hotels rekur B59 Hotel, sem dregur nafn sitt af staðsetningunni mið- svæðis í bænum að Borgarbraut 59, beint á móti Hyrnutorgi. „Við erum mjög ánægð með ná- lægðina við Reykjavík og viðtökurnar sem við höfum fengið,“ segir Jóel Hjálmarsson hótelstjóri. Jóel er með BA-gráðu í alþjóðlegri hótelstjórnun og ferðamálafræði frá IHTTI í Sviss. Hann hefur meðal annars starfað fyrir Starwood Hotels and Resorts, Hakkasan Ltd., Hilton International Hotels og Icelandair Hotels. Að sögn Jóels hefur reksturinn á B59 gengið vonum framar frá opn- uninni í sumar á þessu ári og segir hann allan gang vera á hótelgestum. „Það er mikið af Íslendingum sem kemur til okkar, en ekki bara erlent ferðafólk og við höfum verið dug- leg að bjóða upp á alls kyns pakka, gjafabréf og höfum líka tekið á móti hópum, ráðstefnum og fundum.“ Á B59 er veigamikið rými að finna, með 81 herbergi auk þess að þarna er að finna huggulegan veitingastað, sportbar ásamt heilsulind og ýmsu. Veitingastaðurinn, Snorri kitchen & bar, leggur áherslu á hráefni úr héraði og eru réttirnir almennt með alþjóðlegu ívafi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.