Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Síða 36
Jólagjafir og gjafabréf 12. október 2018KYNNINGARBLAÐ KLÆÐAKOT: Einfaldleiki og gæði á góðu verði Klæðakot er verslun með megináherslu á barnaföt og hannyrðavörur og hefur nokkra sérstöðu: Verslunin hefur verið starfandi á Ísafirði um sex ára skeið en fyrir rúmu ári opnaði Klæðakot líka vefverslun og þar með varð allt landið að markaðssvæði. Jafnframt því hefur vöruúrval verið aukið mikið. „Upphaflega var þetta hannyrða- verslun en það eru ekki nema tvö ár síðan við byrjuðum með barnaföt og töskurnar vinsælu sem við erum með tókum við inn bara í sumar sem leið,“ segir Halldóra Björk Norðdahl, annar eigandi fyrirtækisins sem hún rekur í samvinnu við Önnu Jakobínu Hinriksdóttur og eru þær jafnframt einu starfsmennirnir. Verslunin á Ísafirði er staðsett í hjarta bæjarins, á Silfurtorgi, gegnt gamla bakaríinu. Í vöruinnkaupum leggja þær stöllur áherslu á bæði gæði og hagstætt verð: „Einfald- leiki og gæði á góðu verði er okkar kjörorð,“ segir Halldóra, en vörurnar koma einkum frá þremur löndum: „Barnafötin koma frá Danmörku, garnið kemur mestmegnis frá Noregi og töskurnar eru frá Þýskalandi, frá verksmiðju sem er rétt fyrir utan vinabæ Ísafjarðar, Kaufering.“ Klæðakot er rómað fyrir lága álagningu og þær stöllur kappkosta að hagræða í rekstrinum til að halda verðinu niðri. Sendingarkostnaður með öllum vörusendingum er 800 kr. óháð stærð þeirra. „Við erum ekki með ýkja marga viðskiptavini í Reykjavík en flestir okk- ar viðskiptavinir búa í litlum bæjum víðs vegar um landið,“ segir Hall- dóra, en auk þess leggur Klæðakot á sig þær skyldur að sinna þörfum íbúanna í heimabyggð: „Við erum eina barnafataverslunin á svæðinu og eina garnverslunin og reynum að vera með allt sem fólk kann að vanhaga um á þessu sviði, til dæmis kuldaskó.“ Það er gaman að koma í verslun- ina á Ísafirði og erlendir ferðamenn eru þar tíðförulir á sumrin. Eru þá í boði sérstakir prjónapakkar fyrir þá, garn og uppskriftir. Fyrir þá sem ekki eiga leið til Ísafjarðar á næstunni er hins vegar kjörið að kíkja í vefverslunina á klaedakot.is, skoða úrvalið og gera góð kaup.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.