Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Page 45
Jólagjafir og gjafabréf 12. október 2018 KYNNINGARBLAÐ
Fáðu litríka sokka inn um
lúguna í hverjum mánuði
Ef þú leitar að skemmtilegri jólagjöf þá er áskrift að sokkum klárlega málið
Þjónusta Smart Socks gengur út
á að fá send til sín sokkapör einu
sinni í mánuði. Sokkarnir eru litríkir
og skemmtilegir og úr 100% bómull.
Smart Socks var stofnað fyrir um ári
og hafa viðtökurnar verið frábærar og
fá þúsundir viðskiptavina nýja sokka
inn um lúguna sína í hverjum mánuði.
Smart Socks býður upp á tvær
áskriftarleiðir, annars vegar að fá eitt
par á mánuði fyrir 990 krónur eða
tvö pör á 1.790 krónur, þú velur hvaða
stærð þú þarft, 34–38, 39–42 eða
43–45, en einnig er hægt að blanda
saman stærðum. Enginn binditími er
á áskriftinni og því hægt að segja upp
hvenær sem er.
Einnig býður Smart Socks upp
á svokallaða gjafaáskrift en þar er
hægt að velja um 1 eða 2 pör og er
hægt að gefa áskrift sem gildir í 3, 6
eða 12 mánuði og er greitt fyrir allt
áskriftartímabilið í upphafi. Mögu-
legt er að senda kveðju með fyrstu
sendingu og er gengið frá því í kaup-
ferlinu sjálfu.
Fyrir utan það hvað það er þægi-
legt að fá sokka senda heim til sín í
hverjum mánuði þá getur þetta líka
skapað stemningu í hvaða hópi sem
er, í vinahópnum, saumaklúbbnum,
vinnustaðnum eða bara hjá fjöl-
skyldunni. Viðskiptavinurinn veit ekki
hvernig sokkapar hann fær og er
passað upp á það að sami viðskipta-
vinurinn sé ekki að fá eins sokka aftur,
að minnsta kosti ekki á sama árinu.
Sokkarnir eru ekki allir jafn litríkir, sum-
ir hógværari en aðrir en aðalatriðið er
að einlitir svartir og hvítir sokkar eru
ekki í boði.
Þú getur pantað hefðbundna
áskrift, eða gengið frá kaupum af
gjafaáskrift á heimasíðu Smart Socks.
Smart Socks er í samstarfi við
Bleiku slaufuna og allar áskriftir sem
koma inn í október renna óskiptar til
þess þarfa verkefnis.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að
gefa starfsfólki sínu sokkaáskrift í jóla-
gjöf ættu að hafa samband við Smart
Socks í gegnum netfangið info@
smartsocks.is