Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2018, Page 64
64 12. október 2018 8 sinnum tók þýska konan Marianne Bach-meier í gikkinn í Héraðsdómi Lübeck í Þýskalandi þann 6. mars 1981. Skotmark hennar var Klaus nokkur Grabowski og fékk hann öll skotin átta í bakið. Klaus þessi var meintur morðingi Önnu, dóttur Marianne. Klaus, sem var dæmdur kynferðisbrotamaður, rændi Önnu, átta ára, hélt henni í prísund í nokkra klukkutíma og kyrkti hana að lokum og gróf lík hennar við síkisbakka. Marianne fékk sex ára dóm fyrir manndráp. Hún dó í september 1996. SAKAMÁL FEGURÐ ENDING MÝKT Kostirnir eru ótvíræðir: • Fallegra hús • Ekkert viðhald Ál er okkar mál • Fossaleyni 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 4100 • altak.is VEGGKLÆÐNINGAR Fyrir allar gerðir húsa, ný jafnt sem gömul, fjöldi lita og gerða PÁFAGAUKURINN GARGANDI Lukkudýrið kom lögreglunni á sporið Á rið 1942 var bar í New York, The Green Parrot Bar. Eig­ andi barsins var Max Geller og lukkudýr barsins var grænn páfagaukur. Flestir gestir staðarins kunnu vel að meta páfa­ gaukinn sem var þeim gáfum gæddur að þekkja fastagestina. Hann gerði gott betur því hann gat sagt nöfn þeirra og ausið yfir þá móðgunum. Drukkinn gestur með byssu Nú, þann 12. júlí, 1942, kom mað­ ur á barinn og krafðist þess að sér yrði skenkt í glas. Max sá að gesturinn var þá þegar æði ölvað­ ur og neitaði að afgreiða hann. Sá drukkni kunni ekki að meta viðhorf Max, dró upp skamm­ byssu og skaut hann. Flúði hann síðan eins og fætur toguðu. Skotið hafði hæft Max í hálsinn og eyðilagt raddböndin. Hann var svo illa haldinn að hann gat ekkert aðstoðað lögregluna. Einnig virt­ ist sem enginn viðstaddra á kránni hefði borið kennsl á ódæðismann­ inn. „Robber! Robber!“ Sá eini sem sagði eitthvað var græni páfagaukurinn. „Robber (ræningi)! Robber!“ skrækti hann í sífellu. Sá sem fór fyrir rannsókn­ inni stundi þungan: „Við erum með dauðvona fórnarlamb, sem getur ekkert sagt, tuttugu vitni, sem ekkert vilja segja, og páfagauk sem við getum ekki þaggað niður í.“ Í þrjá daga lá Max Geller milli heims og helju en að lokum hafði sláttumaðurinn slyngi betur. Lög­ reglan yfirheyrði góðkunningja sína en ekkert kom upp úr krafs­ inu. „Robert! Robert!“ Þá datt einhverjum lögreglu­ manninum í hug að hugsanlega væri páfagaukurinn græni ekki að segja „Robber! Robber!“, heldur „Robert! Robert!“ Þar komst skriður á rannsókn­ ina og allir fastagestir sem hétu Robert voru yfirheyrðir. Einn þeirra var Robert Butler, 28 ára leigubílstjóri, en þegar lögreglan n Vildi komast yfir fé á skjótan hátt n Hikaði ekki við að myrða„Ég er latur. Ég sá enga aðra leið til að komast yfir fé með skjótum hætti. Þ að kom vinum Kínverjans Danping Yuan í opna skjöldu þegar hann var handtekinn í apríl 2013. Danping, 41 árs, var hvers manns hugljúfi og að sögn þeirra sem til þekktu „einn ærlegasti, duglegasti bóndinn á svæðinu.“ Svæðin sem um ræddi voru Hubei­ og Hunan­ hérað og Danping var sá sem allir vildu vera með; hann var kátur og gjafmildur og taldi ekki eftir sér að bjóða vinum sínum í glas eða fjár­ magna aðra skemmtum. Tvöfaldur persónuleiki Danping átti sér aðra og dekkri hlið og í fyrrnefndum héröðum hafði hann stundað morð og rán um tíu ára skeið. Ástæða ódæða hans var ávallt sú sama; peningar. Á þessum tíu árum framdi hann átta meiri háttar rán með þeim af­ leiðingum að níu manns misstu lífið. Var það mat sérfræðinga að Danping sýndi skýr merki tvö­ falds persónuleika. Hann virtist mannblendinn þegar hann var í félagsskap annarra, en var í reynd afar einmana maður og hafði það ágerst eftir að eiginkonan sagði skilið við hann. Engin iðrun Eftir að Danping var handtekinn hikaði hann ekki við að játa sök sína og við réttarhöldin, sem reyndust afar stutt vegna játningar hans, sýndi hann tómlæti, aldrei iðrun eða hugarangur. „Sekur samkvæmt lögum landsins,“ svaraði hann aðspurður hvort hann væri sekur eða saklaus. Hugsanlega var Danping þrátt fyr­ ir allt og allt hugleikin sú hefð að maður ætti að taka ábyrgð á eigin gjörðum, en í það minnsta reyndi hann aldrei að sverja af sér sakir. Sagðist vera latur Á meðal fórnarlamba Danpings voru hjónin Zhang Zhuang og Dipu Hemou, sem hann myrti árið 2005. Þegar hann, við réttarhöldin, var spurður um ástæðu þess að hann rændi fólk og myrti, svaraði hann: „Ég er latur. Ég sá enga aðra leið til að komast yfir fé með skjót­ um hætti.“ Flestum spurningum svaraði Danping á þann veg að hann hefði ekkert að segja og reyndar var ljóst að hann mundi ekki öll smáatriði glæpa sinna. En saksóknarar voru með smá­ atriðin á hreinu og töldu ekki eftir sér að tíunda þau. Yfirheyrður en sleppt Þann 19. september, 2003, urðu Sumou­hjónin fyrir barðinu á Danping. Eftir að hafa rænt þau öllu fémætu bar hann eld að heim­ ili þeirra í borginni Chen Kung. Þann 24. febrúar, 2004, endur­ tók Danping leikinn í sömu borg. Þá var um að ræða 49 ára kaup­ sýslukonu, Wenmou að nafni. Í það skipti munaði litlu að lög­ reglan hefði hendur í hári Dan­ pings, því hann var yfirheyrður, en síðan sleppt. Daginn eftir kom Danping á vettvang glæpsins með vinum sín­ um og henti gaman að öllu. „Þið getið fengið verðlaun ef þið segið til mín – lögreglan heldur að ég hafi gert þetta,“ sagði hann við vini sína sem hlógu hástöfum að glensinu. Fjögurra ára hlé Leið nú tæpt ár og 25. janúar, 2005, féllu He Mouyo­hjónin fyrir hendi Danpings. Þorpsbúum tókst að slökkva eldana sem Danping hafði kveikt og lögreglan fann hjónin liggjandi í rúmi sínu. Þau höfðu bæði verið stungin mörgum sinn­ um auk þess sem líkin báru merki barsmíða. Þegar þarna var komið sögu voru yfirvöld farin að sjá mynstur LATI RAÐMORÐINGINN Danping Yuan Var kátur og gjafmildur, en átti sér dökka hlið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.