Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Qupperneq 36
36 FÓKUS 22. febrúar 2019 að vitaskipið Hermóður hefði farist með tólf mönnum í Reykjanesröst undan Höfnum. Svæðið er þekkt fyrir þunga og óhugnanlega strauma og hafa, þrátt fyrir að Hermóður væri talið sterkt og gott sjóskip, að- stæður reynst Hermóði um megn í þetta skipti. Þögnin og sorgin sem grúfði yfir landinu öllu situr enn í minni fólks sem man þessa tíma og verður vart lýst í orðum. Hermóður var annað skipið í eigu Vitamálaskrifstofunnar. Bar það heiti sendiboða ásanna, hins hvata sonar Óðins. Helstu verkefni Hermóðs voru flutningar vegna vitaþjónustunnar. Ferðir með gas- hylki í vitana voru árvissar og flutn- ingur á matvælum, kolum, áburði og öðrum nauðsynjum til vita- varða. Í umfjöllun Hermanns Guð- jónssonar vitamálastjóra í Morgun- blaðinu sem rifjaði upp hina síðustu siglingu segir: „Eins og oft áður hafði skip- ið gegnt hlutverki varðskips á Eyja- miðum og nú var tímabært að halda heim til Reykjavíkur eftir tveggja vikna úthald. Veður var allsæmi- legt síðdegis þegar Hermóður sigldi frá Eyjum en fór versnandi og um kvöldið var komið hávaðarok af suð- vestri. Storminum fylgdi mikið hafrót. Flutningaskipið Vatnajökull komst nauðulega gegnum Reykjanes- röstina fyrri hluta nætur. Hermóður var nokkuð á eftir honum. Hann var undan Reykjanesi þegar samtöl fóru á milli skipanna um fjögurleytið um nóttina. Þá amaði ekkert að tólf- menningunum um borð en röddin í talstöð Vatnajökuls var síðasta lífs- markið sem barst frá vitaskipinu Hermóði.“ Hermóður, sem var smíðaður úr stáli í Stokkhólmi og fullbúinn árið 1947, var á leið frá Vestmannaeyjum, þar sem hann hafði verið við báta- gæslu á vegum Landhelgisgæsl- unnar, þegar slysið varð. Þegar skipið skilaði sér ekki sendi Land- helgisgæslan flugvélina Rán til þess að leita að því og nokkru síð- ar var Slysavarnafélagið beðið um að láta leita meðfram ströndinni frá Grindavík og vestur og norður fyrir Reykjanes allt að Garðskaga. Brugðu slysavarnadeildirnar í Grindavík og Höfnum, svo og þrír leitarflokkar frá Reykjavík, skjótt við og fundu skömmu eftir hádegi brak úr skipinu rekið undan bænum Kalmanstjörn sunnan við Hafnir. Voru það fyrstu vísbendingar um að skipið væri ekki ofansjávar. Lest- arhlerar og brotinn björgunarbátur Hermóðs gáfu til kynna að ólíklegt væri að nokkur vitaskipsmanna hefði komist lífs af. Var talið að skip- ið hefði sokkið skyndilega og nán- ast útilokað að nokkur skipsmanna hefði komist lífs af. Hermann sagði í Morgunblaðinu: „Ýmislegt brak úr skipinu rak á fjörur á Reykjanesi dagana eftir slysið en líkum sjómannanna skil- aði hafið ekki.“ Samviskusemin réð för Eins og áður sagði fór tvítugur maður, Birgir Gunnarsson, með sem afleysingamaður í þessa hinstu för Hermóðs. Minnstu munaði þó að hann hætti við á síð- ustu stundu. „Rétt fyrir brottför Hermóðs fékk hann boð um pláss á skipi frá Sambandinu sem var á leiðinni til Akureyrar. Þar átti hann vinkonu sem hann var byrjaður að skrif- ast á við og var mjög spenntur fyr- ir því að hitta. Hann átti í miklu sálarstríði um hvorn valkostinn hann átti að velja. Að lokum réð þó samviskusemin för. Hann vildi standa við orð sín,“ segir Kristbjörg Gunnarsdóttir, systir Birgis. Birgir var tveimur árum yngri en hún og voru systkinin náin. „Þetta var gríðarlegt áfall fyrir mig og fjölskyldu mína. Maður fann vel að þjóðfélagið var sem lamað af sorg eftir þessi tvö stórslys. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar greint var frá slysinu í átta fréttum Ríkisútvarpsins. Jónas Jónasson las fréttina upp. Eftir það var út- sendingunni slitið og tilfinninga- þrungin tónlist spiluð það sem eft- ir lifði dags,“ segir Kristbjörg. Langaði að hringja í þrjátíu ár Skipstjóri Hermóðs var Guðni Thorlacius, afi Guðna Th. Jóhann- essonar, forseta Íslands. Guðni var í leyfi þennan hinsta túr skipsins. „Guðni kom á heimili okkar ásamt presti fyrr um kvöldið og tilkynnti okkur hvað hefði gerst. Hann var niðurbrotinn og ég man að hann sagði föður mínum að hann hefði viljað fara með áhöfn sinni,“ segir Kristbjörg. Birgir bróðir hennar leysti Sig- mund Þórðarson af á Hermóði en Sigmundur þurfti að undirgangast aðgerð á spítala. Sigmundur var faðir Kristins Sigmundssonar stór- söngvara. Á dögunum lét Krist- björg verða af því að slá á þráð- inn til Kristins. „Mig var búið að langa til að hringja í hann í meira en þrjátíu ár,“ segir hún og hlær. Að hennar sögn tók Kristinn henni afar vel og áttu þau langt spjall saman um þessa atburði. Kristbjörg segist hafa kveikt á kerti í tilefni tímamótanna þann 18. febrúar og fengið tár í augun við að minnast bróður síns. „Hann líður mér aldrei úr minni. Birgir var vel metinn og góður drengur. Minning hans lifir í fjölskyldunni. Til marks um það þá eru nöfnin Birgir og Birgitta algeng í minni ætt. Ég á dóttur sem heit- ir Birgitta og barnabarn hennar fæddist 18. febrúar 2014. Sú stúlka var einnig nefnd Birgitta í höfuðið á Birgi og ömmu sinni. Það var gott að geta líka glaðst á þessum degi,“ segir Kristbjörg. n Til sýnis hjá Pmt Krókhálsi 1 ETNA ehf. RAFMAGNS BRETTATJAKKUR, KRAFTMIKILL, LÉTTUR OG LIPUR Lithium Rafhlaða Aðeins 3 kg 2 ára ábyrgð LÍTIÐ STÆRRI EN HANDTJAKKUR OG MIKIÐ MINNI EN HEFÐBUNDNIR RAFMAGNS- BRETTATJAKKAR ER ALLT ÖÐRUVÍSI OG GETUR MEIRA. Farðu inn á www.youtube.com og sláðu inn: cPx7PPYvNUM Þá sérðu Microlift video Sjón er sögu ríkari Fyrirspurnum svarað í síma 698 1539. Sendu tölvupóst á netfangið siggi@pmt.is og við sendum upplýsingar um Microlift.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.