Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Síða 52
52 FÓKUS 22. febrúar 2019 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu flottar innréttingar í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! aðrir útsölustaðir Epal - Laugavegi 70 EPAL - Harpa Airport fashion - Leifsstöð Reykjavik Raincoats HVERFISGATA 82, vitastígsmegiNn www.reykjavikraincoats.com Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com Dótið í lífi okkar n Það kennir ýmissa grasa á Facebook-síðunni Hver hendir svona? M örg okkar eiga fullt af dóti, alls konar dóti sem við erum búin að sanka að okkur, jafnvel á langri ævi. Dótið þarf ekkert endilega að vera uppstillt í hillum eða geymt ofan í skúffum, hver á ekki fjöld- ann allan af kössum í geymsl- unni eða bílskúrnum fulla af dóti, sem má alls ekki henda, af því að dótið er tengt minningum og/eða það gæti einhver þurft að nota það seinna? Í Facebook-hópnum Hver hendir svona má finna fjölda mynda og færslna um „gersem- ar“ sem eigandinn hefur ákveðið að láta frá sér, af ýmsum ástæð- um. Gersemar sem hvíla nú í hill- um nytjamarkaða höfuðborgar- innar og bíða eftir að nýr eigandi komi auga á þær og næli sér í fyrir nokkra hundraðkalla. Hér má sjá nokkrar myndir úr hópnum valdar af handahófi. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Hver hendir svona brúðhjónastyttuvín- flöskublómaskrautsglerboxi? „Þau eru bæði svo sorgmædd, kannski veitir ekki af öllu þessu víni til þess að drekkja undirliggjandi ástarsorgum?“ skrifar ein í hópnum. Hver hendir svona? Athygli er vakin á valkvæðu verði, tveir verðmiðar. Þessi móðgaði kannski einhvern í Seðla- bankanum? Hver hendir svona fínum typpakalli? Það er allt fullt af svínum, í öllum stærðum og gerðum. Líka fyrir jólin. Hátíðlegt og fallegt jólasvín. Hver í ósköpunum hendir svona? Hvort kom á undan, bókin eða nytjamark- aðurinn? „Þegar typpakökur bakast“ Hver hendir svona og meira að segja enn í umbúðunum? Nýjasta nýtt úr svínapönnudeildinni. Og tvær, það dugar ekkert minna. Við vitum ekki alveg hvað þetta er og viljum ekki vita það. Bleikur handsaumaður kaktus í potti, kannski hefur eigandinn breytt um lita- pallettu á heimilinu? Karlmannsútgáfan af freetheniple? „Ein- hver hlýtur að sakna þessarar myndar af fjölskylduveggnum!“ skrifar einn í hópnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.