Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2019, Side 56
22. febrúar 2019 8. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 FALLEGT ÚTLIT VÖNDUÐ HÖNNUN Hefðir, handverk og framþróun. Nýja Inspiration línan hefur fallegt og gæðalegt útlit í samraæmi við innri gæði. Hægvaxta fura, náttúrulegt latex, þéttofin bómull og okkar eigið gormakerfi úr sænsku karbon stáli gefur óviðjafnanleg þægindi og stuðlar að góðum svefni. VISUALLY COMPELLING. CAREFULLY ENGINEERED. B Y S T E D dux.se Heritage and craftsmanship combined with innovation. The new INSPIRATION™ collection and its tailored exterior, brings justice to an ingenious inside. Slow grown pine, natural latex, high thread-count cotton and our very own, original, spring cassette system, with interlocked springs made from Swedish steel. For unparalleled comfort and sleep. THE ORIGINAL SINCE 1926 DUXIANA Ármúla 10 ) 568 9950 duxiana.is Háþróaður svefnbúnaður Lok, lok og læs og allt í stáli! Ísland ofarlega hjá veðbönkum Í sland er nú talið meðal tíu líklegustu þjóðanna til að sigra í Eurovision samkvæmt erlendum veðbönkum. Stærstu veðbankarnir, Bet 365 og Skybet, meta líkur Íslands tuttugu á móti einum. Ef það gengur eftir myndi Ísland fljúga upp úr undanriðlinum og hafna í áttunda sæti. Hvað varðar Söngvakeppni Sjónvarpsins er hljómsveitin Hatari talin líklegust til þess að fara áfram. Er stuðullinn á það hjá Eurovisionworld.com 1,95 á móti einum. Til að setja þetta í samhengi þá var íslenska framlagið í fyrra, Our Choice í flutningi Ara Ólafssonar, neðst hjá erlendum veðbönkum fyrir keppnina. Reyndust þeir sannspáir því að lagið fékk fæst stig allra í keppninni. Trumbuslagarinn og ráðuneytisstjórinn Lítt þekkt ættartengsl H ljómsveitin Hatari hefur slegið í gegn í Söngva- keppni sjónvarpsins. Þar fara fremstir söngv- ararnir Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson. Margir hafa velt fyrir sér hver hinn dularfulli ásláttarleikari með gaddagrímuna sé. Hann er Einar Hrafn Stefánsson, sem einnig ber húðir í hljóm- sveitinni Vök. Faðir hans, Stefán Haukur Jóhannesson, hefur gert það gott á öðrum vettvangi. Stefán er ráðuneytisstjóri í utanríkis- ráðuneytinu og hefur starfað fyrir Íslands hönd á alþjóða- vettvangi lengi. Meðal annars var hann sendiherra í Brussel árin 2005 til 2010 og var aðalsamn- ingamaður Ís- lands vegna við- ræðna um aðild að Evrópusam- bandinu. Gangster sem lendir í fangelsi Þ að kæmi Gústaf Níelssyni ekki á óvart ef Dagur borgarstjóri yrði fyrsti íslenski stjórnmálamaður- inn sem lenti í fangelsi fyrir spill- ingu. Gústaf hefur lengi verið viðloðandi stjórnmál, meðal annars fyrir Þjóðfylk- inguna og Framsókn, en langþekktastur er hann fyrir að vera bróðir Brynjars Ní- elssonar sem hefur náð talsvert meiri frama á hinu pólitíska sviði, og hefur skuggi Brynjars aðeins stækkað með ár- unum. Gústaf lætur ýmislegt flakka á samfé- lagsmiðlum. Hann deilir frétt Viljans en í henni segir að á sama tíma og vanti um átta þúsund íbúðir í Reykjavík til að mæta eftirspurn á markaðnum sé Reykjavík full af tómum lúxusíbúðum. Gústaf varpar þeirri spurningu fram hvort mögulegt sé að bankarnir muni á endanum sitja uppi með glæsiíbúðirnar. Þá segir hann Dag bera höfuðábyrgð á þróun íbúða- byggingar í Reykjavík og borgarstjórinn sé „pólitískur dauðans matur sem enginn mun hafa lyst á innan skamms.“ Gústaf bætir svo í: „Hann er gangster og það kæmi mér ekki á óvart þótt dreng- urinn sá yrði fyrsti stjórnmálamaðurinn til þess að lenda í fangelsi fyrir spillingu, eða á ég að segja gjörspillingu?“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.