Morgunblaðið - 01.09.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 01.09.2018, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 ÁRAMÓT Í SJÁVARÚTVEGI Skúli Halldórsson sh@mbl.is S trandveiðitímabilinu lauk í gær, 31. ágúst, og segir Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeig- enda, það ánægjuefni að menn hafi nú á öllum svæðum haft allan ágúst- mánuð til veiða, ólíkt því sem áður var. „Á síðasta ári lauk veiðum 15. ágúst á A-svæði. B- og C-svæði lok- uðust svo 17. ágúst. En nú eru öll svæðin opin til ágústloka,“ segir hann. „Það munar líka um verðin á fiskmörkuðum sem hafa verið mun betri en í fyrra.“ Breytingarnar sem gerðar voru á fyrirkomulagi strandveiða komu betur út en menn höfðu getað ímyndað sér, að sögn Arnar. Í ljósi þessarar reynslu eigi fátt að vera því til fyrirstöðu að stjórnvöld samþykki kröfu LS um 4 daga í viku allt strandveiðtímabilið. Veiðar yrðu ekki stöðvaðar „Ég heyri í mönnum núna sem voru mjög óánægðir í vor, en eru nú sátt- ir,“ segir Örn. „Auðvitað var fundið mest að því ef aflinn myndi ekki duga þá yrði lokað fyrir veiðarnar í ágúst, en jafnvel þeir svartsýnustu spáðu að það yrði í júlí. Það gerðist hins vegar ekki, afgangur verður sem nýtist okkur þá vonandi á næsta ári.“ Örn segir líka að gætt hafi óánægju á meðal þeirra sem róið höfðu í yfir 48 daga áður en fyr- irkomulaginu var breytt. „En þeir hafa samt sem áður að mestu sætt sig við þetta, það sé viss jöfnuður í gangi, jafnmargir dagar á öllum svæðum.“ Krafa sambandsins hafi verið sú að tryggt væri að veiðarnar yrðu ekki stöðvaðar þó aflinn færi fram yfir viðmið. „Í sumar hefur tíðin verið mönn- um óhagstæð og gert veiðarnar erf- iðari og haft áhrif á afkomu þeirra. Ef við hefðum hins vegar séð eitt- hvert blíðviðri og sama fjölda á veið- um og í fyrra eða jafnvel fleiri hefði það getað gerst að menn færu fram yfir. Við slíkar aðstæður þarf að taka tillit til þess að handfæraveiðar eru meira háðar sveiflum í náttúrunni en aðrar veiðar.“ Örn segir að í haust verði farið yfir breytingarnar, og reynslan notuð til að þróa strandveiðikerfið til enn betri vegar. Fengu bylmingshögg í vor Annað er það sem Örn vill gjarnan að skoðað verði til hlítar í haust, og þótt fyrr hefði verið, en það eru veiðigjöldin sem lagst hafa þungt á smáar og meðalstórar útgerðir í landinu að undanförnu. „Það voru okkur gríðarleg von- brigði að veiðigjöldin yrðu ekki lækkuð hjá þessum útgerðum. Það lá nokkuð ljóst fyrir að ekki yrði sam- staða í pólitíkinni um að lækkunin næði til allra útgerðarflokka. Við töldum því fyrir víst að sveigt yrði framhjá þeim ágreiningi með þessari þrepaskiptu leið – að einblína á smáu og meðalstóru útgerðirnar þannig að engar breytingar yrðu hjá stærstu útgerðunum,“ segir Örn. „En sökum þess hve frumvarpið kom seint fram náðist ekki samstaða um það. Þegar ljóst varð að ekkert yrði af þessu var það eins og bylm- ingshögg fyrir okkar félagsmenn.“ Færa gjaldið nær rekstrinum Hann segist reikna með að málið verði tekið upp að nýju um leið og Alþingi kemur aftur saman. „Til að skerpa á áherslum okkar munum við funda með sjávarútvegsráðherra á næstunni. Þá verður reynt að ná fram þessum lagfæringum sem nauðsynlegar eru, til að útgerðirnar geti lifað af veturinn. Menn eiga ekki að þurfa að borga veiðigjald sem ekki er í samræmi við fiskverðið. Það þarf að færa gjaldið nær rekstrinum í tíma. Mér finnst eðlilegt að þegar meiri reynsla verði komin á gjald- tökuna færist hún í staðgreiðslu. Það yrði auðvitað auðveldast og kæmi best út fyrir alla.“ Spurður hvort hann búist við að væntanleg leiðrétting verði reiknuð afturvirkt segir Örn að svo sé. „Ég geri ráð fyrir því. Það er búið að leggja ákveðnar línur og það er eðli- legt að það taka boltann á þeim stað sem málið var við þinglok, enda allir sammála því að rekstrarafkoma smábáta gaf ekki tilefni til hækk- unar um þriggja stafa tölu í þeirra helstu tegundum, þorski og ýsu.“ Einnig segir hann sjálfsagt að taka tillit til mismunandi veiða. „Smábátum sem eru á krókaafla- marki er óheimilt að nota önnur veiðarfæri en línu og handfæri. Þó það sé ekki nema bara af þeim sök- um, ætti veiðigjaldið að vera mun lægra á þá báta. Við teljum okkur eiga þarna töluvert inni til að ná fram lækkunum.“ Ufsinn ekki nýttur til fulls Axel Helgason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, hefur áður vakið athygli á því að á hverjum fiskveiðiáramótum brenni inni afla- heimildir í ufsa upp á nokkur þúsund tonn. Smábátafélagið Hrollaugur á Hornafirði hefur sagt að sú stað- reynd sé í þeirra augum alvarlegt brottkast á atvinnutækifærum og verðmætasköpun þjóðarinnar. Örn segir að þetta sjónarmið gildi enn. „Ufsinn hefur ekki verið nýttur til fulls undanfarin ár bæði vegna þess að hann hefur ekki gefið sig nægj- anlega vel og einnig út af því að verð- ið hefur verið lágt. Verðið á hand- færaveiddum ufsa er þó aðeins tekið að hækka og ég ætla að vona að hann fari að færa okkur almennilegar tekjur,“ segir Örn. „En þegar það gerist ár eftir ár, að menn nái ekki veiðiheimildunum sínum, þá er sjálfsagt að reyna að slaka aðeins á svo að stofninn verði nýttur. Það ríkir alveg jafn mikil skylda til að nýta veiðiheimildirnar til fulls og að ekki sé veitt umfram ráðgjöf.“ Á nýhöfnu fiskveiðiári mun sam- bandið einnig leggja áherslu á að styrkja línuívilnunina og ná fram breytingum á byggðakvóta að sögn Arnar. „Við viljum að hún nái til allra dagróðrarbáta. Svo lítum við líka til byggðakvótans, en við viljum að hann verði eingöngu nýttur af dag- róðrarbátum.“ Viðbótarkvótinn reynst vel Enn ríkir óánægja með að makríl- veiðarnar hafi verið kvótasettar. „Ég er sannfærður um að það hefur orðið til þess að færri stunda veið- arnar og við verðum þar með af veiði. Ef þetta hefði verið frjálsara og tími gefinn til að þróa veiðikerf- ið, þá hefðu fleiri smábátar farið á makríl.“ Í gildi er bráðabirgðaákvæði um viðbótarkvóta fyrir smábátasjó- menn sem reynst hefur kvótalaus- um makrílbátum afar vel. „Að óbreyttu verður hann ekki lengur í boði og mun LS leggja áherslu á að ákvæði um hann verði lögfest og veiðiheimildir þar auknar.“ Svartsýnisspár gengu ekki upp Breyttar reglur um strandveiðar hafa reynst betur en menn þorðu að vona, en eru þó ekki full- reyndar. Veiðin hefur verið ágæt en slæmt veður hefur víða komið í veg fyrir eða tafið fyrir að menn nái að nýta daga sína til fulls, stund- um jafnvel ekki fyrr en í lok mánaðar. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Morgunblaðið/Eggert Sjómennska Þegar það gerist ár eftir ár, að menn nái ekki veiðiheimildunum sínum, þá er sjálfsagt að reyna að slaka aðeins á svo að stofninn verði nýttur, segir Örn Pálsson um starfsskilyrði smábátasjómanna sem hann er í forsvari fyrir lengi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Löndun Grindavík er ein stærsta verstöð landsins og útgerð- armynstrið fjöl- breytt. Oft er stemn- ing þegar landað er. Strandveiðar Í sumar hafa 544 bátar verið gerðir út á strandveiðar, þar af 205 á svæði A sem er við vestanvert landið. Um það munar á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Strandveiðar 2017 2018 Útgefin leyfi 604 558 Á veiðum 594 547 Afli alls tonn 9.788 9.771 Mismunur tonn -17 Afli tonn/bát 16,5 17,9 Með afla yfir 10 tonn bátar 437 401 Fjöldi daga dagar 15.721 14.902 dagar/bát 26,5 27,2 Afli kg/róður 623 656 2017 og 2018 Heimild: Landssamband smábátaeigenda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.