Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Á undanförnum árum hafa vísindamenn öðlast mun betri þekkingu á kóraldýr- unum umhverfis Ísland. Stefán Áki Ragnarsson, sjávarlífræðingur á Hafrann- sóknastofnun, er einn þeirra sem tekið hafa þátt í rannsóknum und- anfarin ár og segir hann að á svæðum þar sem hefur verið lítil eða engin sókn bendir flesti til að kóralrifin undan ströndum Íslands séu heil- brigð og tiltölulega heilleg. „Á þeim stöðum þar sem hægt er að stunda botnveiði er búið að eyði- leggja að miklu eða öllu leyti kóralrif, ef þau voru til staðar, en á hinn bóg- inn þrífast kóralrifin vel á þeim svæðum þar sem ekki er hægt að toga s.s. vegna mikils dýpis eða botn- lags. Dæmi um slík svæði eru Lóns- djúp og Reykjaneshryggurinn.“ Rannsóknaraðferðirnar hafa líka tekið miklum framförum á skömm- um tíma. Stefán lýsir því hvernig rannsóknir á lífríki hafsbotnsins fóru áður þannig fram að einkum voru notaðir sleðar sem dregnir voru eftir sjávarbotni til að ná sýnum. „Árið 2004 byrjuðum við síðan að nota ómannaðan kafbát til að framkvæma rannsóknir sem ekki valda skaða á kóralnum. Þá hlaut Hafrann- sóknastofnun styrk frá Evrópusam- bandinu árið 2008 og var það fjár- magn notað til kóralrannsókna næstu fjögur árin þar á eftir,“ út- skýrir hann. „Nú notum við ekki lengur ómannaða kafbáta heldur sér- smíðaða grind sem er slakað út fyrir borðstokkinn og er útbúin mynda- vélabúnaði sem kortleggur búsvæði botndýra á sjávarbotni, bæði með myndbandsupptöku og ljósmyndum í hárri upplausn. Við höfum getað kortlagt stór svæði og fengið dágóða mynd af búsvæðum kórala.“ Erfitt að fullyrða um umhverfisáhrif Víða um heim hafa umhverfisvernd- arsinnar miklar áhyggjur af súrnun sjávar sem og af margvíslegum öðr- umumhverfisbreytingum sem geta haft mjög skaðleg áhrif á ástand kór- aldýra og kóralrifja. Ef kóralrifin skemmast þá getur það valdið keðju- verkun hjá öllum þeim sjávardýrum sem reiða sig á kóralrifin við fæðu- leit, hrygningu eða til að leita þar skjóls. Stefán segir ekki hægt að greina þróun af þessum toga hjá ís- lenskum kóralrifum enda um djúp- sjávarkóral að ræða sem ekki er jafn útsettur fyrir t.d. áhrifum hnatt- rænnar hlýnunar og heitsjávarkórall. Stefán gerir samt þann fyrirvara að rannsóknir á íslenskum kóral eru enn skammt á veg komnar og ekki hægt að fullyrða að hvaða marki um- hverfisþættir, svo sem þeim sem geta valdið súrnun sjávar, kunna að hafa áhrif. Mikið líf er á þeim svæðum þar sem finna má kóral í íslenskri lög- sögu og má leiða líkur að því að ýms- ar fisktegundir njóti góðs af því skjóli og fæði sem þar er að finna. „Fjöl- breytnin er gríðarleg, og að koma í kóralrif er eins og að fara úr eyði- mörk yfir í hitabeltisskóg.“ Að sögn Stefáns er t.d. ljósáta áberandi í kóralrifjunum og keilan sækir líka í kórala enda hrifin af bú- svæðum sem eru flókin að gerð. „Það má líka sjá mikið af karfa á þessum svæðum en ekki hægt að fullyrða um hvort það er út af sjálfum kóralnum eða vegna þess að kóralrifin mynda flókið búsvæði. Hitt er víst að það getur verið mikið af karfa og öðrum fiski á þessum stöðum.“ Sjómenn skilja mikilvægið Kóralar eru óvenjuleg dýr og við- kvæm í byggingu. Sem lítil lirfa berst kóraldýrið með hafstraumum uns það finnur sér samastað og byrjar þá að vaxa og mynda utan um sig mjúk- an eða harðan hjúp. „Það má flokka harða kórala gróflega í tvo meg- inhópa; rifmyndandi kórala annars vegar og staka kórala hins vegar,“ útskýrir Stefán. „Kóraldýrið myndar utan um sig kalkrör, og vex síðan út á við eða upp á við. Þegar um er að ræða kóralrif, að þá drepst neðsta lag kalkbyggingarinnar á meðan dýrið vex, og dökknar að lit og þegar kór- allinn brotnar niður verður hann að grófgerðum salla. Á hinn bóginn geta sumir stakir kóralar myndað nokk- urra metra há kóraltré neðansjávar.“ Stefán segir sjómenn oft meðvit- aða um hve mikilvægt það er að vernda kóralrif. „Það var t.d. að frumkvæði sjómanna að svæði suð- austur af Hvalbak, svokallaður Rósa- garður, var friðaður. Þá hafa sjó- menn gefið rannsakendum Hafrannsóknastofnunar dýrmætar upplýsingar um hvar kóral er líklegt að finna enda þekkja þeir sjávarbotn- inn vel.“ Þá bendir Stefán á að það sé í dag eitt af skilyrðunum fyrir vottun um sjálfbærni veiða að útgerðir umgang- ist kóralsvæði af varkárni og fag- mennsku. „Gæðavottun, t.d. frá MSC, er háð því að sjómenn forðist hvers kyns skemmdir á kóral og þar skiptir góð upplýsingagjöf höfuðmáli svo að önnur skip geti forðast þau svæði þar sem kóralar koma í veið- arfærin.“ ai@mbl.is Litagleði Núna notar Hafró sérstakan búnað sem látinn er síga niður að hafsbotni til að mynda kóralrifin. Sjómenn leggja sitt af mörkum með því að benda á svæði þar sem þeir hafa orðið varir við kóral. Kóralrifin skoðuð í nærmynd Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Áskorun Þó að þekking okkar á kóralsvæðunum hafi batnað segir Stefán erfitt að fullyrða um áhrif umhverfisbreytinga. Svo mikið líf er í kringum íslensk kóralrif að það minnir Stefán Ragnarsson hjá Hafró á fjölbreytt lífríki regnskógarins. Kóralrifin þrífast vel á þeim svæðum þar sem botnveiði er ekki möguleg. Skjól Lögun kóralrifanna hjálpar smærri sjávardýrum að fela sig fyrir hættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.