Morgunblaðið - 01.09.2018, Síða 25

Morgunblaðið - 01.09.2018, Síða 25
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 25 ar batnað til muna en nú fer öll vinna fram á millidekki og körin eru færð með sjálfvirkum hætti niður í lest.“ Bárður Hafsteinsson skipaverk- fræðingur hannaði skipið en óvenjulega lögun skrokksins má m.a. rekja til svk. Flekkefjord- togara sem Bárður hannaði á 9. áratugnum til að gera skip sem féllu sem best að rúmmáls- reglugerðum sem þá giltu um dönsk skip. Reyndist lögunin koma vel út í ölduprófunum og kom í ljós að stórt perustefni framkallar bæði gott sjólag eykur um leið til muna plássið um borð. Auk Drangeyjar voru Kaldbak- ur, Björgúlfur og Björg, skip Sam- herja og ÚA, smíðuð með sömu lögun og í Cemre-skipasmíðastöð- inni í Tyrklandi. Afkastamikið skip Alltaf á sér stað einhver aðlögun þegar nýtt fiskveiðiskip er tekið í notkun og segir Gylfi að þar hafi allt verið í samræmi við áætlun. „Það má reikna með að eitthvað komi upp á í nýsmíðuðu skipi, sem lagfæra þarf og bæta en fyrstu mánuðir Drangeyjar á veiðum hafa gengið vel.“ Vinnslubúnaðurinn um borð, sem hannaður var og smíðaður af Skaganum 3X á Akranesi, hefur líka virkað í samræmi við vænt- ingar. „Afköstin eru mikil en þess er gætt að stýra veiðunum til að taka ekki inn of stór hóll svo að hráefnið sé örugglega í topp- gæðum,“ útskýrir Gylfi en enginn ís er notaður um borð heldur er fiskurinn forkældur með fullkomnu kælikerfi og hitastig hans orðið -0,5°C þegar ofan í lestina er kom- ið. ai@mbl.is Færibönd Vélarnar ráða ríkjum ofan í lestinni og taka við fiskinum af millidekkinu.Stjórntæki Vélar sjá um erfiðustu og hættulegustu störfin. Afköst aukast og slysahætta minnkar. Afköstin eru mikil en þess er gætt að stýra veiðunum til að taka ekki inn of stór hóll svo að hráefnið sé örugg- lega í toppgæðum Fley Fylgjast þarf vel með öllu. Scanmar ehf. • Grandagarði 1A • Sími: 551 3300 • GSM: 691 4005 • Netfang: tm@scanmar.is www.scanmar.is Veður geta verið válynd en það er ávallt á vísan að róa með Scanmar Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lága bilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu. Aflanemi Flæðinemi Hleranemi Dýpis-, halla- og hitanemiSökk- og hæðarnemi Trollauga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.