Morgunblaðið - 01.09.2018, Page 30

Morgunblaðið - 01.09.2018, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is A fkomutenging á veiðigjaldi í sjávarútvegi og álagning þess færð til rauntíma svo það megi hækka og lækka eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni hverju sinni. Þetta verður í deiglunni á Alþingi nú á haustdögum, þegar frumvarp til breytinga á veiðigjaldi verður tekið til umræðu. Frumvarp um endur- skoðun á gjöldunum kom fram á vor- þingi en var þá frestað, enda þá skammt til þingfrestunar auk þess sem ekki náðist samstaða um málið. „Ég vil nálgast þetta mál þannig að hagur og staða minni útgerðarfyr- irtækja sé tryggð sem best og þar með nauðsynleg fjölbreytni útgerð- arflokka í greininni. Slíkt er hægt að gera með því að efla sérstaka af- slætti til þeirra. Við þurfum að standa með litlu útgerðunum sem eru hryggjarstykkið í mörgum byggðarlögum og skapa byggðafestu og atvinnuöryggi . Fyrirtækin þurfa að hafa tækifæri til að vaxa og dafna,“ segir Lilja Rafney Magnús- dóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hægt sé að mæta samþjöppun Morgunblaðið hitti þingkonuna á dögunum í heimaslóðum hennar á Suðureyri við Súgandafjörð. Margt bar á góma, þó einkum sjávarútvegs- málin sem eru til umfjöllunar í at- vinnuveganefnd Alþingis þar sem Lilja Rafney er formaður. Auk veiði- gjaldanna segir hún að Alþingi muni í vetur fjalla um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem lúta að meiri byggðafestu veiðiheimilda. Í dag eru sem kunnugt tekin 5,3% af heildar- afla hvers árs í sérstakan pott sem stjórnvöld ráðstafa úr skv. byggða- sjónarmiðum. Má í þessu sambandi nefna strandveiðar, línuívilnun sem segir frá annars staðar hér í blaðinu og byggðakvóta. „Að stjórnvöld hafi þessi rúmu 5% af heildaraflamarkinu til ráðstafana hefur gefið góða raun. Þó mætti þetta hlutfall vera hærra til að mæta þeirri miklu samþjöppun aflaheim- ilda sem verið hefur í greininni und- anfarin ár. Reglurnar sem um þetta gilda hafa verið til endurskoðaðar oft á undanförnum árum, þá jafnan í þeim tilgangi að þessi leið nýtist sem best til dæmis ef kvóti er seldur eða veigamiklar forsendur breytast,“ sagði Lilja Rafney. Fjölbreytni sé tryggð Í dag njóta um 30 staðir á landinu al- menns byggðakvóta sem er úthlutað eftir ákveðnum reglum sem Fiski- stofa fylgir eftir. Byggðastofnun er með 11 samninga um sérstakan byggðakvóta við veikar sjáv- arbyggðir þar sem miklir atvinnu- hagsmunir eru undir eða sértækar aðstæður sem þurfi að bregðast við. Mjög góð reynsla sé þeirri aðgerð, segir Lilja Rafney, sem telur sam- stöðu vera meðal stjórnmálamanna þvert á flokka um að afkomutengja þurfi veiðigjöldin betur en þau skil- uðu á síðasta ári 8,4 milljörðum króna í ríkissjóð. Mikilvægt sé að álagning þeirra taki mið af afkomu líðandi stundar en ekki síðustu ára, eins og verið hafi. Byggja verði ákvörðun um álagningu veiðigjalda á sem bestum upplýsingum um afkom- una samkvæmt því reiknilíkani sem sérfræðingar hafa hannað og unnið með. „Þegar við höfum allar forsendur um afkomuna í greininni til að ákvarða veiðigjöld eiga þau að vera næm fyrir afkomu greinarinnar hverju sinni. Einnig þarf að horfa til þess að afkoman er misjöfn milli út- gerðarflokka; minni fyrirtækin eru sum í veikri stöðu sem þarf að taka tillit til, en þau stóru standa yfirleitt mjög vel og geta betur staðið undir gjöldum í samræmi við góða af- komu.. Þannig hafa um stærstu sjár- varútvegsfyrirtækin á Íslandi yfir að ráða rúmlega 80% aflaheimildanna og hafa því náð að hagræða og bæta afkomuna. Því finnst mér mikilvægt að gefa litlum fyrirtækjunum vissan afslátt af veiðigjöldum, svo fjöl- breytni í íslenskum sjávarútvegi sé tryggð og þar með hagsmunir litlu þorpanna og atvinna þar.“ Tekur sinn toll Staða sjávarbyggðanna í landinu er afar breytileg. Á sunnanverðum Vestfjörðum stendur útgerðin á Pat- reksfirði vel, en í heild dafnar svæðið ágætlega vegna vaxandi umsvifa í fiskeldi. Á norðanverðum fjörðunum er þokkalega öflug útgerð og fisk- vinnsla á Suðureyri og í Bolungarvík en í öðrum byggðum er breyttur bragur frá því sem var. „Hagræðing og samþjöppun í sjávarútvegi hefur tekið sinn toll og víða eru afleiðingar harkalegar. Það Við þurfum að standa með litlu ú Breytingar á veiðigjöld- um og meiri byggða- festa í kvótamálum. Þetta verður til umfjöll- unar á Alþingi í haust, segir Lilja Rafney Magn- úsdóttir, formaður at- vinnuveganefndar þingsins. Hún býr á Suð- ureyri, sjávarþorpi þar sem lífið snýst um fisk. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Suðureyri Byggð um allt land þarf að vera öflug og í því efni er sjávarútvegurinn mikilvæg undirstaða, segir Lilja Rafney. G U N N A R JÚ L A R T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.