Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 01.09.2018, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 B ókaútgáfan Hólar hefur gefið út bók- ina „LAGGÓ! – gamansögur af ís- lenskum sjómönn- um“, í samantekt Guðjóns Inga Eiríkssonar. Í þessari nýjustu bók útgáf- unnar koma fjölmargir við sögu, þar á meðal Lási kokkur, Ási í Bæ, Jón Berg, Oddur spekingur, Markús B. Þor- geirsson, Sveinn Hjörleifsson, Sævar sonur Binna í Gröf, bræðurnir Jónas og Bóas Jóns- synir, Guðni Ölversson, Þór- hallur Þorvaldsson og Siggi Nobb, auk þess sem Vilborgu Örnu pólfara bregður fyrir. Eru þó enn sárafáir nefndir af þeim sem þarna eiga sviðsljósið. Með góðfúslegu leyfi útgáfunnar fylgja hér á eftir nokkrar sögur úr bókinni. Gamansögur af íslenskum sjómönnum Ævintýri Varnargarðurinn við Reykjavíkurhöfn á þessari gömlu mynd úr safni. Sjómenn geta verið uppátækjasamir og miklir húmoristar. Þeir kunna líka að segja góða sögu. Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, er einhver mesta hetja sem Ísland hefur alið og þótt víðar væri leitað. Hún starfaði um skeið hjá Norðursiglingu á Húsavík og var þá meðal annars í áhöfn skonnortunnar Hildar sem sigldi til Grænlands og var þar í ferðum um Scoresbysund. Heim komin skrifaði Vilborg gagn- merka ferðasögu sem hún sendi hér- aðsfréttablaðinu Skarpi til birtingar og var tekið fagnandi við sendingunni og greinin birt. En þó ekki fyrr en búið að var að breyta einni setningu í ann- ars prýðilega rituðum pistli. Þar fannst ritstjóranum, Jóhannesi Sigurjónssyni, að greinarhöfundur lýsti óþarflega frjálslegu aktíviteti áhafnarlima Hildar um borð og vart birtingarhæfu í fjölskyldublaði á borð við Skarp, en Vilborg reit: „Oftast var möguleiki á að sæða uppi á dekki og var þá jafnan glatt á hjalla, enda náði hópurinn einkar vel saman.“ Ritstjóri ákvað strax að skjóta bók- stafnum n inn í orðið sæða, til að koma í veg fyrir að ungir og óharðnaðir lesendur blaðsins „áttuðu sig á því augljósa stóðlífi sem átti sér stað um borð í Hildi“, samkvæmt afar hrein- skilnislegri frásögn Vilborgar Örnu. Frjálslegt um borð í Hildi Sjómennskan var Ísfirðingnum Pétri J. Haraldssyni í blóð borin og aldrei kom annað til greina en að hann yrði vélstjóri eins og faðir hans, afi og föðurbræður allir. Hann var vélstjóri á fiski- og farskipum en einnig um tíma á Djúpbátnum Fagranesinu, sem var með áætlunarferðir í Ísafjarð- ardjúpi. Pétur var eitt sinn að kaupa vara- hluti í versluninni Rörverki. Að lok- inni afgreiðslu bað hann um að fá reikning fyrir vörunum og það sundurliðaðan. „Hvernig sundurliðaðan?“ spurði afgreiðslumaðurinn. „Þið, þessir helvítis glæpamenn, eruð stórhættulegir,“ svaraði Pétur þá. „Ég vil fá að vita hvað er eðlilegt verð og hvað er hreinn þjófnaður.“ Varasöm varahlutakaup Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Streð Sjómenn fyrri tíma þurftu heldur að hafa fyrir vinnunni. Engir voru lyftararnir eða plastkörin til að flytja aflann. Afli Skipið Barði á spegilsléttum sjó á skemmtilegri mynd úr safni. Skipsverjar gefa ljósmyndara gaum á leið til hafnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.