Morgunblaðið - 01.09.2018, Side 52

Morgunblaðið - 01.09.2018, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Þeir mágar, Óskar Matt á Leó VE 400 og Sveinbjörn Snæbjörnsson, oftast kallaður Bjössi Snæ, voru miklir mátar. Þeir fóru stundum á skak á trillu sem Óskar átti. Í einum slíkum túr vildi ekki betur til en svo að Bjössi, sem var með falskar tennur, missti út úr sér efri tanngarðinn, beint í sjóinn og sökk hann til botns. Bölvaði hann þessu óhappi að sjálfsögðu í sand og ösku. Óskar, sem einnig var með falskar, sá sér nú leik á borði að atast svolítið í mági sínum. Hann tók út úr sér efri tanngarðinn svo lítið bar á, festi hann við færið hjá sér og renndi færinu út. Dró það svo upp eftir stutta stund og kallaði til Bjössa: „Nei, sérðu hvað er á hjá mér, tenn- urnar þínar!“ Bjössi varð að sjálfsögðu glaður við, þreif tanngarðinn og stakk honum upp í sig. Japlaði í nokkra stund, en tók síðan tennurnar út úr sér og sagði með mikilli ólund: „Andskotinn, þetta eru ekki mínar tennur.“ Henti síðan tanngarðinum beint í sjóinn – við litla gleði Óskars. Missti tenn- urnar í sjóinn Lási kokkur hafði yndi af því að dansa og sótti dansleiki af miklum móð. Eitt sinn fóru þeir Sæbjargarmenn á dans- leik á Siglufirði. Ef dimmt var úti þurfti Lási iðulega á fylgd annarra að halda sökum þess hversu náttblindur hann var og þannig var einmitt ástatt að loknu ballinu á þessari vetrarnótt. Það kom venjulega í hlut fyrsta vélstjóra að vera stoð hans og stytta í þessum efn- um og þegar þeir voru komnir skammt frá danshúsinu segir Lási: „Helvítis vitleysa er það nú annars að fara um borð núna, Gaui minn. Bara að fá sér kerlingu.“ „Þetta er allt í lagi,“ segir fyrsti vél- stjórinn. „Ég skal fylgja þér að dyr- unum ef þú veist hvar hún býr.“ Í sama mund er kallað úr strákahópi hinum megin götunnar: „Ætlarðu ekki að fá þér drátt, Lási?“ „Jú,“ svaraði Lási, „ég var nú ein- mitt að nefna það við hann Gauja minn.“ Vélstjórinn stoð og stytta Litríkt Mannlífið við höfnina og um borð í skipunum er oft fjörugt. Bestu sögurnar af sjónum lifa enn, löngu eftir að þeir merkilegu og skrautlegu menn sem þær segja frá hafa horfið yfir móðuna miklu. Á förum Síðutogarinn Neptúnus heldur af stað til Spáanar þar sem hann var rifinn í brotajárn.Glæsilegt fley sem hafði þjónað sínum tilgangi vel. Öldur Þegar lestin er full af fiski, og rúmlega það, þarf skipstjórinn að sigla varlega og áhöfnin að hafa varann á. Ásberg siglir til hafnar með fullfermi. Bensi sailor var meðal þeirra sem fór- ust á Nýfundnalandsmiðum með Hafn- arfjarðartogaranum Júlí í febrúar 1959. Enginn af 30 manna áhöfn skipsins komst af og er þetta eitt mesta sjóslys þar sem Íslendingar voru fórnarlömbin. Eitt sinn þegar Bensi kom að landi ákvað hann að bregða sér í skóbúð í Hafnarfirði og athuga hvort hann fyndi ekki flotta ballskó, en til stóð að lyfta sér aðeins upp um kvöldið og þá vænt- anlega fá sér snúning í leiðinni. Hann bar upp erindi sitt við afgreiðsludöm- una og hún rétti honum skó, mjög fal- lega. Sailorinn tróð sér í skóna með nokkrum erfiðismunum og sagði að því loknu að þeir væru heldur þröngir yfir ristina. „Svona skór troðast nú vanalega til á einni viku,“ sagði daman. Bensi leit á hana og sagði: „Heyrðu, vina mín. Ég er í landi einn dag í mánuði svo ég yrði hálft ár að troða skóna.“ Troðast til á einni viku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.