Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018
Veður víða um heim 19.9., kl. 18.00
Reykjavík 9 léttskýjað
Bolungarvík 4 rigning
Akureyri 6 rigning
Nuuk 4 skýjað
Þórshöfn 11 léttskýjað
Ósló 16 skýjað
Kaupmannahöfn 19 heiðskírt
Stokkhólmur 19 heiðskírt
Helsinki 18 skýjað
Lúxemborg 25 léttskýjað
Brussel 23 heiðskírt
Dublin 13 skýjað
Glasgow 12 rigning
London 20 rigning
París 24 léttskýjað
Amsterdam 21 léttskýjað
Hamborg 26 heiðskírt
Berlín 29 heiðskírt
Vín 25 skýjað
Moskva 20 heiðskírt
Algarve 26 léttskýjað
Madríd 30 léttskýjað
Barcelona 25 léttskýjað
Mallorca 27 þrumuveður
Róm 25 súld
Aþena 24 heiðskírt
Winnipeg 10 skýjað
Montreal 14 alskýjað
New York 26 skýjað
Chicago 23 léttskýjað
Orlando 32 heiðskírt
20. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:06 19:38
ÍSAFJÖRÐUR 7:09 19:44
SIGLUFJÖRÐUR 6:52 19:27
DJÚPIVOGUR 6:35 19:07
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á föstudag Norðan 13-20 með snjókomu á Norður-
landi og rigningu eða slyddu austanlands, en þurrt á
Suður- og Vesturlandi. Hægari og úrkomuminna um
kvöldið. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.
Norðan og norðvestan 10-18 m/s. Rigning eða slydda og snjókoma norðantil á landinu ofan 100-
200 metra yfir sjávarmáli, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst.
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR SKODA
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði
sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina
má flest allt um ástand bílsins og gæði.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
Langt er liðið á september og því nauðsynlegt að fara að huga
að haustverkunum, jafnt til sjávar og sveita, áður en veturinn
gengur í garð með öllum sínum kostum og göllum.
Þessi skipverji á Mána II ÁR 7 stóð í ströngu með háþrýsti-
dæluna þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í
Hafnarfjarðarhöfn í gær og þreif þar dekkið hátt og lágt.
Ekki fylgdi sögunni hvort haldið yrði út til veiða fljótlega
eftir þrifin, en eflaust eru einhverjir sem þurfa að fylgja for-
dæmi þessa þrifna skipverja.
Morgunblaðið/Eggert
Haustverkin unnin í Hafnarfjarðarhöfn
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Einstaklingar sem fara í stjórnsýslu-
mál gætu átt rétt á endurgreiðslu úr
tryggingum fyrir málskostnað, sam-
kvæmt niðurstöðu nýrrar fræði-
greinar Sindra M. Stephensen, lög-
manns og aðstoðarmanns dómara
við EFTA-dómstólinn, í Tímariti
Lögréttu.
Um er að ræða svokallaðar rétt-
araðstoðarvátryggingar sem eru
hluti margra heimilis- og fasteigna-
trygginga vátryggingafélaga á Ís-
landi. Vátryggingafélagið tekur þá
að sér að bera kostnað við mála-
rekstur gegn greiðslu iðgjalds en vá-
tryggingarskilmálar trygginga-
félaga á Íslandi hafa lengi vel verið
skorðaðir við
greiðslur fyrir
málsmeðferð fyr-
ir dómstólum. Ef
reglugerð um
réttaraðstoðarvá-
tryggingar, sem
var innleiðing á
tilskipun Evrópu-
þingsins og -ráðs-
ins og tók gildi
hér á landi árið
2017, er skýrð í ljósi dómafram-
kvæmdar Evrópudómstólsins, segir
Sindri það ekki útilokað að vátryggð-
ir Íslendingar „geti í vissum tilvikum
haft uppi kröfur um bætur vegna
lögmannskostnaðar við meðferð
máls á stjórnsýslustigi, burtséð frá
efnisákvæðum vátryggingarsamn-
ings sem takmarkar gildissvið
tryggingarinnar“.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Sindri að hér sé átt við það þegar
dómstólum er aðeins kleift að ógilda
ákvörðun stjórnvalds en taka ekki
nýja ákvörðun. Í þeim tilvikum geta
einstaklingar sótt um bætur strax
við málsmeðferð á stjórnsýslustigi.
Á þetta við um einstaklinga sem eru
með mál hjá t.d. Tryggingastofnun
eða úrskurðarnefnd velferðarmála.
Í fræðigrein sinni bendir hann á
nýlegan dóm Evrópudómstólsins sér
til stuðnings, þar sem hollenskur
karlmaður með réttaraðstoðarvá-
tryggingu óskaði eftir greiðslu máls-
kostnaðar vegna stjórnsýslumáls hjá
Sjúkratryggingum þar í landi. Þar
sem Sjúkratryggingar Hollands
framkvæmdu mat á rétti hans til
sjúkraþjónustu, sem yrði svo grund-
völlur máls fyrir dómstólum komst
Evrópudómstóllinn að þeirri niður-
stöðu að hann ætti rétt á greiðslu frá
tryggingafélaginu sínu vegna máls-
kostnaðar á stjórnsýslustigi, m.a.
vegna tilskipunar Evrópuráðsins og
-þingsins, sem hefur nú gildi á Ís-
landi. Rakti dómstóllinn samskonar
sjónarmið í samskonar máli sem
birtist samdægurs.
Fordæmi sem nær til Íslands
Í ljósi þess að á Evrópska efnhags-
svæðinu skal skýra lög og reglur að
svo miklu leyti sem við á til samræm-
is við EES-samninginn ritar Sindri
að „við skýringu reglna landsréttar
sem rætur eiga að rekja til EES-
réttar, ber dómstólum hér á landi því
m.a. að túlka ákvæði landsréttar til
samræmis við dóma Evrópudóm-
stólsins […].“ Því er dregin sú álykt-
un að Íslendingar sem fara í stjórn-
sýslumál þar sem dómstólar geta
ógilt ákvörðunina en taka ekki nýja
ákvörðun gætu átt rétt á greiðslu úr
tryggingum sínum fyrir málarekst-
ur.
Í niðurlagi sínu tekur Sindri einn-
ig fram að það teljist til góðra lög-
mannshátta að lögmenn upplýsi
skjólstæðinga sína um bæði mögu-
leikann á opinberri réttaraðstoð sem
og hugsanlegar réttaraðstoðarvá-
tryggingar. Enda getur kostnaður
vegna málareksturs reynst einstak-
lingum þungbær og jafnvel staðið í
vegi fyrir því að fólk leiti réttar síns.
Vátryggingar fyrir stjórnsýslumál
Mögulegt að Íslendingar geti fengið málskostnað fyrir stjórnsýslumál endurgreiddan úr tryggingum
Burtséð frá takmörkunum vátryggingasamnings Tekur til dæmis til mála hjá Tryggingastofnun
Sindri M.
Stephensen