Morgunblaðið - 20.09.2018, Side 6

Morgunblaðið - 20.09.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Mjólk ergóð í nýjum fernum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjöldi erlendra ferðamanna sem komu í Rangárvallasýslu á síðasta ári var sexfalt meiri en fyrir níu ár- um. Þeim fjölgaði úr 230 þúsund í 1.381 þúsund á árunum 2008 til 2017. Þessar tölur benda til að 69% er- lendra ferðamanna sem koma til Ís- lands með flugi eða ferju á síðasta ári hafi komið í Rangárvallasýslu og svæðið hafi aukið hlut sinn um 50% á þessum árum. Fyrirtækið „Rannsóknir og ráð- gjöf ferðaþjónustunnar“ (RFF) hef- ur tekið saman skýrslu um komur ferðamanna í Rangárvallasýslu og Rangárþing ytra sérstaklega fyrir markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins. Upplýsingarnar eru unnar upp úr könnun fyrirtæk- isins meðal brottfararfarþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í ferjuhöfninni á Seyðisfirði. Meiri þjónusta að vetrinum Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar hefur ferðamannatíminn á svæðinu lengst mjög. Þannig fjölg- aði erlendum ferðamönnum sem koma yfir þrjá sumarmánuði úr 167 þúsund í 569 þúsund í fyrra eða um 3,4 falt. Hins vegar fjölgaði erlend- um vetrargestum miklu meira, eða úr 63 þúsund í um 812 þúsund, eða 13 falt. „Ferðaþjónustan er því orðin öflug heilsársatvinnugrein á svæð- inu,“ segir í skýrslu RFF. Ef fjöld- anum er deilt niður á mánuði sést að um 190 þúsund gestir koma í Rang- árvallasýslu á mánuði á sumrin, að meðaltali. Yfir hina 9 mánuði ársins, vetur, vor og haust, koma að með- altali 90 þúsund manns á mánuði. Munurinn er mun minni en var fyrir nokkrum árum þegar lítið var um að vera að vetrinum. Meirihluti erlendu ferðamann- anna er svokallaðir dagsgestir því aðeins 33% þeirra sem sækja lág- lendi sýslunnar heim gista. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, markaðs- og upplýsingafulltrúi, seg- ir að þessar breytingar skýrist af stórauknu þjónustuframboði og breyttri ferðahegðan þar sem fólk ferðast meira á einkabílum en með hópferðabifreiðum. Þá sé sveitarfé- lagið í heppilegri fjarlægð frá höf- uðborgarsvæðinu og það nýtist ekki síst á veturna. Hins vegar staldri margir þeirra sem þá koma stutt við. Tækifæri við Heklu Ef litið er á einstaka staði í Rang- árþingi ytra sést að áætlað er að 433 þúsund erlendir ferðamenn hafi haft einhverja viðkomu á Hellu sem er 4,6 sinnum meira en á árinu 2008. Það þýðir að um 22% erlendra ferða- manna sem koma til Íslands með flugi eða ferju höfðu viðdvöl á Hellu sem er heldur hærra hlutfall en 2008. Meirihlutinn, eða 63% fjöldans, kemur vetur, vor og haust en 37% ferðafólksins koma yfir þrjá björtustu sumarmánuðina. Áætlað er að 144 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið í Land- mannalaugar sem er rúmlega tvö- földun frá því sem var fyrir níu ár- um. Hlutur Landmannalauga hefur minnkað verulega eftir því sem ferðamönnum fjölgar. Eigi að síður fjölgar gestum sem sækja Laug- arnar heim. Það rímar að sögn Ei- ríks við tölur frá öðrum stöðum á há- lendinu. Ástæðan fyrir breyttri ferðahegðan er meðal annars sú að dýrt er að leigja fjórhjóladrifsbíla til að fara á þessa staði. Áætlað er að 60-70 þúsund erlend- ir ferðamenn hafi lagt leið sína nærri Heklu á síðasta ári. Flestir þeirra fóru um Landveg en aðrir fram og til baka um vegi austan Ytri-Rangár. Þá er áætlað að 30 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið við í hálend- ismiðstöðinni í Hrauneyjum á síð- asta ári, 11 þúsund í Nýjadal sum- arið 2017 og 4 þúsund í Veiðivötnum. Hann segir að sá fjöldi sem segist hafa farið að Heklu komi á óvart. Þótt ekki sé hægt að fullyrða að allir hafi farið þangað, heldur séð fjallið úr fjarlægð, séu það vísbendingar um að sóknarfæri séu í ferða- mennsku á Heklusvæðinu og ástæða til að stýra aðgengi og veita betri þjónustu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á bökkum Rangár Hella á Rangárvöllum er stærsti þéttbýlisstaður Rangárþings ytra. Þangað sækja sífellt fleiri. Ferðaþjónustan orðin öfl- ug heilsársatvinnugrein  Ferðafólki fjölgar mikið í Rangárþingi utan háannar Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Það er stefnt að því að frumvarpið verði lagt fram í haust og gerð verði breyting á lyfjalögum hvað þetta varðar,“ segir Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður Svandísar Svav- arsdóttur heil- brigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir. Ráðu- neytið hefur nú birt til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda drög að lagafrumvarpi sem veitir hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum heimild til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum verði frumvarpið að lögum. Heimildin er þó bundin því skilyrði að viðkom- andi starfi á heilbrigðisstofnun þar sem heilsugæsla, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt. Birgir bendir á að í nágrannalönd- um hafi ljósmæður og hjúkrunar- fræðingar takmarkaðan rétt til lyfja- ávísana og einnig sé talin ástæða til að minnka álag á læknum í þessu sam- bandi þar sem bæði hjúkrunarfræð- ingar og ljósmæður geti sinnt þessu. Markmiðið er samkvæmt frumvarps- drögunum að stuðla að betra aðgengi kvenna að kynheilbrigðisþjónustu hér á landi ásamt því að efla þessa þjónustu og styrkja og hins vegar að nýta betur fagþekkingu hjúkrunar- fræðinga og ljósmæðra innan heil- brigðisþjónustunnar á sviði kynheil- brigðisþjónustu. Mótmæltu áformunum Umdeilt hefur verið hvort rétt sé að heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa getnaðarvarna- pillunni. Félag fæðingar- og kven- sjúkdómalækna mótmælti þeim áformum árið 2007 að hjúkrunar- fræðingar og ljósmæður fengju rétt- indi til að skrifa lyfseðla fyrir getn- aðarvörnum og andstaða kom einnig fram árið 2012 þegar þáverandi heil- brigðiráðherra lagði fyrir Alþingi sambærilegt frumvarp og það sem nú er í farvatninu en það frumvarp var ekki afgreitt á þinginu. Í frumvarpsdrögunum sem nú liggja fyrir er á það bent að skv. lög- um skal gefa fólki kost á fræðslu og ráðgjöf um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra og hana beri að veita á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Að henni skulu starfa meðal annars hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. „Þessum fagstéttum hefur þó ekki verið heimilt að ávísa hormónatengd- um getnaðarvörnum sem er talið eiga þátt í að árangur ráðgjafarþjónust- unnar, er varðar notkun getnaðar- varna, hefur verið undir væntingum,“ segir þar. Birgir segir aðspurður að hann hafi verið erlendis þegar á þetta mál reyndi fyrir nokkrum árum. Svo virð- ist sem það hafi ekki komist í gegn að- allega vegna andstöðu lækna og sér- fræðinga á þeim tíma. Hann kveðst ekki vita hvaða undirtektir það fær í dag en kveðst geta ímyndað sér að um það séu skiptar skoðanir. ,,En það er búið að skoða þetta mikið í nágranna- löndunum og víðar,“ segir hann. ,,Við erum svolítið að feta í fótspor ná- grannalandanna sem hafa af þessu góða reynslu.“ Fái að ávísa getnaðarvörnum Morgunblaðið/Kristinn Lyf Nýta á betur fagþekkingu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.  Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður geti ávísað hormónatengdum getnaðarvörnum skv. frumvarpi  Mætti andstöðu lækna 2007 og 2012  Góð reynsla í nágrannalöndum, segir Birgir Jakobsson Birgir Jakobsson Verkalýðsfélög víða um land vinna hörðum höndum þessa dagana að mótun kröfugerðar fyrir viðræðurnar sem framundan eru um endurnýj- un kjarasamn- inga. Mikil samtöl eiga sér einnig stað um að félög taki höndum sam- an og standi sam- an í viðræðum við atvinnurekendur en þau mál eru þó hvergi nærri til lykta leidd. Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsa- vík hvetur til samstöðu með VR í kjaraviðræðunum. Er það óvenjulegt á síðari árum að stéttarfélag innan Starfsgreinasambandsins hvetji til samstarfs með svo beinum hætti með verslunarmönnum þegar viðræður standa fyrir dyrum um launalið kjarasamninga. Í fyrradag samþykkti félagsfundur Framsýnar að fela stjórn félagsins að leita allra leiða til að sameina aðild- arfélög Starfsgreinasambandsins í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Samstaðan er forsend- an fyrir árangri að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar, for- manns Framsýnar, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir það vilja sinna félagsmanna að ná breiðri sam- stöðu í hreyfingunni. Ef það takist ekki þá eigi þau stéttarfélög verslun- armanna og innan Starfsgreinasam- bandsins sem vilja harðari verkalýðs- baráttu að fara fram saman og skilja þá hina eftir sem ekki vilja það. Hefur verið klofið „Greinilegt var á fundunum að menn leggja mikið upp úr góðu sam- starfi við VR og Eflingu enda öflug- ustu stéttarfélögin innan Alþýðusam- bands Íslands hvað stærð varðar,“ segir í fréttatilkynningu Framsýnar. „Fram að þessu hefur sambandið verið klofið þegar komið hefur að gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum. Stéttarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram undir merkjum Flóabandalagsins meðan önnur stéttarfélög innan sam- bandsins, svo kölluð landsbyggðar- félög, hafa unnið saman í kjaravið- ræðum. Framsýn stéttarfélag hefur lengi haldið því fram að klofningurinn hafi komið niður á baráttu verkafólks fyr- ir bættum kjörum,“ segir í ályktun sem samþykkt var í félaginu. omfr@mbl.is Reyna að ná breiðri samstöðu  VR og SGS-félög taki höndum saman Aðalsteinn Á. Baldursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.