Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Mjólk ergóð í nýjum fernum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjöldi erlendra ferðamanna sem komu í Rangárvallasýslu á síðasta ári var sexfalt meiri en fyrir níu ár- um. Þeim fjölgaði úr 230 þúsund í 1.381 þúsund á árunum 2008 til 2017. Þessar tölur benda til að 69% er- lendra ferðamanna sem koma til Ís- lands með flugi eða ferju á síðasta ári hafi komið í Rangárvallasýslu og svæðið hafi aukið hlut sinn um 50% á þessum árum. Fyrirtækið „Rannsóknir og ráð- gjöf ferðaþjónustunnar“ (RFF) hef- ur tekið saman skýrslu um komur ferðamanna í Rangárvallasýslu og Rangárþing ytra sérstaklega fyrir markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins. Upplýsingarnar eru unnar upp úr könnun fyrirtæk- isins meðal brottfararfarþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í ferjuhöfninni á Seyðisfirði. Meiri þjónusta að vetrinum Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar hefur ferðamannatíminn á svæðinu lengst mjög. Þannig fjölg- aði erlendum ferðamönnum sem koma yfir þrjá sumarmánuði úr 167 þúsund í 569 þúsund í fyrra eða um 3,4 falt. Hins vegar fjölgaði erlend- um vetrargestum miklu meira, eða úr 63 þúsund í um 812 þúsund, eða 13 falt. „Ferðaþjónustan er því orðin öflug heilsársatvinnugrein á svæð- inu,“ segir í skýrslu RFF. Ef fjöld- anum er deilt niður á mánuði sést að um 190 þúsund gestir koma í Rang- árvallasýslu á mánuði á sumrin, að meðaltali. Yfir hina 9 mánuði ársins, vetur, vor og haust, koma að með- altali 90 þúsund manns á mánuði. Munurinn er mun minni en var fyrir nokkrum árum þegar lítið var um að vera að vetrinum. Meirihluti erlendu ferðamann- anna er svokallaðir dagsgestir því aðeins 33% þeirra sem sækja lág- lendi sýslunnar heim gista. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, markaðs- og upplýsingafulltrúi, seg- ir að þessar breytingar skýrist af stórauknu þjónustuframboði og breyttri ferðahegðan þar sem fólk ferðast meira á einkabílum en með hópferðabifreiðum. Þá sé sveitarfé- lagið í heppilegri fjarlægð frá höf- uðborgarsvæðinu og það nýtist ekki síst á veturna. Hins vegar staldri margir þeirra sem þá koma stutt við. Tækifæri við Heklu Ef litið er á einstaka staði í Rang- árþingi ytra sést að áætlað er að 433 þúsund erlendir ferðamenn hafi haft einhverja viðkomu á Hellu sem er 4,6 sinnum meira en á árinu 2008. Það þýðir að um 22% erlendra ferða- manna sem koma til Íslands með flugi eða ferju höfðu viðdvöl á Hellu sem er heldur hærra hlutfall en 2008. Meirihlutinn, eða 63% fjöldans, kemur vetur, vor og haust en 37% ferðafólksins koma yfir þrjá björtustu sumarmánuðina. Áætlað er að 144 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið í Land- mannalaugar sem er rúmlega tvö- földun frá því sem var fyrir níu ár- um. Hlutur Landmannalauga hefur minnkað verulega eftir því sem ferðamönnum fjölgar. Eigi að síður fjölgar gestum sem sækja Laug- arnar heim. Það rímar að sögn Ei- ríks við tölur frá öðrum stöðum á há- lendinu. Ástæðan fyrir breyttri ferðahegðan er meðal annars sú að dýrt er að leigja fjórhjóladrifsbíla til að fara á þessa staði. Áætlað er að 60-70 þúsund erlend- ir ferðamenn hafi lagt leið sína nærri Heklu á síðasta ári. Flestir þeirra fóru um Landveg en aðrir fram og til baka um vegi austan Ytri-Rangár. Þá er áætlað að 30 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið við í hálend- ismiðstöðinni í Hrauneyjum á síð- asta ári, 11 þúsund í Nýjadal sum- arið 2017 og 4 þúsund í Veiðivötnum. Hann segir að sá fjöldi sem segist hafa farið að Heklu komi á óvart. Þótt ekki sé hægt að fullyrða að allir hafi farið þangað, heldur séð fjallið úr fjarlægð, séu það vísbendingar um að sóknarfæri séu í ferða- mennsku á Heklusvæðinu og ástæða til að stýra aðgengi og veita betri þjónustu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á bökkum Rangár Hella á Rangárvöllum er stærsti þéttbýlisstaður Rangárþings ytra. Þangað sækja sífellt fleiri. Ferðaþjónustan orðin öfl- ug heilsársatvinnugrein  Ferðafólki fjölgar mikið í Rangárþingi utan háannar Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Það er stefnt að því að frumvarpið verði lagt fram í haust og gerð verði breyting á lyfjalögum hvað þetta varðar,“ segir Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður Svandísar Svav- arsdóttur heil- brigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir. Ráðu- neytið hefur nú birt til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda drög að lagafrumvarpi sem veitir hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum heimild til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum verði frumvarpið að lögum. Heimildin er þó bundin því skilyrði að viðkom- andi starfi á heilbrigðisstofnun þar sem heilsugæsla, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt. Birgir bendir á að í nágrannalönd- um hafi ljósmæður og hjúkrunar- fræðingar takmarkaðan rétt til lyfja- ávísana og einnig sé talin ástæða til að minnka álag á læknum í þessu sam- bandi þar sem bæði hjúkrunarfræð- ingar og ljósmæður geti sinnt þessu. Markmiðið er samkvæmt frumvarps- drögunum að stuðla að betra aðgengi kvenna að kynheilbrigðisþjónustu hér á landi ásamt því að efla þessa þjónustu og styrkja og hins vegar að nýta betur fagþekkingu hjúkrunar- fræðinga og ljósmæðra innan heil- brigðisþjónustunnar á sviði kynheil- brigðisþjónustu. Mótmæltu áformunum Umdeilt hefur verið hvort rétt sé að heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa getnaðarvarna- pillunni. Félag fæðingar- og kven- sjúkdómalækna mótmælti þeim áformum árið 2007 að hjúkrunar- fræðingar og ljósmæður fengju rétt- indi til að skrifa lyfseðla fyrir getn- aðarvörnum og andstaða kom einnig fram árið 2012 þegar þáverandi heil- brigðiráðherra lagði fyrir Alþingi sambærilegt frumvarp og það sem nú er í farvatninu en það frumvarp var ekki afgreitt á þinginu. Í frumvarpsdrögunum sem nú liggja fyrir er á það bent að skv. lög- um skal gefa fólki kost á fræðslu og ráðgjöf um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra og hana beri að veita á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Að henni skulu starfa meðal annars hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. „Þessum fagstéttum hefur þó ekki verið heimilt að ávísa hormónatengd- um getnaðarvörnum sem er talið eiga þátt í að árangur ráðgjafarþjónust- unnar, er varðar notkun getnaðar- varna, hefur verið undir væntingum,“ segir þar. Birgir segir aðspurður að hann hafi verið erlendis þegar á þetta mál reyndi fyrir nokkrum árum. Svo virð- ist sem það hafi ekki komist í gegn að- allega vegna andstöðu lækna og sér- fræðinga á þeim tíma. Hann kveðst ekki vita hvaða undirtektir það fær í dag en kveðst geta ímyndað sér að um það séu skiptar skoðanir. ,,En það er búið að skoða þetta mikið í nágranna- löndunum og víðar,“ segir hann. ,,Við erum svolítið að feta í fótspor ná- grannalandanna sem hafa af þessu góða reynslu.“ Fái að ávísa getnaðarvörnum Morgunblaðið/Kristinn Lyf Nýta á betur fagþekkingu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.  Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður geti ávísað hormónatengdum getnaðarvörnum skv. frumvarpi  Mætti andstöðu lækna 2007 og 2012  Góð reynsla í nágrannalöndum, segir Birgir Jakobsson Birgir Jakobsson Verkalýðsfélög víða um land vinna hörðum höndum þessa dagana að mótun kröfugerðar fyrir viðræðurnar sem framundan eru um endurnýj- un kjarasamn- inga. Mikil samtöl eiga sér einnig stað um að félög taki höndum sam- an og standi sam- an í viðræðum við atvinnurekendur en þau mál eru þó hvergi nærri til lykta leidd. Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsa- vík hvetur til samstöðu með VR í kjaraviðræðunum. Er það óvenjulegt á síðari árum að stéttarfélag innan Starfsgreinasambandsins hvetji til samstarfs með svo beinum hætti með verslunarmönnum þegar viðræður standa fyrir dyrum um launalið kjarasamninga. Í fyrradag samþykkti félagsfundur Framsýnar að fela stjórn félagsins að leita allra leiða til að sameina aðild- arfélög Starfsgreinasambandsins í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Samstaðan er forsend- an fyrir árangri að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar, for- manns Framsýnar, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir það vilja sinna félagsmanna að ná breiðri sam- stöðu í hreyfingunni. Ef það takist ekki þá eigi þau stéttarfélög verslun- armanna og innan Starfsgreinasam- bandsins sem vilja harðari verkalýðs- baráttu að fara fram saman og skilja þá hina eftir sem ekki vilja það. Hefur verið klofið „Greinilegt var á fundunum að menn leggja mikið upp úr góðu sam- starfi við VR og Eflingu enda öflug- ustu stéttarfélögin innan Alþýðusam- bands Íslands hvað stærð varðar,“ segir í fréttatilkynningu Framsýnar. „Fram að þessu hefur sambandið verið klofið þegar komið hefur að gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum. Stéttarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram undir merkjum Flóabandalagsins meðan önnur stéttarfélög innan sam- bandsins, svo kölluð landsbyggðar- félög, hafa unnið saman í kjaravið- ræðum. Framsýn stéttarfélag hefur lengi haldið því fram að klofningurinn hafi komið niður á baráttu verkafólks fyr- ir bættum kjörum,“ segir í ályktun sem samþykkt var í félaginu. omfr@mbl.is Reyna að ná breiðri samstöðu  VR og SGS-félög taki höndum saman Aðalsteinn Á. Baldursson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.