Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Staðalbúnaður í Comfort útgáfu er meðal annars: 16” álfelgur, leiðsögukerfi með Íslandskorti, þokuljós, miðstöð með loftkælingu, brekkuhemlun (eingöngu í 4x4), hraðastillir með hraðatakmörkun, fjarlægðarskynjarar að aftan, neyðarhemlunarhjálp, start/stopp búnaður, skyggðar rúður að aftan, hiti í framsætum. Aukalega í Prestige útgáfu: 17” álfelgur, Multiview 360° myndavélakerfi, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, lykillaust aðgengi, leðuráklæði á sætum. Nýr Dacia Duster Gerðu virkilega góð kaup! Verð frá: 3.690.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 9 7 3 Samtals voru hegningarlagabrot hér á landi 13.609 árið 2017 en 12.770 árið 2016. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um grunaða og kærða einstaklinga en skýrslan hefur nú verið birt á vef ríkislög- reglustjóra. Karlar tæp 80% grunaðra Fjöldi grunaðra fyrir hegning- arlagabrot árið 2017 var 4.124 ein- staklingar, eða 9 prósent fleiri en meðalfjöldi grunaðra árin 2014 til 2016. Bæði árin 2016 og 2017 voru karlar rétt tæp 80 prósent grun- aðra og er það sambærilegt við fyrri ár, þó að árið 2015 hafi hlut- fallið verið aðeins lægra eða 77 prósent. Meðalaldur ríflega 30 ár Meðalaldur kærðra einstaklinga árið 2017 var 33 ár hjá körlum en 32 ár hjá konum. Elsti ein- staklingur sem kærður var á síð- asta ári var 89 ára en sá yngsti 4 ára. Í báðum tilfellum var um karlkyns einstaklinga að ræða. Í skýrslunni kemur fram að börn yngri en 15 ára séu oftast aðilar að þjófnaði, eða í 44 prósent tilfella, og svo eignaspjöllum, í 21 prósenti tilfella. Fólk yngra en 60 ára er oftast aðilar að líkamsárásum, eða í 21 prósenti tilfella.Vert er þó að taka fram að börn undir 15 ára eru ekki sakhæf. Ef málsaðili er barn að aldri er það skráð óháð því hvert framhaldið verður. Sum mál eru t.d. þess eðlis að barna- vernd kemur að þeim en önnur þess eðlis að ekkert er aðhafst frekar. Fíkniefnabrotum fjölgar Í skýrslunni má sjá að hlutfalls- lega var ítrekunartíðni meiri hjá konum árin 2016 og 2017 heldur en fyrri ár en um 30 prósent þeirra braut af sér oftar en einu sinni miðað við um 25 prósent árin þar á undan. Um 15 prósent brutu af sér þrisvar eða oftar bæði árin sem er hærra en fyrri ár. Flestar konur áttu aðild að auðgunarbrotum árin 2016 og 2017 en hlutfall kvenna af þeim sem frömdu auðgunarbrot minnkaði um 11 prósent á milli ára. Flestir karlmenn frömdu fíkniefna- og of- beldisbrot og fjölgaði brotum í þeim flokkum á milli ára. Sá elsti sem var kærður var 89 ára, sá yngsti 4 ára  Hegningarlagabrotum fjölgaði nokkuð á milli ára Morgunblaðið/Hari Lögregla Fjöldi grunaðra fyrir hegningarlagabrot árið 2017 voru 4.124 ein- staklingar, eða 9 prósent fleiri en meðalfjöldi grunaðra árin 2014 til 2016. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Hælisumsóknum hefur fækkað veru- lega síðan í fyrra að því er fram kem- ur í yfirliti frá Útlendingastofnun. Umsóknirnar voru 48 í ágúst síðast- liðnum en til sam- anburðar voru þær 154 í ágúst 2017. Í yfirliti yfir fjölda umsókna um vernd á Ís- landi árið 2018 kemur fram að 435 umsóknir um vernd hafa borist það sem af er árinu 2018. Flestir umsækjendur eru frá Írak, Albaníu og Pakistan. Af þeim 435 umsóknum sem bárust var 172 umsóknum synjað. 75 manns fengu vernd, 23 viðbótarvernd og 7 fengu mannúðarleyfi. Dublin-endur- sendingar voru 106, 37 fengu vernd í öðru ríki og 102 fengu „önnur lok“. Talsvert færri sóttu um vernd yfir sumarmánuðina í ár miðað við í fyrra. Í júní, júlí og ágúst síðastliðnum bár- ust 200 umsóknir en í fyrra voru þær 408 yfir sömu mánuði. Flestir sem sóttu um og fengu hæli á Íslandi eru frá Írak, 82 sóttu um og fengu 26 sam- þykkt hæli. Í fyrra bárust flestar umsóknir frá Georgíumönnum, eða 289 umsóknir, en í ár eru þær aðeins 25 talsins. Árið 2017 sóttu 1.293 um hæli á Íslandi. Af þeim var 322 synjað og 563 hlutu „önnur lok“ en 84 voru samþykktar. Umsóknum frá íbúum ríkja sem skil- greind eru örugg hefur fækkað en Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir að það megi að hluta til rekja til hraðari málsmeðferðar. „Það hefur verið farið í markvissar aðgerðir til að fækka umsóknum frá þessum ríkjum sem hafa verið fjöl- mennust, þessum öruggu uppruna- ríkjum. Við höfum stytt málsmeðferð- ina í þeim málum og það hefur tekist mjög vel, þau mál eru núna afgreidd á örfáum dögum. Það er sjálfsagt ein af meginskýringunum á því hvers vegna umsóknunum frá öruggu ríkjunum hefur fækkað. Auk þess sýnir tölfræði undanfarinna ára að umsóknum frá þessum ríkjum er upp til hópa synjað því að þeir eru ekki verndar þurfi. Ef við horfum á tölurnar þá kemur það ekki á óvart að Írakar séu stærsti hópurinn núna því þeir hafa verið stærsti hópurinn að undanskildum öruggu ríkjunum undanfarin ár,“ seg- ir Þórhildur. Hælisumsóknir færri en í fyrra  Helmingi færri umsóknir bárust í ágúst Þórhildur Hagalín Útlendingastofnun 435 umsóknir um vernd hafa borist á árinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.