Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 5 1 7 2 # Draghálsi 4 110 Reykjavík sími: 535 1300 verslun@verslun.is LT 1400 - Kæling -18/-20°C . Hægt að læsa með lykli. - Stærð (LxWxH) cm 142x80x205 - Þyngd 210kg LT 700 - Kæling -10/-20°C .Hægt að læsa með lykli. - Stærð (LxWxH) cm 72x80x207 - Þyngd 150kg AF12EKOMBTPV - Kæling -18/-20°C - Stærð (LxWxH) mm 1460x750x2200 - Þyngd 189kg EKO 11 Tveggja hólfa - Kæling -2/+8°C .Hægt að læsa með lykli. Stærð (LxWxH) cm 142x70x90 Ítölsk gæðavara Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Sala á plastburðarpokum hefur minnkað töluvert á undanförnum ár- um að mati Bjarna Finnssonar, for- manns stjórnar Pokasjóðs. Sala á plastburðarpokum hefur dregist saman um 6,3% hjá Vínbúðinni á fyrstu 8 mánuðum þessa árs, miðað við síðasta ár, en um leið hefur við- skiptavinum fjölgað um 2,4% síðan á síðasta ári. Í tilefni af Plastlausum september leggja verslanir og neytendur sitt af mörkum til að minnka plastnotkun. Í Melabúðinni eru plastpokarnir t.a.m. geymdir undir borði allan september. Árvekniátakið á að vekja fólk til um- hugsunar um plastnotkun og skað- semi plasts í umhverfinu. Fólk er hvatt til að segja skilið við burðarpoka úr plasti. Tekjur af plastburðarpokum hjá verslunum Haga, Vínbúðarinnar og Samkaupa, auk annarra verslana, renna í Pokasjóð. Bjarni segir að samdráttur sé í sölu á plastpokum. „Það er ekkert byltingarkennt en það er í þá áttina, salan fer hægt og ró- lega niður á við. Sala á fjölnota pok- um er að aukast, við finnum það alveg gerast. Það er meiri umræða í þjóð- félaginu og meiri vitund hjá fólki, krakkar og unglingar eru farnir að ræða þessi málefni miklu meira en áður. Pokasjóður hefur veitt fjölda styrkja allt frá árinu 1996 og hefur varið miklu fé í hjálparstarf og Land- spítalann. Bjarni segir líklegt að nú muni sjóðurinn sinna umhverfismál- um af meiri krafti líkt og áður fyrr. Sem áður sagði tekur Melabúðin virkan þátt í Plastlausum september með því að geyma plastburðarpoka undir afgreiðsluborði, en uppi við eru fjölnota pokar og maíspokar til sölu. Friðrik Ármann Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir að vel hafi verið tekið í plastlausan sept- ember: „Þetta er virkilega gaman og bara frábært. Fólk hefur alltaf val og það er að verða sífellt meiri notkun á fjölnota pokunum.“ „Fyrir ári tókum við líka upp svo- kallaða Pokastöð. Þá eru til taks pok- ar úr endurnýttum efnum sem fólk getur fengið að láni, ef það t.d. gleym- ir fjölnota poka. Svo skilar það pok- anum við fyrsta tækifæri svo næsti viðskiptavinur getur fengið að nota hann. Þetta er alveg snilldarframtak og hefur gengið mjög vel.“ Framfarir hafa verið í baráttunni gegn plastnotkun t.d. með því uppá- tæki danska drykkjarframleiðandans Carlsberg sem hefur fundið leið til að líma dósir saman í kippum, og hættir notkun plasthringja þegar í stað. Sala á plastpokum minnkar stöðugt  Fjölnota pokar vinsælli  Plast- lausum september vel tekið Thinkstock.com Verslað Algengara er orðið að fólk noti fjölnota poka eftir innkaupin en sala á plastpokum fer minnkandi. Plastlaus september stendur nú yfir. Árvekniátakið Plastlaus september hefur vaxið og dafnað hratt en það var sett á fót fyrir ári. Heiður Magný Herbertsdóttir, sem situr í fram- kvæmdahóp Plastlauss septembers, segist finna mikinn meðbyr: „Fólk er mjög jákvætt og þetta hefur vaxið mikið því allir vita hvað þetta er núna. Ætlunin er að stækka átakið og að ná til sem flestra, þá erum við að tala um einstaklinga og fyrir- tæki.“ Þann 1. september var haldin opn- unarhátíð Plastlauss septembers í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar var m.a. markaður með plastlausum vörum og fræðslubásar. Þá hélt umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, erindi og strengdi þess heit að draga úr plast- notkun á landsvísu. Sagðist hann hafa skipað starfshóp sem myndi kynna tillögur sínar í þeim efnum seinna í mánuðinum. Reykjavíkurborg tekur þátt í við- burðinum og óskar borgin og stjórn Plastlauss septembers eftir sam- starfsaðilum til þess að setja upp pokastöðvar í verslunum, líkt og tíðkast í Melabúðinni. Góð ráð til að minnka plastnotkun eru t.d. að forð- ast að henda plasti í almennt rusl, nota fjölnota poka í stað plastpoka og velja ávexti og grænmeti sem ekki er pakkað í plast. Hugmyndin um átakið spratt upp hjá umhverfismeðvituðum ná- grannakonum í 108 Reykjavík sem vildu taka á plastnotkun. Ástralska átakið Plastic Free July veitti þeim innblástur til að framkvæma hug- myndina um plastlausan september. Plastlaus septem- ber fer vel af stað  Átakið hefur vaxið ört á einu ári Morgunblaðið/Bogi Þór Arason Átak Ljóst er að allir leggjast á eitt í plastlausum september og er plastmengun í sjónum er umtalað vandamál. Gæsluvarðhald yfir karlmanni, grunuðum um gróf kynferðisbrot gegn börnum, sem getur varðað allt að 16 ára fangelsi hefur verið fram- lengt til 3. október. Þetta staðfesti Kolbrún Bene- diktsdóttir varahéraðssaksóknari við mbl.is. Þennan sama dag rennur út tólf vikna frestur ákæruvaldsins til að gefa út ákæru. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 11. júlí og átti það að renna út á þriðjudag en það var hefur tvívegis áður verið fram- lengt. Héraðssaksóknari fékk málið á sitt borð á mánudaginn eftir að rannsókn lögreglunnar á Suðurnesj- um lauk. Maðurinn er einnig grunaður um fleiri kynferðisbrot gegn brotaþolan- um, sem og ólögráða barni. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í síð- asta mánuði að brotaþolarnir væru báðir börn á grunnskólaaldri. Tveir kærðu Brotaþoli í málinu kom 10. júlí á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur manninum og konu hans. Kæran laut að kynferðisbrotum sem hefðu verið gróf og staðið yfir með reglubundnum hætti um langan tíma. Sama dag lagði annar einstak- lingur fram kæru gegn parinu fyrir kynferðisbrot og ofbeldisbrot gegn ólögráða barni. Játning liggur fyrir við hluta brot- anna en rannsókn lögreglu beindist meðal annars að því að upplýsa um- fang þeirra, hvort þau hefðu verið framin af fleiri aðilum en hinum kærða, hvort hann ætti sér sam- verkamenn og hvort brotið hefði ver- ið gegn fleiri. Rannsóknin var umfangsmikil en lögregla lagði hald á minniskubba, myndavélar, síma og USB-kubba auk fjölda myndbandsspóla. Sætir áfram gæsluvarðhaldi  Grunaður um gróf brot gegn börnum Morgunblaðið/Ófeigur Ákæruvald Hús héraðssaksóknara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.