Morgunblaðið - 20.09.2018, Page 14

Morgunblaðið - 20.09.2018, Page 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is A f því sporti sem almenn- ingur stundar mest og helst eru hjólreiðar það allra hættulegasta,“ segir Vilhjálmur Ari Vil- hjálmsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Á slysa- deildinni líður varla sá dagur að ekki komi þangað fólk sem hefur meiðst eða slasast á reiðhjóli og þessum til- vikum fer fjölgandi. Slysin eru þó lítið skráð svo vandinn er að mestu dulinn, að minnsta kosti í opinberum tölum. Því verður að taka umræðu um hjól- reiðaslysin og aðgerðir til úrbóta.“ Höfuðáverkar algengir Vilhjálmur Ari segir það á flesta lund gott mál að fólk stundi hjólreið- ar, hvort heldur er sem sport eða til að sinna daglegum erindum; fara til vinnu, í skóla, verslanir og svo fram- vegis. Nauðsynlegt sé hins vegar að hjólreiðastígar séu betur afmarkaðir og séu þá einvörðungu fyrir hjólreiða- fólk en ekki líka fyrir gangandi veg- farendur. Slíkt skapi augljósa hættu og hafi valdið fjölda slysa. Þá sé rök- rétt að setja í lög að hjólreiðamönn- um beri að nota hjálm. Slíkt hefur reyndar oft verið nefnt, en undirtekir verið misjafnar. „Það er svolítið merkilegt að hjólreiðamennirnir sjálfir hafa verið tortryggnir á skyldunotkun hjálma. Þeir segja að slíkt geti dregið úr áhuga fólks á hjólreiðum. Auk þess er vísað í rannsóknir um að hjálmarnir bjargi ekki öllu, sem er vissulega al- veg rétt. En þeir gera oft mikið gagn. Á bráðamóttökuna til okkar fáum við fjölda fólks sem hlotið hefur höfuð- áverka í reiðhjólaslysum þar sem hjálmnotkun hefði væntanlega af- stýrt miklu. Heilahristingur sem börn fá oft í svona slysum getur haft mjög alvarlegar afleiðingar; svo sem þroskatruflanir,“ segir Vilhjálmur Ari. Stýrið í kviðarholið Í reiðhjólaslysum er algengast að fólk detti og brotni eða bráki sig á öxl eða viðbeinsbrotni. Einnig gerist oft að fólk fái til dæmis stýri hjóls í kviðarhol og skaði milta eða nýra. „Reiðhjólaslysin eru eins ólík og þau eru mörg og fæst mjög alvarleg, sem betur fer. Í flestum tilvikum eru þetta aðeins skrámur og skrap en al- varlegu tilvikin eru samt þannig að við þurfum að hugsa hjólreiðamál á Íslandi upp á nýtt,“ segir Vilhjálmur Ari. Hann telur fráleitt að miðað sé við að þegar nýr Landspítali sé kom- inn í gagnið mæti 40% starfsmanna þangað gangandi eða á hjóli. Langt sé í land með að hjólreiðastígar á höf- uðborgarsvæðinu séu samgöngu- kostur jafngildur til dæmis akbraut- um auk þess sem umhleypingasöm veðrátta ráði því að bíllinn hljóti alltaf að verða ráðandi á Íslandi. Draum- sýnin um hjólreiðalandið megi ekki verða veruleikanum yfirsterkari. Þróaðri menning „Ef við berum okkur saman við Danmörku og Holland þá er hjól- reiðamenningin þar miklu þróaðri en hér á landi. Ytra er veðráttan líka miklu betri en hér og löndin renni- slétt. Því er mjög ólíku saman að jafna,“ segir Vilhjálmur Ari sem kveðst líka hafa áhyggjur af notkun léttra og hraðskreiðra hjóla. Á þeim nær fólk stundum 40-60 kílómetra hraða á klukkustund sem sé meira en flestum sé viðráðanlegt. Þá séu raf- magnshjól um margt ófullkomin þeg- ar horft er til öryggisþátta. Samfélag nútímans einkennist af spennu og hraða og í mörgu tilliti er lífið keppni um að komast yfir sem mest og lengst á skemmstum tíma. Út á slíkt ganga til dæmis keppnis- hjólreiðar sem margir stunda. Um inntak þeirrar keppni segist Vil- hjálmur Ari hafa vaxandi efasemdir. Vísar hann þar til þess að kvíði og spenna séu algengustu sjúkdómarnir sem fólk leiti með til heimilislækna. Í slíkum veikindum hafi samtöl og hug- ræn atferlismeðferð oft gefið góða raun; að fólki læri að núllstilla hug- ann, til dæmis með því að fara út í náttúruna og hreyfa sig. Tímakvarðar springa „Þarna ættu hjólreiðar að koma inn sem góður kostur. En nú virðast sem flestir tímakvarðar séu að springa. Fólk þarf að komast hraðar og hraðar á hjólinu og þetta þróast út í spennu- og endorfínfíkn. Því mæli ég með gönguferðum sem hluta af nú- vitund,“ segir Vilhjálmur Ari. Hjólreiðaslys dulinn vandi Reiðhjólaslys eru algeng en lítið skráð. Hjólastígar þurfa að vera betri og hjálmanotkun ætti að setja í lög, segir læknir sem telur hraða í sportinu of mikinn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ræs Keppendur í hjólreiðakeppninni KIA-Gullhringnum taka af stað austur við Laugarvatn á dögunum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Læknir Fólk þarf að komast hraðar og hraðar á hjólinu og þetta þróast út í spennu- og endorfínfíkn, segir Vilhjálmur Ari sem starfar á bráðamóttöku. Landkönnunarhátíð verður haldin á Húsavík 20.-23. september og er þetta í fjórða sinn sem til hennar er efnt. Samhliða hátíðinni veitir Könn- unarsafnið, The Exploraton Museum in Husavik - landkönnunarverðlaun kennd við Leif Eiríksson, The Leif Er- ikson Award, til þriggja einstaklinga sem hafa unnið afrek á sviði land- könnunar Aðalræðumaður hátíðarinnar þetta árið er David Concannon sem stýrði kafbátaleiðangri að flaki RMS Titanic, en myndirnar úr leiðangri hans hafa verið notaðar í fjölda heimildarmynda og sjónvarpsþátta og eru helsta heim- ild um flak skipsins. Hann leiddi síðar leiðangur á vegum Jeff Bezos, stofn- anda Amazon, til að sækja eldflauga- hreyfla Apollo 11 á botn Atlantshafs- ins og eru þeir nú til sýnis hjá Flugminjasafninu í Seattle. Einnig mun Amelia Earhart yngri segja sög- una af hnattflugi sínu í kjölfar flugs nöfnu sinnar sem hvarf yfir Kyrrahaf- inu árið 1937. Earhart yngri lauk hnattflugi á eins hreyfils Pilatus PC-12 í júlí 2014 og fylgdi leið nöfnu sinnar. Þá mun Clive Oppenheimer eldfjallafræðingur fjalla um bók sína Eruptions that Shook the World en kvikmyndin Into the Inferno var byggð á bók hans. Í ár verður jafnframt efnt til geim- faraþjálfunar á Húsavík samhliða há- tíðinni til að minnast þáttar Íslands í æfingum tunglfaranna, en hálf öld er á næsta ári frá fyrstu lendingu manna á tunglinu. „Allir tunglfararnir voru karlmenn, en við munum bjóða fimm konum frá Evrópu og Ameríku að þjálfa hér á landi að þessu sinni undir handleiðslu innlendra og erlendra vísindamanna á þessu sviði,“ segir Örlygur Hnefill Ör- lygsson, stofnandi Könnunarsafnsins. Tunglið og heimur í deiglu á hátíð á Húsavík Veita verðlaun til landkönnuða Ljósm/Aðsend Könnunarsafn Frá afhjúpun minnismerkis um tunglfarann Neil Armstrong á Húsavík fyrir nokkrum árum en þangað mættu m.a. börn hans og barnabörn frá Bandaríkjunum. Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Útsalan í fullum gangi 30-60% afsláttur af völdum vörum Undirföt • Sundföt • Náttföt • Sloppar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.