Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Segja má að Olgeir Engilbertsson í Nefsholti og Weapon-jeppinn hans séu nánast orðnir hluti af landslag- inu á Landmannaafrétti. Nú er að ljúka 57. ferð Olgeirs þangað í fjár- leitir og þeirri 42. sem hann fer á 65 ára gömlum jeppanum. Olgeir er að- eins eldri en jeppinn, fæddur 1936, og varð 82 ára í sumar. Síðasti smaladagurinn í fyrstu leitum var í gær og í dag verður réttað í Áfanga- gili eftir göngur síðan á föstudag. Samkvæmt gamalli hefð var lagt af stað á föstudegi í 22. viku sumars. „Það er eitthvað búið að þvælast á honum hérna,“ sagði Olgeir um Weapon-jeppann. „Ég fékk hann 1977 og átti annan eins í tíu ár á und- an þessum. Sá var orðinn sundur- ryðgaður. Þessi var langtum heil- legri.“ Upphaflega hersjúkrabíll Olgeir segir að þessir bílar hafi upprunalega verið notaðir sem sjúkrabílar hjá bandaríska hernum, meðal annars í Kóreustríðinu. Þegar Olgeir fékk bílinn sem hann á nú var í honum biluð bensínvél. Hann færði vélina úr ryðgaða bílnum yfir í þenn- an. Á endanum gaf hún sig og árið 1981 var sett Ford-dísilvél í Weap- oninn og hún gengur enn. Vélin var farin að bræla mikið í fyrra en þá gaf kunningi Olgeirs honum olíuverk sem var sett við. Nú reykir vélin ekki neitt. Á yngri árum tók Olgeir þátt í sjálfri smalamennskunni en nú sér hann um að flytja mat, gas, olíu og ýmsan búnað fyrir gangnamennina á milli áningarstaða. Ráðskonur sjá um matseldina fyrir úthaldið. Heil- margt fólk á öllum aldri tekur þátt í smalamennskunni. Olgeir segir að 50-60 manns og jafnvel fleiri mæti í matinn þegar flest er. Göngurnar voru degi lengri í gamla daga þegar réttað var í Rétt- arnesi. Það tók alveg daginn að reka safnið innan úr Sölvahrauni í Rétt- arnes. Eftir Heklugosið 1980 var svo mikill vikur þar út frá að það var ekki viðlit að reka féð þar yfir. Það hefði orðið svo sárfætt. Þá var farið að rétta inn frá og svo komu alvöru- réttir í Áfangagil 1984. Geimstöðin var fyrir geim Weaponinn var áður í eigu mjólk- ursamlagsins á Akureyri. Strákar sem unnu á verkstæðinu eignuðust bílinn og gerðu hann upp, settu á hann heilmikla toppgrind og fleira. Á hana er letrað „WEAPON 1953“ og „GEIMSTÖÐIN“. „Þetta var ekki beinlínis geimstöð til að senda út í geim heldur notuðu þeir bílinn til að fara á böll með fólk. Það var svoleiðis geim,“ sagði Olgeir um nafnið á jeppanum. Hann er farinn að geyma bílinn inni í hlöðu á veturna til að hlífa hon- um fyrir vetrarveðrunum. Olgeir segir að það sé spurning hvort hann og Weaponinn fari mikið oftar á af- réttinn, enda báðir orðnir nokkuð fullorðnir. „Þetta er orðinn eldgamall bíll sem fer að verða búinn. Samt hafa þeir nú margir gefið upp öndina fyrr en hann. Það hefur aldrei verið skipt um grind í þessum. Hún er svo mikið styrkt hásinga á milli. En þetta er þungt og fer hægt. Vegirnir hér á af- réttinum bjóða ekki upp á mikinn hraða en úti á þjóðvegunum er mað- ur alltaf fyrir. Það er ómögulegt,“ sagði Olgeir. Morgunblaðið/RAX Í Jökulgili Olgeir Engilbertsson og Weapon-jeppinn hans eiga að baki margar ferðir inn á Landmannaafrétt í tengslum við smalamennsku. Fyrri eigendur nefndu bílinn „GEIMSTÖÐINA“. Á Frostastaðahálsi Olgeir dregur kerru með vistum og búnaði fyrir gangnamennina. Jeppinn er líka fullhlaðinn. Tveir aldnir á afréttinum  Olgeir í Nefsholti, 82 ára, trússar fyrir gangnamenn á 65 ára jeppa Bólusetning gegn árlegri inflúensu hafin Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill vekja athygli á því að skipulögð bólusetning gegn inflúensu hófst á heilsugæslustöðvum mánudaginn 17. september 2018. Bóluefnið myndar mótefni gegn þremur inflúensuveirustofnum. Bóluefnið verndar gegn svonefndri svínainflúensu. Heilsugæslan hvetur alla í þeim forgangshópum sem Sóttvarnalæknir ráðleggur að láta bólusetja sig, að gera það sem fyrst Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig? • Öllum sem orðnir eru 60 ára • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum • Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu, sbr. ofantalið • Þunguðum konum Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald samkvæmt reglugerð nr. 225 / 2018. Fyrirkomulag bólusetningar getur verið mismunandi milli heilsugæslustöðva. Vinsamlegast leitið upplýsinga á vef Heilsugæslunnar www.heilsugaeslan.is, eða hafið samband við hlutaðeigandi heilsugæslustöð. Reykjavík, 18. september 2018 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Álfabakka 16, 109 Reykjavík sími 513 5000 www.heilsugaeslan.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.