Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Vefur stjórnarráðsins á netinu skartar á forsíðunni litmynd af stjórnarráðshúsinu gamla við Lækjargötu með styttunni af Krist- jáni IX Danakonungi í forgrunni. Í hægri hendi heldur hann á stjórn- arskránni sem hann færði lands- mönnum í fyrstu Íslandsheimsókn dansks konungs á þjóðhátíðinni 1874. „Með frelsisskrá í föður- hendi“ kvað þjóðskáldið Matthías Jochumsson. Á myndinni sést varla í styttu fyrsta íslenska ráðherrans, Hannesar Hafstein, sem er við hlið konungs hinum megin á blettinum fyrir framan húsið. Vafalaust er þetta einber tilviljun. Auðvitað er forsætisráðuneytið ekki af ásetn- ingi að hampa frekar gamla kóng- inum okkar en fyrsta ráðherranum og það á sjálfu hundrað ára afmæli fullveldisins. Sjónarhorn myndarinnar á vefn- um er hins vegar áhugavert sögu- lega séð. Sú var tíð að það var við- kvæmnismál fyrir Íslendinga hvert sjónarhornið var þegar myndir voru birtar af stjórnarráðshúsinu. Rifjum fyrst upp söguna af stytt- unum á stjórnarráðsblettinum. Fljótlega eftir að Kristján IX lést í lok janúar 1906 vöknuðu hug- myndir hér á landi um að minnast hans með einhverjum hætti. Helst var rætt um að gera af honum lík- neski, myndastyttu. Hann hafði alltaf sýnt þjóðinni fyllstu kurteisi og það var mikil lyfting fyrir Ís- land þegar hann heimsótti landið með fríðu föruneyti 1874. En and- staða var einnig við hugmyndina. Ýmsum þjóðlega þenkjandi mönn- um fannst ástæðulaust að fyrsti minnisvarðinn sem reistur væri eft- ir að Ísland fékk heimastjórn væri yfir danskan kóng. Inn í þetta spil- aði að um nokkurt skeið hafði stað- ið yfir fjársöfnun fyrir minnisvarða yfir Jón Sigurðsson forseta, leið- togann í sjálfstæðisbaráttunni, en til stóð að minnast aldarafmælis hans 17. júní 1911 með veglegum hætti. Hinir þjóðlegu sögðu að fyrst skyldi styttan af Jóni koma, svo mætti huga að kónginum. Jafn- vel mætti láta sér detta í hug að í stað styttu af Kristjáni IX yrði stofnaður velgjörðarsjóður. Og það gekk eftir að stytta af Jóni Sigurðsson eftir Einar Jóns- son myndhöggvara var afhjúpuð á aldarafmæli forsetans. Henni var valinn staður á stjórnarráðsblett- inum þótt sumum hefði þótt betur fara að láta hana standa á Austur- velli fyrir framan alþingishúsið eða á blettinum fyrir framan Mennta- skólann, þar sem Alþingi var haldið meðan Jón var á lífi. Fjórum árum síðar kom styttan af Kristjáni IX, einnig gerð af Einari Jónssyni. Tuttugu árum seinna var ákveðið að flytja Jón á Austurvöll og koma nýrri styttu Einars Jónssonar af fyrsta ráðherranum, Hannesi Haf- stein, fyrir á stjórnarráðsblettinum. Þannig stóðu mál þegar verið var að ræða hvernig minnast ætti hálfrar aldar afmælis heima- stjórnar 1954 en það var jafnframt tíu ára afmæli lýðveldisins þegar Íslendingar losuðu sig við danskan kóng í eitt skipti fyrir öll. Ein hug- myndin var að gefa út frímerki með mynd af stjórnarráðshúsinu á þessum tímamótum. Af því varð þó ekki að þessu sinni. Var frímerkið, sem sýnir húsið með íslenska fán- ann dreginn að hún og styttuna af Hannesi Hafstein á lóðinni þar fyr- ir framan, gefið út án sérstaks til- efnis síðla árs 1958. Ekki er kunn- ugt um að neinar umræður hafi þá orðið um þetta frímerki, hvorki hér á landi né í Danmörku. En þegar frímerkið var endurútgefið þremur árum seinna náði það athygli hins víðlesna danska síðdegisblaðs BT. Í frétt sem slegið var upp í byrjun apríl 1961 undir fyrirsögninni „Antidansk frimærke“ var fullyrt að „sá fjandskaparvottur í garð Dana sem enn verður vart á Ís- landi“ kæmi jafnvel fram í frí- merkjaútgáfu landsmanna. Var því haldið fram að Kristján konungur IX hefði beinlínis verið fjarlægður af frímerkjamyndinni. Í viðtali við Morgunblaðið nokkr- um dögum seinna vísaði fulltrúi ís- lensku póststjórnarinnar því á bug að nokkuð slíkt byggi að baki. Og Morgunblaðið taldi líklegra að „tæknilegar ástæður“ skýrðu fjar- veru Kristjáns IX á myndinni, enda væri húsið aðalatriði á frí- merkinu. Athugun á gögnum póststjórn- arinnar í Þjóðskjalasafninu sýnir að á ljósmynd Vigfúsar Sigurgeirs- sonar, sem notuð var við gerð frí- merkisins, eru aðeins húsið og styttan af Hannesi. Þar er engin ljósmynd þar sem sést í styttu kon- ungs. Fjarlægðin á milli minn- isvarðanna gæti auðvitað skýrt sjónarhornið sem ljósmyndarinn valdi, en hitt er sennilegra að aldr- ei hafi þótt koma til greina að hafa kónginn með – án þess að í því fel- ist endilega Danahatur. Frímerkið með höfuðstöðvum stjórnarráðsins og fyrsta ráðherranum var á sinn hátt sjálfstæðistákn og því hefur ekki þótt viðeigandi að kóngurinn spillti ímyndinni. Þegar sjónarhornið skipti máli  Danir ósáttir þegar kóngurinn sást ekki á frí- merki af stjórnar- ráðshúsinu Frímerkið Styttan af Kristjáni konungi IX sést ekki. Það þótti ýmsum Dön- um óhæfa og danska síðdegisblaðið BT hneykslaðist á því. Myndin á vefnum Á forsíðu stjórnarráðs- vefsins, stjr.is, er gamla danska kónginum hampað en ekki sést í fyrsta ráðherrann, Hannes Hafstein. Þetta hefði ekki þótt við hæfi á fyrstu árunum eftir stofnun lýðveld- isins. Nú leiðir enginn hugann að þessu. Ljósmynd/Sigfús Eymundsson. Stjórnaráðið Engar styttur voru við húsið í upphafi síðustu aldar. Núver- andi styttur við húsið komu 1915 (Kristján IX) og 1931 (Hannes Hafstein). Misty Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Stærðir 35-50 Verð frá 8.990 Ný sending fæst í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.