Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Vefur stjórnarráðsins á netinu skartar á forsíðunni litmynd af stjórnarráðshúsinu gamla við Lækjargötu með styttunni af Krist- jáni IX Danakonungi í forgrunni. Í hægri hendi heldur hann á stjórn- arskránni sem hann færði lands- mönnum í fyrstu Íslandsheimsókn dansks konungs á þjóðhátíðinni 1874. „Með frelsisskrá í föður- hendi“ kvað þjóðskáldið Matthías Jochumsson. Á myndinni sést varla í styttu fyrsta íslenska ráðherrans, Hannesar Hafstein, sem er við hlið konungs hinum megin á blettinum fyrir framan húsið. Vafalaust er þetta einber tilviljun. Auðvitað er forsætisráðuneytið ekki af ásetn- ingi að hampa frekar gamla kóng- inum okkar en fyrsta ráðherranum og það á sjálfu hundrað ára afmæli fullveldisins. Sjónarhorn myndarinnar á vefn- um er hins vegar áhugavert sögu- lega séð. Sú var tíð að það var við- kvæmnismál fyrir Íslendinga hvert sjónarhornið var þegar myndir voru birtar af stjórnarráðshúsinu. Rifjum fyrst upp söguna af stytt- unum á stjórnarráðsblettinum. Fljótlega eftir að Kristján IX lést í lok janúar 1906 vöknuðu hug- myndir hér á landi um að minnast hans með einhverjum hætti. Helst var rætt um að gera af honum lík- neski, myndastyttu. Hann hafði alltaf sýnt þjóðinni fyllstu kurteisi og það var mikil lyfting fyrir Ís- land þegar hann heimsótti landið með fríðu föruneyti 1874. En and- staða var einnig við hugmyndina. Ýmsum þjóðlega þenkjandi mönn- um fannst ástæðulaust að fyrsti minnisvarðinn sem reistur væri eft- ir að Ísland fékk heimastjórn væri yfir danskan kóng. Inn í þetta spil- aði að um nokkurt skeið hafði stað- ið yfir fjársöfnun fyrir minnisvarða yfir Jón Sigurðsson forseta, leið- togann í sjálfstæðisbaráttunni, en til stóð að minnast aldarafmælis hans 17. júní 1911 með veglegum hætti. Hinir þjóðlegu sögðu að fyrst skyldi styttan af Jóni koma, svo mætti huga að kónginum. Jafn- vel mætti láta sér detta í hug að í stað styttu af Kristjáni IX yrði stofnaður velgjörðarsjóður. Og það gekk eftir að stytta af Jóni Sigurðsson eftir Einar Jóns- son myndhöggvara var afhjúpuð á aldarafmæli forsetans. Henni var valinn staður á stjórnarráðsblett- inum þótt sumum hefði þótt betur fara að láta hana standa á Austur- velli fyrir framan alþingishúsið eða á blettinum fyrir framan Mennta- skólann, þar sem Alþingi var haldið meðan Jón var á lífi. Fjórum árum síðar kom styttan af Kristjáni IX, einnig gerð af Einari Jónssyni. Tuttugu árum seinna var ákveðið að flytja Jón á Austurvöll og koma nýrri styttu Einars Jónssonar af fyrsta ráðherranum, Hannesi Haf- stein, fyrir á stjórnarráðsblettinum. Þannig stóðu mál þegar verið var að ræða hvernig minnast ætti hálfrar aldar afmælis heima- stjórnar 1954 en það var jafnframt tíu ára afmæli lýðveldisins þegar Íslendingar losuðu sig við danskan kóng í eitt skipti fyrir öll. Ein hug- myndin var að gefa út frímerki með mynd af stjórnarráðshúsinu á þessum tímamótum. Af því varð þó ekki að þessu sinni. Var frímerkið, sem sýnir húsið með íslenska fán- ann dreginn að hún og styttuna af Hannesi Hafstein á lóðinni þar fyr- ir framan, gefið út án sérstaks til- efnis síðla árs 1958. Ekki er kunn- ugt um að neinar umræður hafi þá orðið um þetta frímerki, hvorki hér á landi né í Danmörku. En þegar frímerkið var endurútgefið þremur árum seinna náði það athygli hins víðlesna danska síðdegisblaðs BT. Í frétt sem slegið var upp í byrjun apríl 1961 undir fyrirsögninni „Antidansk frimærke“ var fullyrt að „sá fjandskaparvottur í garð Dana sem enn verður vart á Ís- landi“ kæmi jafnvel fram í frí- merkjaútgáfu landsmanna. Var því haldið fram að Kristján konungur IX hefði beinlínis verið fjarlægður af frímerkjamyndinni. Í viðtali við Morgunblaðið nokkr- um dögum seinna vísaði fulltrúi ís- lensku póststjórnarinnar því á bug að nokkuð slíkt byggi að baki. Og Morgunblaðið taldi líklegra að „tæknilegar ástæður“ skýrðu fjar- veru Kristjáns IX á myndinni, enda væri húsið aðalatriði á frí- merkinu. Athugun á gögnum póststjórn- arinnar í Þjóðskjalasafninu sýnir að á ljósmynd Vigfúsar Sigurgeirs- sonar, sem notuð var við gerð frí- merkisins, eru aðeins húsið og styttan af Hannesi. Þar er engin ljósmynd þar sem sést í styttu kon- ungs. Fjarlægðin á milli minn- isvarðanna gæti auðvitað skýrt sjónarhornið sem ljósmyndarinn valdi, en hitt er sennilegra að aldr- ei hafi þótt koma til greina að hafa kónginn með – án þess að í því fel- ist endilega Danahatur. Frímerkið með höfuðstöðvum stjórnarráðsins og fyrsta ráðherranum var á sinn hátt sjálfstæðistákn og því hefur ekki þótt viðeigandi að kóngurinn spillti ímyndinni. Þegar sjónarhornið skipti máli  Danir ósáttir þegar kóngurinn sást ekki á frí- merki af stjórnar- ráðshúsinu Frímerkið Styttan af Kristjáni konungi IX sést ekki. Það þótti ýmsum Dön- um óhæfa og danska síðdegisblaðið BT hneykslaðist á því. Myndin á vefnum Á forsíðu stjórnarráðs- vefsins, stjr.is, er gamla danska kónginum hampað en ekki sést í fyrsta ráðherrann, Hannes Hafstein. Þetta hefði ekki þótt við hæfi á fyrstu árunum eftir stofnun lýðveld- isins. Nú leiðir enginn hugann að þessu. Ljósmynd/Sigfús Eymundsson. Stjórnaráðið Engar styttur voru við húsið í upphafi síðustu aldar. Núver- andi styttur við húsið komu 1915 (Kristján IX) og 1931 (Hannes Hafstein). Misty Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Stærðir 35-50 Verð frá 8.990 Ný sending fæst í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.