Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 42
til Kanada eða Kaliforníu. Hlýi sjór-
inn berst að lokum til Suður-
Ameríku. Ástralía, Nýja Gínea,
Indónesía, Malasía, Filippseyjar,
Suðaustur-Afríka, Madagaskar og
norðausturströnd Suður-Ameríku fá
ekki þá úrkomu sem venjulega berst
frá hlýjum sjó. Hins vegar verða
flóð í Ekvador, Perú, á vesturströnd
Argentínu og suðvesturströnd
Bandaríkjanna. Hiti hækkar í Jap-
an, Kóreu og einnig í Vestur- og
Austur-Kanada. El Niño og afleið-
ingar hans eru reyndar aldrei alveg
eins tvisvar í röð og áhrifin á hann
frá Indlandshafi eru óljós.
Árið í ár hófst með veikum styrk
gagnfyrirbærisins „La Niña“. Kæl-
ingaráhrif þess dugðu ekki til að
draga úr framvindu hlýnunar. Fyrir
bragðið stefnir allt í að 2018 verði
hið heitasta frá upphafi mælinga.
Að sögn bandarísku haf- og veð-
urfarsstofnunarinnar (NOAA) eru
bæði El Niño og La Niña hluti af
ENSO-hringrásinni og ráða hita-
stigi sjávar og veðurmynstri sem
lofthiti á miðbaugssvæði Kyrrahafs-
ins getur valdið. Útilokað er að vita
nákvæmlega hver dæmigerð áhrif
vaxandi El Niño á veðurfar verða og
fleira hefur áhrif á hvernig veturinn
gæti orðið t.d. í Norður-Ameríku.
Þegar fyrirbærið er á bilinu að vera
í meðallagi og upp í öflugt verður til
visst veðurmynstur, með hlýrra
veðri en jafnan yfir vestur- og norð-
ursvæðum Bandaríkjanna og Kan-
ada, að sögn NOAA. Við þessar að-
stæður getur úrkoma yfir
Mexíkóflóa og Flórída orðið meiri
en í meðalári en minni en í meðalári
í Ohio-dalnum og Norðvestur-
Kyrrahafssvæðinu.
Samspil við gróðurelda
Þegar aftur á móti La Niña nær
yfirhöndinni verður svalara í Kyrra-
hafinu og afleiðingin öfug miðað við
El Nino. Ná áhrifin einnig til
margra heimshorna og valda til
dæmis flóðum í Perú og þurrki á
Vestur-Kyrrahafssvæðinu sem leitt
getur til gróðurelda.
Í nýrri rannsókn við háskólann í
Santa Barbara í Kaliforníuríki í
Bandaríkjunum hafa menn fundið
samspil milli El Niño og gróður- og
skógarelda. Hafa skógareldar verið
skæðir síðustu ár í Kaliforníu og
víðar. Í niðurstöðum sínum segja
vísindamennirnir að á svæðum þar
sem gæti tilhneigingar til elda eigi
loftslagsbreytingar eftir að auka á
eldhættuna.
Áhrif El Niño og La Niña eiga
eftir að aukast í framtíðinni og
verða grimmilegri víða um jarðir, að
sögn Þjóðvísindastofnunar Banda-
ríkjanna (NSF), vegna hlýnunar,
úrkomuáhrifa og aukinnar eldhættu
á gróðurlendi. Kemur þetta fram í
grein vísindamanna í Geophysical
Research Letters, tímariti félags
bandarískra jarðeðlisfræðinga. Þeir
segja að gróður- og skógareldar
sem kvikna fyrir áhrif La Niña í
suðvesturríkjum Bandaríkjanna eigi
eftir að verða bráðari. Öfugt við það
myndi kaldara loft og úrkomumeira
á sömu slóðum undir áhrifum El
Niño verða enn kaldara og enn
vætusamara sem aukið gæti á flóða-
hættu.
Kennt um plágur og byltingar
Sagt er að El Niño hafi átt þátt í
að skrifa mannkynssöguna. Heiti
straumurinn við Suður-Ameríku
hafi valdið spjöllum á uppskeru víða
um heim, kynt undir skógareldum
hér og hvar og sumir telji að hann
hafi átt meginþátt í flensuf-
aröldrum, öðrum plágum og bylt-
ingum svo lengi sem sögur herma.
Kom þetta fram í frétt í Morg-
unblaðinu í mars 1998 um ráðstefnu
ástralskra vísindamanna um El
Niño í borginni Canberra. Sagði
ráðstefnustjórinn Richard Grove, að
El Niño hefði átt sinn þátt í frönsku
stjórnarbyltingunni, svarta dauða á
14. öld og öðrum plágum síðastliðin
5.000 ár. Forsendur hefðu verið fyr-
ir byltingu í Frakklandi, en upp-
skerubrestur af völdum El Niño
hefði hrint henni af stað.
Hann sagði að El Niño fylgdi gíf-
urleg úrkoma á sumum svæðum og
við þær aðstæður þrifust flær og
moskítóflugur vel og rottum fjölg-
aði. Taldi hann að allir mestu inflú-
ensufaraldrar frá 1557 til 1900
tengdust El Niño og einnig bólusótt
og malaría. Á 17. öld fækkaði fólki á
Jövu um helming vegna mal-
aríunnar.
Óregluleg tíðni
Loks nefndi Grove kartöflumygl-
una og hungursneyðina á Írlandi
1845 en þá var El Niño mjög öfl-
ugur að hans sögn. Segir hann, að
hallæri og hungursneyð á Indlandi á
öldum áður hafi ávallt tengst El
Niño, sem hafi raskað hinum venju-
legu monsúnrigningum í landinu.
Hvert skeið El Niño og La Niña
varir um tólf mánuði en einstaka at-
burðir þeirra geta varað mun leng-
ur, jafnvel nokkur ár. Tíðni þessara
fyrirbæra getur verið mjög óreglu-
leg en þau gjósa að meðaltali upp á
tveggja til sjö ára fresti. Bregður El
Niño oftar fyrir en hinu öndverða
fyrirbæri La Niña.
El Niño þýðir lítill drengur, eða
Jesúbarnið, á spænsku. Það voru
upphaflega sjómenn á 17. öld sem
uppgötvuðu fyrirbærið undan
ströndum Suður-Afríku er sjórinn
hlýnaði venju fremur í Kyrrahafi.
Það gerðist jafnan í desember og
því fékk fyrirbærið jólabarnsnafnið.
Skírskotar nafngiftin jafnan til um-
fangsmikillar víxlverkunar hafs og
lofts í Mið- og Miðaustur-Kyrrahafi
sem tengist tímabundinni hlýnun yf-
irborðs sjávar. Talið er að veð-
ursveiflurnar sem fylgdu El Niño-
straumnum hafi verið mun minni
fyrr á tímum en nú hin síðari ár.
Þrátt fyrir nafngiftina hefur El
Niño engan fagnaðarboðskap í för
með sér. Fylgja þessu fyrirbæri
miklar veðrabreytingar víða um
heim og flestar slæmar.
Vaxandi hitabylgjur í höfunum
Það er fleira sem hefur áhrif á
veðurfar en El Niño og El Niña.
Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós
að hitabylgjur í höfunum og hækk-
andi sjávarhiti fara vaxandi um
jarðir allar. Dögum sem sjávar-
hitabylgjur gætu valdið eyðilegg-
ingu og usla hefur fjölgað tvöfalt á
35 árum. Og þeir eiga eftir að fimm-
faldast á núverandi hraða loftslags-
breytinga, að því fram kemur í um-
fjöllun um rannsóknirnar í nýjasta
hefti tímaritsins Nature. Þar segir
að jafnvel þótt mönnunum takist að
stöðva hlýnun lofthjúpsins vel niður
fyrir mörk loftslagssáttmálans frá
Parísarráðstefnunni muni hitabylgj-
um í höfunum engu að síður fjölga
verulega, þær vara lengur og aukast
að ákefð.
Í samanburði við hitabylgjur á
landi sem kostað hafa tugþúsundir
lífið frá upphafi aldarinnar hafa vís-
indamenn gefið sjávarhitabylgjum
lítinn gaum. Viðvarandi hlýnun sjáv-
ar niður á nokkurra metra dýpi get-
ur einnig haft eyðileggingu í för
með sér. Tíu vikna sjávarhitabylgja
undan vesturströnd Ástralíu árið
2011 splundraði til dæmis heilu vist-
kerfi og knúði fisktegundir af hefð-
bundinni veiðislóð lengra út í kald-
ari sjó.
Í annarri sjávarhitabylgju undan
ströndum Kaliforníu hlýnaði sjórinn
um 6°C og dró ekki úr hitanum fyrr
en eftir ár. Gekk bylgjan undir heit-
inu „Slettan“ en hún olli miklum
þörungablóma og leiddi til stöðv-
unar krabbaveiða og dauða sæljóna,
hvala og sjófugla. „Á síðustu áratug-
um standa sjávarhitabylgjur lengur
yfir og eru tíðari, víðtækari og ákaf-
ari,“ sagði Thomas Frolicher, við
AFP-fréttastofuna, en hann er aðal-
höfundur greinarinnar í Nature og
umhverfiseðlisfræðingur við háskól-
ann í Bern í Sviss. „Þessi þróun
mun vaxa enn frekar við frekari
hlýnun lofthjúpsins,“ bætti hann við.
El Niño gæti látið til sín taka í vetur
AFP
Bræðsla Sjómaður dælir sardínum yfir í verksmiðju í Lima í Perú. El Niño hefur oft haft áhrif á veiðar Perúmanna.
Veðurfyrirbærisins El Niño gætir á nokkurra ára fresti og hefur í för með sér veðurfarsbreyt-
ingar Einkennast þær af óvenjuhlýjum og næringarríkum sjó undan Ekvador og Perú
42 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018
BAKSVIÐ
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Uppsveifla veðurfyrirbærisins El
Niño í Kyrrahafi undir lok ársins
gæti valdið veðurfarstruflunum um
allan heim og hefur lofthjúpurinn þó
verið óvenjuheitur það sem af er ári.
Í nýjum spám um veðurhorfur í ver-
öldinni segir Alþjóðaveðurfræði-
stofnunin (WMO) 70% líkur á að
straumurinn spretti upp undir árs-
lok.
Reglubundnar hitasveiflur í aust-
anverðu Kyrrahafi kynda undir El
Niño sem valdið getur þurrki á sum-
um svæðum jarðar og ofurúrkomu
annars staðar. Í tilkynningu segist
WMO ekki búast við að áhrif El
niño í ár verði eins öflug og 2015 til
2016, en að þau muni engu að síður
verða alvarleg.
Vaxandi líkur eru á hærri yf-
irborðshita jarðar á næstum öllu
Asíu- og Kyrrahafssvæðinu, í Evr-
ópu, Norður-Ameríku, Afríku og
meðfram mestallri strönd Suður-
Ameríku, að sögn VMO. Und-
antekning frá þessu gæti orðið
svæði inni í landi í Suður-Ameríku,
Grænlandi, margar eyjar í Kyrra-
hafi og hluta Karíbahafsins. „Árið
2018 er á góðri leið með að verða
eitt hið allra hlýjasta frá því mæl-
ingar hófust,“ segir Petteri Taalas,
framkvæmdastjóri WMO, en víða
um heim var lofthiti í júlí og ágúst
einstaklega hár.
El Niño/Suðursveiflan (ENSO) er
náttúrufyrirbæri við miðbaug í
Kyrrahafi með sveiflum í yfirborðs-
hita sjávar og breytilegum loft-
straumum þar yfir. Hefur fyr-
irbærið haft mikil áhrif á
veðurfarsmynstur og hamfarir á
borð við flóð og þurrka víðsvegar
um heim, svo og hitastig í loft-
hjúpnum.
Kúvending á Kyrrahafi
Þegar El Niño brestur á verður
kúvending í veðurfari á Kyrrahafi.
Kaldir hafstraumar snúast í vestur,
þar sem heitir straumar eru venju-
lega, og þeir heitu fara í austur þar
sem þeir köldu ríkja yfirleitt. Stað-
vindar á Kyrrahafi veikjast og
þjappast og snúast við. Sterkari
vindar blása úr vestri, sem eykur
áhrifin í hafinu. Hlýr sjór færist í
austur svo að dregur úr hitamismun
milli austurs og vesturs. Skotvind-
arnir í háloftunum færast sunnar og
taka með sér óveður, sem venjulega
yrðu ekki á leið þeirra og bera þau