Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 setti embættismaður innanríkisráðu- neytisins. Þykir þetta stöðuhækkun, þótt nýja staðan sé ekki jafnáberandi, og hækkar Maassen einnig í launum. Fjölmiðlar jafnt til hægri og vinstri gagnrýndu þessa málamiðlun. Í blaðinu Bild sagði að ekki væri „að finna betra dæmi um pólitík, sem enginn venjulegur maður skilur“. „Ríkisstjórninni bjargað, traustinu grandað,“ sagði í tímaritinu Der Spiegel. Græningjar, frjálsir demókratar, vinstrimenn gagnrýndu samkomu- lagið á svipuðum nótum. Einnig kom hörð gagnrýni úr röðum stjórnar- flokks sósíaldemókrata. „Maassen fær stöðuhækkun fyrir afglöp sín í embætti,“ skrifaði Sigmar Gabriel, fyrrverandi utanríkisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, í tísti. Þrír flokkar mynda stjórnina, kristilegir demókratar, CDU, systur- flokkur þeirra í Bæjaralandi, CSU, og sósíaldemókratar, SPD. Sósíaldemókratar fóru þegar fram a afsögn Maassens, en Horst Seeho- Ríkisstjórn Angelu Merkel Þýska- landskanslara uppskar í gær harða gagnrýni vegna málamiðlunar, sem ætlað er að lægja öldurnar í deilu stjórnarflokkanna vegna Hans- Georgs Maassens, yfirmanns leyni- þjónustunnar, sem fer með innan- landsmál og á meðal annars að hafa eftirlit með öfgahreyfingum. Forustumenn stjórnarflokkanna þriggja ákváðu á þriðjudag að leysa Maassen frá embætti. Stangaðist á við orð Merkel Styrinn stendur um ummæli þar sem Maassen dró í efa umfang kyn- þáttaofbeldis, sem braust út í borg- inni Chemnitz í Saxlandi í ágúst. Merkel harmaði árásir ofbeldis- manna og nýnasista á útlendinga í borginni. Var árásunum líkt við veið- ar. Maassen lét hins vegar að því liggja að myndskeið af árásunum væru fölsuð og dró í efa að slíkar árásir eða „veiðar“ hefðu átt sér stað. Maassen var þó ekki rekinn, heldur færður til og mun nú verða einn hæst fer, innanríkisráðherra og leiðtogi CSU, studdi Maassen. Sviptingar á stjórnarheimilinu Seehofer gagnrýndi ákvörðun Merkel um að hleypa flóttamönnum inn í Þýskaland árið 2015 og hefur verið grunnt á því góða milli þeirra síðan. Deila þeirra um innflytjenda- mál olli nærri stjórnarslitum í sumar, en að lokum fannst málamiðlun. Einnig ríkir tortryggni milli CDU og SPD, en ágreiningurinn milli Merkel og Seehofer er mun djúpstæðari. Þar við bætist að í október standa kosningar fyrir dyrum í Bæjaralandi þar sem mikið fylgistap blasir við flokki Seehofers ef marka má skoð- anakannanir. Seehofer er þeirrar hyggju að veika stöðu flokksins í Bæjaralandi og uppgang flokksins Annar kostur fyrir Þýskaland, AfD, megi rekja beint til ákvörðunar Mer- kel um að opna landamærin fyrir þremur árum. Gjaldi CSU afhroð í kosningunum mun enn hrikta í stoð- um á stjórnarheimilinu. AFP Umdeild málamiðlun Hans-Georg Maassen var vikið úr stöðu yfirmanns þýsku leyniþjónustunnar, en hækkaður í tign. Gagnrýna málamiðlun vegna njósnaforingja  Foringi leyniþjónustu sviptur embætti og hækkaður í tign Thomas Borgen, bankastjóri danska bankans Danske Bank, lét í gær af störfum og sagði að skýrsla um ásak- anir um peningaþvætti bankans sýndi að hann hefði farið út af spor- inu. Í fréttum hefur komið fram að víð- tækt peningaþvætti hafi átt sér stað í gegnum útibú bankans í Eistlandi. Bankinn kvaðst hafa rannsakað færslur að verðmæti 1.500 milljarða evra (26.000 milljarða króna) á reikningum 15.000 viðskiptavina með heimilisfesti utan Eistlands á milli 2007 og 20015. 6.200 þessara reikninga hefðu reynst grunsamleg- ir og athygli yfirvalda verið vakin á flestum þeirra. Kvaðst bankinn ekki geta hent reiður á hversu mikil hluti hefði verið peningaþvætti né ná- kvæmlega hvaðan peningarnir komu. 23% hefðu þó komið frá Rúss- landi. Sagði í skýrslunni að stjórn bankans hefði ekki brotið lög. Danska fjármálaeftirlitið sagði í gær að bankinn hefði afvegaleitt það og gagnrýndi hann harðlega. Stjórnvöld í Aserbaídsjan, fjöl- skylda Vladimírs Pútíns Rússlands- forseta og rússneska leyniþjónustan FSB eru meðal þeirra sem sagt er að hafi þvegið fé í bankanum. Afsögn vegna peningaþvættis  Bankastjóri Danske Bank farinn frá AFP Afsögn Thomas Borgen, fyrrver- andi bankastjóri Danske Bank. Mbabane. AFP. | Þegar íbúar Afr- íkuríkisins eSwatini ganga til kosn- inga á morgun er lítilla breytinga að vænta. Konungur landsins, Mswati III., er alvaldur og velur sér forsætisráðherra og aðra ráð- herra. Engir stjórnmálaflokkar taka þátt og stendur valið á milli frambjóðenda í 59 einmenningskjör- dæmum. Þar við bætast tíu kon- ungsskipaðir þingmenn. Landið hét áður Svasíland, en fyrr á árinu var nafninu breytt í eS- watini. Það liggur milli Suður-Afr- íku og Mósambík. Landið fékk sjálf- stæði 1968, á fæðingarári konungs- ins. 1973 bannaði faðir hans, Sobhuza II., stjórnmálaflokka og færði öll völd í hendur konungs. Flokkar voru leyfðir á ný 2005, en fá þó ekki starfsleyfi. Mswati varð konungur 18 ára. Eiginkonur hans eru 14, en konur föður hans munu hafa verið 70. Á hann rétt á að velja sér nýja eig- inkonu á hverju ári þegar reyrdans- inn fer fram og þúsundir berbrjósta jómfrúa stíga fyrir hann dans. Fátækt er mikil í landinu og tíðni HIV-smitana er óvíða meiri. Í kosn- ingabaráttunni hafa fundir og mót- mæli verið kveðin niður af hörku. AFP 32 ár við völd Mswati III., konungur eSwatini, við hinn árlega reyrdans. Gallaðar kosning- ar í konungsveldi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.