Morgunblaðið - 20.09.2018, Side 53

Morgunblaðið - 20.09.2018, Side 53
53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 Haust 2018 Brew Dog opnað í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Hrátt og töff Hönnun staðarins er sérlega svöl og veggskreytingarnar eru algjört æði. Ferskt Meðal þess sem boðið er upp á er kræklingur. Úrval Mikið úrval af bjór er í boði eins og vera ber. Góður biti Mikið hefur verið lagt í matseðilinn. Kolkrabbinn Listaverk eftir Lindu Ólafsdóttir prýðir staðinn. Það hefur ríkt töluverð eftirvænting vegna opnunar Brew Dog í Reykjavík en staðurinn verður opnaður á morgun kl. 17. Fyrir þá sem ekki eru með á hreinu hvað Brew Dog er þá er um að ræða byltingarkennt skoskt brugghús sem er af mörgum talið fremst meðal jafningja. Brew Dog er með útibú úti um allan heim, deilir uppskriftum sínum óhikað með aðdáendum sínum og er í alla staði mikill frumkvöðull í breyttri bjórmenningu og uppgangi svonefndra kraft bjóra. Brew Dog er í senn bar og veitingastaður og hefur vöxtur fyrirtækisins verið mikill frá stofnun þess árið 2007 en fyrirtækið hefur fjármagnað sig að mestu með hópfjármögnunun og skipta hluthafar þess þúsundum. Tilhlökkun Margir hafa beiðið opnunar Brew Dog með eftirvæntingu en fyrirtækið hyggur á landvinninga víðar. Reykjavík special Stuðst er við hinn hefðbundna Brew Dog matseðil en ansi miklu bætt við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.