Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018
✝ Haraldur GísliSigfússon
fæddist að Stóru-
Hvalsá í Hrútafirði
í Strandasýslu 21.
september 1925.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítal-
ans við Hringbraut
11. september
2018, eftir skamma
sjúkrahúslegu.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigfús Sigfússon
bóndi, f. 7. ágúst 1887 að Eyj-
um í Bjarnarfirði á Ströndum,
d. 29. janúar 1958, og Kristín
Gróa Guðmundsdóttir hús-
móðir, f. 8. október 1888, d. 15.
febrúar 1963.
Haraldur var einn af 14
systkinum og eru tvö þeirra
enn á lífi. Þau eru: Guðmundur,
f. 1912, Hans Hallgrímur, f.
1913, Lárus, f. 1915 og er enn á
lífi, Anna Helga, f. 1918 og er
einnig ennþá á lífi, Steingrímur
Matthías, f. 1919, Salóme, f.
1920 lést á fyrsta ári, Guðrún
Sigríður, f. 1921, Eiríkur, f.
1923, Garðar, f. 1924, Haraldur
Gísli, f. 1925, Sólbjörg, f. 1927,
Guðbjörg María, f. 1929, Sal-
óme Sigfríður, f. 1932, og Þor-
björn Sigmundur, f. 1934.
Haraldur giftist 21. septem-
ber 1950 Ragnheiði Jóhannes-
Harald Gísla, f. 14.8. 1989,
maki Stella Stefánsdóttir.
Langafabörnin eru 14; sex
drengir og átta stúlkur á aldr-
inum 10 daga til 16 ára.
Haraldur ólst upp á Stóru-
Hvalsá fyrstu árin við öll al-
menn sveitastörf. Upp úr ferm-
ingu fór hann að vinna við
vegavinnu á sumrin. Í byrjun
stríðs þegar hann ætlaði að
halda áfram námi við Reykja-
skóla var skólinn hersetinn,
sem kom í veg fyrir frekari
skólagöngu sem nokkru næmi.
Um tvítugt keypti hann vörubíl
og árin þar á eftir var hann
mest í vegavinnu í Skagafirði.
Árið 1946 fluttist hann til
Reykjavíkur og vann við ýmis
störf en fór síðan að aka leigu-
bíl vorið 1948, sem varð að-
alstarf hans allt til ársins 2000.
Fyrst var hann á Litlu bílastöð-
inni en frá 1951 og eftir það
hjá Hreyfli og var þar alla tíð í
ýmsum félagsstörfum, söng,
nefndum og ráðum. Árið 1978
og árin þar á eftir lærði hann
píanóviðgerðir og stillingar hjá
Pálmari Ísólfssyni og vann síð-
an við það í aukavinnu eftir
það, allt fram á síðustu ár.
Árið 1948 kynntist hann
eiginkonu sinni og keyptu þau
fyrstu íbúð sína á Grettisgötu
16b. Haustið 1958 fluttu þau
inn í nýja íbúð að Álfheimum
44 og bjó Haraldur þar til ævi-
loka.
Útför Haraldar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 20.
september 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
dóttur, f. 30.
desember 1919, d.
4. ágúst 2010, hús-
móður í Reykjavík,
f. að Svínhóli í
Dalasýslu.
Börn þeirra eru:
1) Hreinn Haralds-
son, f. 24.6. 1949,
fv. vegamálastjóri,
eiginkona hans er
Ólöf Erna Adams-
dóttir, f. 22.2.
1952, kennari og leiðsögu-
maður. Þau eiga þrjú börn;
Guðrúnu Rögnu, f. 25.11. 1975,
Hjördísi Láru, f. 18.2. 1979,
maki Bragi Ólafsson, og Hjalta
Þór, f. 1.3. 1984, maki Fanný
Rut Meldal. 2) Hanna Dóra
Haraldsdóttir, f. 30.1. 1951,
bókari, eiginmaður hennar er
Bjarni Jón Agnarsson, f. 25.4.
1950, rafeindavirki. Þau eiga
tvo syni; Róbert Viðar, f. 19.7.
1972, maki Guðný Maren Vals-
dóttir, og Harald Agnar, f. 5.5.
1975, maki Hanna Signý Guð-
mundsdóttir. 3) Sigfús Birgir
Haraldsson, f. 18.8. 1954, bif-
vélavirki, eiginkona hans er
Hanna Jóhannsdóttir, f. 11.10.
1954, sjúkraliði. Þau eiga þrjú
börn; Hafdísi Eddu, f. 5.11.
1974, maki Halldór Björnsson,
Heiðu Hrönn, f. 17.7. 1980,
maki Jón Þór Önundarson, og
Elsku pabbi, það er svo margs
að minnast þegar kveðjustundin
rennur upp. Ég á svo margar
dýrmætar minningar um þig eft-
ir langa samveru frá barnæsku
til dauðadags.
Fyrstu minningar mínar eru
frá æskuheimilinu á Grettisgötu,
þegar þú sast á rúmstokknum á
hjónarúminu meðan mamma var
að ljúka við að elda kvöldmatinn.
Þú spilaðir öll fallegu lögin sem
þú elskaðir á harmonikkuna og
við börnin kúrðum í rúminu og
hlustuðum á þig spila og dilla þér
eftir tónfallinu.
Þú varst leigubílstjóri mestall-
an þinn starfsaldur og vannst
alltaf mikið. Þú fórst út snemma
á morgnana og komst heim seint
á kvöldin og undir morgun um
helgar. Mamma var heima og sá
um bú og börnin þrjú en þú
komst alltaf heim í mat. Þið
keyptuð síðar íbúð í Hreyfils-
blokkinni í Álfheimum og þú
tókst þátt í byggingarvinnunni
og man ég eftir þér að hlaða upp
múrsteinum í vegg á milli eld-
húss og stofu.
Einu sumarfríin sem þú tókst
var að skreppa nokkra daga á ári
í heimsóknir í Skrúð til Önnu
systur þinnar, vestur í Dali á
æskuslóðir mömmu og norður í
Hrútafjörð á þínar æskustöðvar.
Við Hreinn vorum mjög ung þeg-
ar við vorum svo heppin að fá
dvöl í sveit á sumrin, ég vestur í
Dölum og Hreinn norður í
Hrútafirði. Eftir það voru ferð-
irnar ykkar mömmu og Bigga,
litla bróður, farnar til að keyra
okkur og sækja í sveitina. Þér
var alltaf svo umhugað um bílana
þína að þú fórst strax við komuna
í Dalina niður að Miðá til að þvo
bílinn þinn. Síðan fórstu í Hrúta-
fjörðinn og fékk ég að fara með.
Meðan Kristín amma var á lífi
dvöldum við hjá henni í gamla
húsinu á Stóru-Hvalsá og þá
fórstu alltaf með okkur krakkana
niður í fjöru og sagðir okkur sög-
ur frá því þegar þú lékst þér þar
sem lítill strákur. Við fórum síð-
an að Kolbeinsá að hitta bróður
þinn og hans fjölskyldu og var
mikið talað.
Árið 1974 var hringvegurinn
opnaður og þú bauðst okkur
Bjarna og Róberti með ykkur
mömmu í ferð hringinn í kring
um landið. Við fórum norðurleið-
ina, en það fór að rigna mikið
þegar við vorum komin upp á
Hérað og þú vildir drífa þig í bæ-
inn og dagarnir sem það tók þig
að aka hringinn voru bara þrír.
Þú keyrðir hringinn aldrei aftur.
Þegar við börnin vorum upp-
komin fóruð þið mamma í ýmis
ferðalög erlendis, bæði tvö ein og
með okkur fjölskyldunni. Barna-
börnin voru alltaf svo ánægð
þegar þið voruð með okkur í frí-
um.
Þið voruð mjög ánægð með af-
komendahópinn ykkar og þú
sagðir oft hvað það gleddi þig að
ættinni skyldi vera haldið við. Þið
mamma voruð alltaf tilbúin að
passa fyrir okkur og var þá spil-
að á spil, þú lékst á píanóið og
mamma bakaði pönnukökur.
Þegar mamma veiktist hættir
þú leigubílaakstrinum og sinntir
henni vel, en gafst þér samt tíma
til að sinna píanóstillingum og
hestamennsku þegar færi gafst.
Þegar mamma dó fyrir átta
árum varð mikil breyting á lífi
þínu. Þú tókst því með æðruleysi
og varst duglegur að taka þátt í
félagsstarfi aldraðra til síðasta
ævidags og bjarga þér sjálfur
með heimilisstörfin.
Elsku pabbi, ég vil fyrir hönd
fjölskyldunnar þakka þér fyrir
allt sem þú varst okkur og bið
góðan guð að blessa þig.
Hanna Dóra Haraldsdóttir.
Lifðu lífinu lifandi! Þau orð
áttu svo sannarlega við um minn
elskulega tengdapabba Harald
Sigfússon, sem skipaði svo stór-
an sess í lífi okkar hjóna. Birgir
og pabbi hans voru í góðu sam-
bandi nánast daglega um tugi
ára. „Hvernig ertu í dag?“ „Bara
nokkuð góður,“ var oftast svarið.
Sjaldnar var svarið: „Ég var nú
hálflélegur í morgun, en fór nú
samt í matinn í hádeginu á Vita-
torg,“ en þannig var einmitt
svarið hjá Halla þennan sunnu-
dag, 9. september sl. Alltaf
spurði hann hvað væri að frétta
af okkur fjölskyldunni. Jú, þenn-
an daginn voru það góðar fréttir,
lítil langafastelpa hafði fæðst um
nóttina, og var hann aldeilis glað-
ur að heyra af því.
Þessi einstaki Strandamaður
var nú helst lítið heima hjá sér
nema yfir blánóttina. Var farinn
út á miðjum morgni alla daga, því
hann sótti svo mikið í félagsskap
við aðra, var fljótur að kynnast
fólki og elskaði að spjalla um
heima og geima. Hann hafði
gaman af að spila á spil með fólk-
inu í Langholtskirkju og á Vita-
torgi. Halli keypti sér nýjan bíl
fyrir stuttu og var hann aldeilis
ánægður með að fá sér að þessu
sinni bíl með bakkmyndavél,
annars hafði hann íhugað að fá
sér rafmagnsbíl, sem því miður
gekk ekki upp í hans tilfelli þar
sem hann bjó í fjölbýlishúsi.
Halli var í leigubílaakstri hjá
Hreyfli lengst af og söng þar
bæði í kór og kvartett. Hesta-
mennsku stundaði hann alla tíð
og bæði byggði sér hesthús og
keypti önnur. Birgir og Heiða
barnabarn Halla voru einnig með
honum í hestamennsku núna á
seinni árum. Tengdapabbi var
mikið í ýmsum félagsstörfum alla
tíð og hin síðari ár einnig mikið í
píanóstillingum og píanóviðgerð-
um.
Margar ferðir fórum við fjöl-
skyldan með þeim hjónum Halla
og Rögnu, bæði innanlands og
utan, og eigum við margar góðar
minningar um þær ferðir. Hann
naut þess að ferðast og merkilegt
hvað hann gat gert sig skiljanleg-
an í hvaða landi sem var. Mikið
var nú gaman að fylgjast með
honum þegar götusalar voru að
reyna að pranga inn á hann ein-
hverju dóti, t.d. dúkum, og hafði
hann mikið gaman af að prútta
við sölumennina, oft með miklum
handahreyfingum, þótt hann tal-
aði alltaf aðeins sitt „ástkæra yl-
hýra mál“. Honum tókst oft að
lækka verðið svo mikið að sölu-
menn fengu oft lítið sem ekkert
fyrir sitt, þegar vel tókst til hjá
Halla. En hvað hann var oft
skemmtilegur að ferðast með.
„Afi í Álfheimum“ eins og
hann var alltaf kallaður af barna-
og barnabarnabörnum sínum var
nær alltaf hress og skemmtileg-
ur, spilaði á píanó og söng, var
mikill gleðigjafi og var elskaður
og dáður af okkur öllum og hvar
sem hann kom. Halli var engum
líkur.
Blessuð sé minning Halla og
Rögnu, sem ég trúi að hafi tekið
vel á móti bónda sínum.
Hanna Jóhannsdóttir
(Lilla).
Haraldur tengdapabbi minn
var ekki alveg tilbúinn í þessa
ferð. Hann átti sitthvað ógert
enda lífsviljinn einlægur. Halli
var fremur gefinn fyrir framfarir
en kyrrstöðu, var glaðbeittur og
hress í bragði. Hann var ævin-
lega maður samstöðunnar, hvort
sem vinnufélagar áttu í hlut eða
fjölskylda.
Halli ólst upp á Ströndum, fað-
irinn frá Bjarnarfirði sem fann
sína konu og gott jarðnæði sunn-
ar, á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði.
Heimilið var stórt og vinna barna
við bústörfin sjálfsögð. Sýsl og
stundum basl og Haraldur tíundi
í röðinni af 14 systkinum.
Börnum og unglingum nú-
tímans þætti tæpast fýsilegt að
skera mó í eldinn, róa til fiskjar
og vitja hrognkelsa- eða silungs-
neta, veiða sel og lunda og sinna
dúntekju. Leikföngin voru líf-
ræn. Horn og skeljar. Matseðill-
inn var líka með öðrum brag.
Saltaður fiskur, selkjöt nýtt og
saltað, reyktur matur, sjófugl og
egg þeirra, súrmatur af fjöl-
breyttara taginu en vissulega ný-
meti inn á milli. Skepnufóður, svo
sem söltuð síld, þótti krökkunum
lostæti. Og svo var það tunnan
með léttsaltaða sellýsinu. Í hana
sóttu þau og fengu sér sopa, eins
og eina öðuskel, um leið og lýsinu
var bætt í heyið. Gríðarleg
hlunnindi voru af reka, en það
kostaði erfiði að sækja hann og
vinna.
Heimilislífið á Stóru-Hvalsá
var oft fjörlegt. Tónlist og söngur
hljómaði um bæinn. Það var allt-
af stutt í nikkuna, enda margir
liðtækir á því sviði. Þannig var
bernskan líka blíð og „mikið var
gaman að því“.
Halli gerði mikilvæg fyrstu
kaup á fararskjóta eftir ferm-
ingu. Það var hesturinn Gráni,
sem kostaði 120 kr. og reyndist
honum vel árum saman. Þá ætl-
aði Halli í Héraðsskólann á
Reykjum, hinum megin fjarðar.
Hann þurfti þó að sækja um lán í
Sparisjóðnum fyrir vistinni – en
lánsbeiðninni var hafnað. Árið
eftir var Ísland hernumið og
Reykjaskóli orðinn að fjölmennri
varðstöð með mörgum bröggum
og sjúkraskýli – og ekkert nám í
boði fyrir unga fólkið í sveitinni.
Hernámsárin breyttu lífinu í
landinu. Halli vann ýmis störf og
árið 1945 keypti hann sinn fyrsta
– en ekki síðasta – bíl. Það var
Ford-vörubíll, árgerð 1931 og
kostaði 8.000 kr. Það var drjúgt
dagsverk að keyra bílinn norður,
en hafðist. Því miður kviknaði í
vörubílnum nokkrum mánuðum
síðar og Halli missti aleiguna.
Síðar meir varð atvinnutækið
leigubíll á Hreyfli. Hann var 74 á
stöðinni. Halli kynntist Rögnu
sinni og hóf baráttu fyrir öruggu
og góðu húsnæði fyrir fjölskyld-
una. Árið 1958 fluttu þau í „bíl-
stjórablokkina“ í Álfheimum 44.
Halli átti djúpar rætur og
sterk tengsl við frændfólkið
norður í Hrútafirði og styrkti
þau með því að senda elsta son-
inn þangað í sveit um árabil.
Það hefur verið gefandi að
eiga samleið með Halla og taka
þátt í áhuga hans á lífi og fram-
förum fjölskyldunnar. Síðustu
langferðina fórum við í ágúst til
Akureyrar. Á heimleiðinni ók
Halli frá Hrútafirði til Reykja-
víkur. Þótti honum sú leið nú
margfalt styttri en þegar hann
fór norður með gamla Fordinn.
Ég er afar þakklát fyrir langa
og góða samfylgd með Halla
mínum.
Ólöf Erna.
Það er ljúfsárt að hugsa til
þess að við munum ekki líta aftur
inn hjá Halla afa í Álfheimum.
Þar leið okkur alltaf vel, enda
hlýjar móttökur og ætíð leitast
við að stjana við okkur og okkar
fjölskyldur. Það koma upp í hug-
ann svo margar góðar minning-
ar; næturgistingar hjá afa og
ömmu, hlusta á plötur í horninu
undir glugganum, leikur í hveiti-
og sykurskúffum, leikur með lest
og fótboltaspil, jólaboð, eldhús-
spjall og ís – sem mátti alltaf
treysta á að væri til. Og þarna
leið afa og ömmu líka vel. Afi,
sem alltaf var svo glaðlyndur og
brosmildur, bjó heima þar til
hann lést, tæplega 94 ára gamall.
Hann var sjálfstæður og dugleg-
ur og hafði ótrúlega orku þrátt
fyrir að vera kominn á háan ald-
ur, enda langlífi algengt í fjöl-
skyldu hans. Það var fallegt að
sjá hversu vel hann hugsaði um
ömmu í veikindum hennar, og að
fylgjast með honum eftir andlát
hennar með lífsvilja og gleði allt
til loka.
Afi hafði alltaf mikinn áhuga á
bílum og keypti nýjan bíl fyrir fá-
einum vikum sem hann var stolt-
ur af og ánægður með. Hann
starfaði sem leigubílstjóri í rúm-
lega 50 ár og bílar voru því mikil-
vægur hluti af lífi hans. Ávallt
var hann áhugasamur um okkar
bíla, boðinn og búinn að aðstoða
og ráðleggja þegar kom að við-
gerðum eða öðru sem sneri að
bílamálum barnabarna sinna.
Hestamennska var annað
áhugamál afa. Þegar við vorum
yngri fórum við stundum með
honum að líta eftir hestunum,
gefa þeim brauð og jafnvel á bak.
Afa þótt vænt um hestana sína
og sinnti þeim af alúð alla tíð.
Halli afi hafði góðan húmor og
smitandi hlátur, var skemmtilega
stríðinn, ófeiminn og bráðhnytt-
inn og gladdi svo marga í kring-
um sig með glaðværð sinni. Hann
var músíkalskur, spilaði til dæm-
is á píanó og harmónikku, söng
og samdi tónlist. Hann lærði
píanóstillingar og -viðgerðir og í
seinni tíð undi hann sér vel í því
að gera upp píanó. Það má segja
að tónlist hafi spilaði stóran þátt í
ævi hans. Hann settist reglulega
við píanóið þar sem hann spilaði
ýmis falleg lög, til að mynda eftir
sjálfan sig og Steingrím bróður
sinn. Það eru dýrmætar minn-
ingar sem við eigum um afa við
píanóið þar sem hann naut sín
svo vel.
Nú er afi kominn til Rögnu
ömmu. Söknuður okkar systkina
er mikill en við erum þeim ævin-
lega þakklát fyrir dýrmætar
samverustundir, hlýja nærveru
og umhyggju.
Blessuð sé minning elsku
Halla afa.
Guðrún Ragna, Hjördís Lára
og Hjalti Þór.
Elskaði yndislegi afi minn.
Ég get ekki komið því í orð
hvað mér þykir vænt um þig og
hvað ég er þakklát fyrir allar
okkar stundir fyrr og síðar. Það
er sárt að kveðja þig minn kæri
og við sem eftir sitjum þurfum að
horfast í augu við veruleikann án
þín, það mun án efa reynast okk-
ur mörgum erfitt. Þú varst stór-
brotinn persónuleiki og mikill
gleðigjafi, svo hér hefur myndast
mikið tómarúm, stórt gat í til-
veruna. Ekkert verður eins og
áður.
Ég á erfitt með að gera upp á
milli minninganna því allar eru
þær mér svo kærar. Úr Álfheim-
unum, á ferðalögum okkar vítt og
breitt innanlands og utan og svo
allar ómetanlegu stundirnar þeg-
ar þú heimsóttir mig austur fyrir
fjall. Við áttum óteljandi sam-
verustundir í gleði og sorg.
Þú varst svo skemmtileg og
ljúf blanda og kunnir svo vel að
njóta stundarinnar, ég virkilega
dáði þig afi minn. Þú barst þig
alltaf svo vel þrátt fyrir ýmsa
kvilla sem herjuðu á þig. „Hvern-
ig ertu afi minn?“ spurði ég þig
gjarnan, það stóð ekki á svari
sem var langoftast: „Ég er bara
nokkuð góður.“
Tónlist og hestar færðu þér
sérstaka og ómælda hamingju,
tónlistin var þér í blóð borin og
það var yndislegt að fylgjast með
þér hvernig þú gast horfið inn í
heim tónlistarinnar, lést ekkert
trufla þig og leyfðir okkur svo oft
að njóta með þér. Hestarnir voru
svona svipað dæmi, þú fórst í
annan heim, þú gast kallað hest-
ana þína til þín úr órafjarlægð í
haga, þótt þú hefðir ekki komið
við lengi, en það var líka boðið
upp á dekur, hestabrauð og þá
helst mikið af rúgbrauði það þótti
best og svo klór á góða staði.
Þú hafðir áhuga og skoðun á
flestu og fylgdist alltaf vel með
fréttum, endalaust gat maður
flett upp í þér. Breiddir alltaf
báða vængina yfir okkur ungana
þína og ræktaðir alla vel. Frænd-
rækinn, vinamargur og vinsæll
varstu afi minn og ég man hvað
ég var alltaf stolt að fá að fylgja
þér.
En síðasta stefnumót okkar
16. ágúst síðastliðinn er mér af-
skaplega dýrmætt, ég hafði verið
að sinna erindum í höfuðborginni
á sólríkum og fallegum degi og
datt í hug að heyra í þér og bjóða
þér út að borða. Við höfðum haft
frekar fáar stundir í sumar og ég
saknaði þín. Þá var minn maður
búinn að setja kartöflurnar yfir
klukkan 17.20 og það var glæný
lúða á leið í pott, ég bauð mér í
mat til þín og við áttum himneska
stund í eldhúsinu í Álfheimunum.
Á eftir skelltum við okkur svo í
bíltúr, það var klassískt hjá okk-
ur þetta kvöld, ísbúðin, til ömmu
í kirkjugarðinn og rúntuðum svo
í kvöldsólinni út á Gróttu, rædd-
um málin, montuðum okkur á
nýju bílunum okkar og áttum
virkilega notalega stund.
Ég er svo þakklát fyrir hvað
þið Dóri minn kunnuð alltaf vel
að meta hvor annan og voruð
miklir vinir, það var alltaf hlegið
og gert grín. Stelpurnar mínar
eiga svo ljúfar og skemmtilegar
minningar um langafa sinn sem
var alltaf til í að hafa gaman. Við
dáðum þig öll.
Ég ætla að horfa fram á veg-
inn og fagna lífinu og gleðinni
eins og þú kenndir mér.
Takk fyrir allt, elsku afi minn,
þú varst mér ómetanlegur í alla
staði og munt ávallt eiga sérstak-
an stað í hjarta mínu.
Þín
Edda.
Nú ertu farinn frá okkur,
elsku afi, og verður sárt saknað.
Þú gafst okkur svo margt og þú
varst alltaf svo jákvæður, hress,
svo réttsýnn og duglegur – þú ert
okkur öllum frábær fyrirmynd.
Tónlistin spilaði stórt hlutverk
í lífi þínu og þú smitaðir mig
snemma af þeim áhuga. Ein af
fyrstu minningum mínum er að
hlusta á þig spila á píanóið í Álf-
heimunum og ég að reyna að
glamra á það eftir á. Sem barn
var ég líka heillaður af aðferðum
þínum við píanóstillingar og
tækjum og tólum tengdum því.
Ég var oft í pössun hjá ykkur
elsku ömmu og ég á margar góð-
ar og hlýjar minningar frá þeim
tíma. Það var alltaf gleði hjá fjöl-
skyldunni þegar þú spilaðir undir
söng á píanó eða harmónikku.
Ættarmót Stóru-Hvalsárættar á
Borðeyri árið 2015, þar sem mik-
ið var sungið, ýtti mér í það að
Haraldur Gísli
Sigfússon
Sonur minn og bróðir okkar,
EYJÓLFUR VILHELM BÖÐVARSSON
Víkurgrund 1a, Kjalarnesi,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 29. ágúst.
Útför hefur farið fram.
Anna Margrét Sigurðardóttir
Sigríður Böðvarsdóttir
Guðlaug Böðvarsdóttir
Halldóra Böðvarsdóttir Jón Ingvason
og aðrir aðstandendur