Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 56
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018
✝ HrafnhildurMagnúsdóttir
fæddist í Reykjavík
18. febrúar 1938.
Hún lést á Landa-
koti 7. september
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guðbjörg
Erlendsdóttir hús-
freyja, f. 17. nóvem-
ber 1901, d. 17.
nóvember 1991, og
Magnús Pálmason bankaritari, f.
15. júní 1897, d. 28. nóvember
1985. Systur Hrafnhildur eru
Erla, f. 27. september 1927,
Sigurbjörg, f. 1. ágúst 1926 og
Kristín Jórunn, f. 16. maí 1925,
d. 3. mars 2018.
Hrafnhildur giftist Páli
Guðmundssyni, húsgagnasmiði
og innanhússarkitekt, 8. septem-
ber 1962. Börn þeirra eru: 1)
Guðmundur Pálsson, f. 25. maí
1963, maki Ragnheiður Þóra
Kolbeins, f. 1. apríl 1966. Dóttir
þeirra er Rósa Guðbjörg f. 12.
október 2004. Börn Guðmundar
eru Hrafnhildur Eva, f. 23. ágúst
1987, maki Hjalti Andrés Sigur-
björnsson f. 10. nóvember 1987,
dóttir þeirra er Heiða Margrét,
f. 15. febrúar 2018, og Gunnar, f.
19. maí 1988, maki Alma Rún
Vignisdóttir, f. 26. nóvember
1990, dóttir þeirra
er Kría, f. 19. jan-
úar 2017. Fóstur-
dóttir Guðmundar
er Aldís Margrét
Bjarnadóttir f. 4.
júní 1982. 2) Auður
Pálsdóttir, f. 21.
febrúar 1965, maki
Ingólfur Ásgeir Jó-
hannesson, f. 1. apr-
íl 1954. Börn Auðar
eru Páll Ágúst Þór-
arinsson, f. 29. janúar 1995, og
Bjargey Þóra Þórarinsdóttir, f.
7. október 1998. 3) Guðbjörg
Pálsdóttir, f. 6. janúar 1966,
dóttir hennar er Auður Páls-
dóttir f. 17. ágúst 2006.
Hrafnhildur var fædd og upp-
alin á Karlagötu 14 í Reykjavík.
Hún lauk gagnfræðaprófi og fór
stuttu síðar til Bandaríkjanna.
Eftir heimkomu vann hún í
Sjúkrasamlaginu en meginhluta
starfsævinnar vann hún í Verzl-
unarbankanum, sem síðar varð
hluti af Íslandsbanka. Hrafnhild-
ur vígðist í Oddfellow-regluna
1987, var kölluð í búðir 1997 og
var virkur félagi um langt ára-
bil.
Útför Hrafnhildar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 20.
september 2018, og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Í dag kveðjum við móður
okkar með miklum söknuði.
Hún sigldi frá ströndinni sem
við stöndum á í átt að sjóndeild-
arhringnum, að strönd sem við
sjáum ekki en vitum að er þar.
Hún náði þar landi hinn 7.
september síðastliðinn.
Mamma var skörp kona og
sterk og átti marga vini. Á upp-
vaxtarárunum voru líka vinir
okkar systkina ávallt velkomnir
og alltaf tekið vel á móti þeim.
Mamma var ekki strangur upp-
alandi nema kannski helst þeg-
ar kom að heimanáminu, þá var
enginn afsláttur gefinn. Þannig
var hún í senn hlý en staðföst,
allt eftir því hvað var okkur
fyrir bestu. Þá var hún líka
akkúrat í fjármálum, sérstak-
lega þegar kenna átti okkur að
fara með peninga.
Mamma var alltumvefjandi
húsmóðir sem kunni og gat það
sem þurfti til að reka fallegt
heimili.
Hún hafði ávallt góða yfirsýn
yfir hlutina og vildi vita hvað
væri fram undan. Þá reyndi
hún stöðugt að kenna okkur
mikilvægi þess að ganga alltaf
snyrtilega um og koma öllu á
sinn stað. Það hefur misjafn-
lega lærst. Hún vildi alltaf vita
af okkur, hvernig við hefðum
það og hvort hún gæti hjálpað
okkur. Við munum vel að á
meðan við bjuggum heima var
sama hve seint við komum
heim, þá var algert prinsipp að
segja góða nótt svo eftir væri
tekið og læðast svo upp á ris í
okkar rúm. Í því fólst traust
sem við lærðum af.
Mamma var hreinskilin kona
sem gat sagt hlutina á umbúða-
lausan hátt án þess að nokkur
móðgaðist. Gaman var að ræða
við hana pólitík enda fylgdist
hún alltaf vel með og alla tíð
máttu sjálfstæðimenn vita af
öruggum stuðningi hennar.
Mamma kenndi okkur að
sinna hverju verki af metnaði,
alúð og natni, eins og hún sagði,
því þá hefðu verkin allt annað
yfirbragð. Þar var hún skýr
fyrirmynd. Svo þegar við höfð-
um gert okkar besta var hún
óspör á hrósið og það hve stolt
hún væri af okkur. Við tökum
það með okkur.
Mamma var líka mikil og
flink handavinnukona sem sést
á útsaumsveggteppunum og öll-
um lopapeysunum sem hún
gerði. Hún var vandvirk og
metnaðarfull og lagði ríka
áherslu á að allt sem við tækj-
um okkur fyrir hendur gerðum
við vel og vandlega.
Mamma lagði mikið upp úr
fjölskyldunni og að við stæðum
alltaf saman og minnti okkur
reglulega á að fólk er ólíkt og
það væru fjölskyldumeðlimirnir
líka. En forgangsröðunin var
skýr. Fjölskyldan kemur fyrst
af öllu. Þetta höfum lært að
skilja og erum þakklát fyrir.
Mömmu fannst mikilvægt að
börn væru alin upp við að gera
sér dagamun, kunna að fara út
að borða, viðhafa fallega borð-
siði og sýna kurteisi. Hún hafði
lag á að létta stemninguna og
fannst gaman að hafa góðan
mat, fá gesti og kæra sig koll-
ótta um að „bara henda öllu út
um gluggann“. Þetta fylgir okk-
ur, þetta að sjá það jákvæða í
öllu og öllum og njóta augna-
bliksins.
Mamma trúði því að við
myndum skilja hvað væri rangt
og hvað væri rétt, hvað væri
gott og hvað ekki, en á meðan
við værum öll á sömu blaðsíðu,
gætum talað saman af hrein-
skilni, þá færi allt vel. Fyrir
það þökkum við.
Við kveðjum mömmu með
söknuði, en líka þakklæti fyrir
að hafa komið okkur til manns.
Guðmundur, Auður
og Guðbjörg
Í dag kveðjum við litlu syst-
ur okkar og það er okkur erfitt.
Það eru ekki nema rétt um sex
mánuðir frá því að við kvöddum
elstu systur okkar hana Kiddý
og nú er sú yngsta farin.
Hrafnhildur var mikill gleði-
gjafi og alltaf skemmtilegt í
kringum hana. Það verður mik-
ið tóm sem hún skilur eftir og
eigum við systur eftir að sakna
þess mikið að heyra ekki í
henni.
Við þökkum henni öll góðu
árin sem við áttum saman og
biðjum góðan Guð að blessa
hana.
Sigurbjörg (Bíbí) og Erla.
Það eru rétt rúm fimmtán ár
frá því ég kynntist tengdamóð-
ur minni, Hrafnhildi Magnús-
dóttur. Okkur samdi vel, vorum
ekki alltaf sammála um hlutina
enda höfðum við báðar
ákveðnar skoðanir á lífinu og
tilverunni. Hrafnhildur bar ætíð
hag fjölskyldu sinnar fyrir
brjósti og var sannur áhrifa-
valdur á alla fjölskyldumeðlimi.
Hrafnhildur var alltaf vel til
höfð og hafði gaman af því að
gleðja sig með nýjum fötum og
skóm. Hún ræktaði frændgarð
sinn vel og naut þess að spjalla
um fólk og ættartengsl. Mér
þótti dýrmætt að spjalla við
hana um fólkið mitt sem hún
sýndi mikinn áhuga og samvera
með henni og mömmu var alltaf
mjög skemmtileg.
Ferðalög voru henni hugleik-
in og þær voru ófáar aðventu-
ferðirnar með Oddfellow og
alltaf kom hún heim með eitt-
hvað til að gleðja ungmennin.
Hún ferðaðist víða með fjöl-
skyldu sinni og með vinkonum
sínum til heitari landa. Í minn-
ingunni finnst mér hún alltaf
hafa haft næstu ferð bókaða. Á
Landakoti ferðuðumst við með
aðstoð tækninnar, skoðuðum
kort af heiminum á spjaldtölv-
unni og ég sagði henni frá ferð-
um fjölskyldu minnar um
Frakklandi. Þetta svæði þekkti
hún og naut þess að skoða
myndir og rifja upp minningar.
Þau hjónin ferðuðust mikið um
í Evrópu með flugi og bíl. Ekki
var alltaf fyrirfram ákveðin
ferðaáætlun en þau pössuðu að
vera komin í náttstað fyrir
myrkur, settust inn á veitinga-
hús og nutu stundarinnar.
Mér fannst merkilegt þegar
hún sagði mér frá sauma-
klúbbnum sínum, að þær væru
löngu byrjaðar á því að hittast
á daginn, sætu yfir góðum veit-
ingum og spjölluðu fram að
kvöldmat. Ég hafði aldrei heyrt
það flottara. Ég hugsa mér gott
til glóðarinnar með mínum
saumaklúbbi síðar meir. Við
nutum þess báðar þegar ég
sagði henni frá mínum sauma-
klúbbi, þeim veitingum og
þeirri umgjörð sem þar var við
höfð.
Ég passaði mig á því að vera
nógu smámunasöm í útskýring-
um á því sem á borð var borið
og það var eins og hún teiknaði
umgjörðina upp í huga sér og
samgladdist.
Ég þekki engan sem hafði
jafn gaman af því að fylgjast
með kóngafólkinu í Evrópu.
Hún lá yfir blöðunum sem við
færðum henni frá ferðalögum
okkar og hún fylgdist vel með
öllu efni sem sjónvarpað var,
s.s. brúðkaupum kóngafólksins.
Hrafnhildur varð áttræð í
febrúar síðastliðinn og hélt
glæsilegt kvennaboð fyrir fjöl-
skyldu sína og vinkonur. Það
var alveg í hennar anda, haldið
á heimili hennar og frambornar
fallegar og góðar veitingar. Þar
naut hún stundarinnar og það
var yndislegt að hlusta á þegar
Bíbí systir hennar rifjaði upp
hvernig þær eldri systur um-
vöfðu hana kærleika frá fyrstu
tíð. Aldursmunurinn var þó-
nokkur og þær voru svo hrifnar
af litlu systur, skiptust á að
passa hana korter í senn svo
allar fengju þær að halda á
henni.
Bíbí sagði okkur einnig frá
því hvernig hún kenndi litlu
systur ameríska slagara, bara
allt sem herinn söng. Svo hlóg-
um við allar saman um leið og
við sungum lagið: „You are my
sunshine“.
Ég þakka samfylgdina, elsku
tengdamamma, og nú er það
okkar sem eftir lifum að halda
minningunni um stórbrotna
konu á lofti.
Ragnheiður Þóra.
Í dag kveðjum við Addý,
yngstu móðursystur okkar. Elst
var Kiddý, sem lést fyrr á
þessu ári. Eftir lifa Bíbí og
Erla.
Addý var lífsglöð og
skemmtileg og áttum við
frænkurnar margar góðar
stundir saman. Oft hittumst við
frænkur, þ.e. þær fjórar og við
dætur þeirra. Þá var glatt á
hjalla, sungið og spilaði Addý
undir á píanó.
Nú undanfarið komum við oft
í heimsókn til hennar á spít-
alann og var hún þá ávallt vel
snyrt og tilhöfð með varalitinn
og augnskuggann á sínum stað,
svo ekki sé talað um Chanel-
ilminn góða.
Addý var alltaf til í ferðalög
með skemmtilegu fólki og
snögg að bóka dagsetningar og
lendingartíma flugvéla, enda
mikið fyrir að hafa yfirsýn og
alla hluti á hreinu. Til dæmis
ætlaði hún að drífa sig með
okkur frænkum til Valencia í
október, en því miður förum við
án hennar.
Elsku Guðmundur, Auður,
Guðbjörg og fjölskyldur. Við
vottum ykkur okkar dýpstu
samúð. Móður ykkar verður
sárt saknað af okkur systra-
börnunum. Minningin mun lifa.
Björg og Guðbjörg Erla.
Sannarlega er sjónarsviptir
að góðri vinkonu minni Hrafn-
hildi Magnúsdóttur, sem er lát-
in eftir veikindi undanfarin
misseri. Harma ég hana mjög.
Árið 1960 kynntumst við er
við hófum störf um svipað leyti
hjá Verzlunarsparisjóðnum er
síðar varð Verzlunarbankinn í
Bankastræti.
Við vorum ungar að árum
þegar við kynntumst tilvonandi
eiginmönnum okkar, þeim Páli
Guðmundssyni og Magnúsi M.
Brynjólfssyni, en þeim varð vel
til vina.
Áttum við ánægjustundir á
heimilum okkar hvort sem var
á Kirkjuteigi, Tómasarhaga eða
í Búlandi. Einnig var gaman að
fara í Æskuminni, sumarhús
okkar hjóna, og voru það
dýrðarstundir okkar vinanna.
Árin liðu og Hrafnhildur og
Páll eignuðust börnin sín þrjú á
fáum árum. Hafa þau öll verið
foreldrum sínum til mikils
sóma, eru vel menntuð og vel af
Guði gerð.
Eftir að Hrafnhildur veiktist
hlúðu systkinin vel að móður
sinni enda kærleiksríkt sam-
band á milli þeirra.
Eftir að við vinkonurnar vor-
um orðnar ekkjur lögðumst við
í ferðalög. Við fórum oft til
Spánar, í margar aðventuferðir
til Trier í Þýskalandi, til Dan-
merkur og ógleymanlega ferð
að Gardavatninu á Ítalíu. Alltaf
var gott að vera í návist Hrafn-
hildar og var hún skemmtileg
kona sem hafði sérstaklega já-
kvætt og glatt viðhorf til lífsins
og naut hins fagra í kringum
sig.
Hrafnhildur var dugmikil
húsmóðir sem fór létt með að
halda glæsilegar veislur enda
skipulögð með eindæmum. Hún
var listakona í höndunum og
saumaði til dæmis veggteppin
Ævi Jesú og tvö riddarateppi.
Munstrið af þessum listaverk-
um er frá Þjóðminjasafninu.
Ekki má gleyma öllum lopa-
peysunum sem hún prjónaði og
lagði einlægan metnað sinn í.
Hinn 3. febrúar 1987 gekk
Hrafnhildur til liðs við Odd-
fellowregluna í Rb.st. nr. 4, Sig-
ríði en flutti sig í Rebekkustú-
kuna nr. 14, Elísabetu. Hún var
kölluð til búða 11. október 1997
og var félagi í Rbb. nr. 2, Þór-
unni. Hugsjónir og boðskapur
reglunnar höfðaði mjög til vin-
konu minnar og sótti hún fundi
á meðan heilsan leyfði.
Að leiðarlokum kveð ég kæra
vinkonu mína með mikilli eft-
irsjá. Magnús sonur minn sakn-
ar hennar einnig.
Hún var honum ævinlega
mikill vinur.
Börnunum Guðmundi, Auði
og Guðbjörgu, tengdabörnum,
barnabörnum og barnabarna-
börnum sendum við Magnús
kærleiksríkar samúðarkveðjur
og biðjum þeim blessunar.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar
skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir)
Sigrún Guðmundsdóttir.
Yndisleg vinkona, Hrafnhild-
ur Magnúsdóttir, lést 7. sept-
ember síðastliðinn.
Hún var kærleiksrík,
skemmtileg, glaðlynd, krefj-
andi, hvatvís, hjálpsöm, lífsglöð,
snyrtileg, yndisleg móðir,
amma, langamma, systir og
margt fleira.
Við Hrafnhildur kynntumst
fyrir 55 árum er ég vann í
Verslunarbankanum um tíma
en þar vann hún til starfsloka.
Við urðum fljótlega góðar
vinkonur, áttum báðar heima í
Laugarneshverfinu og áttum
börn á svipuðum aldri og fylgd-
umst með þeim vaxa úr grasi.
Þegar ég flutti í annað hverfi
var eldri sonur minn áfram í
Laugarnesskóla fram á vorið.
Hrafnhildur tók hann að sér í
mat og umönnun þann tíma og
er ég henni ætíð þakklát fyrir
það.
Ég kom oft á heimili þeirra
Hrafnhildar og Palla, sem bæði
voru ákaflega gestrisin og sam-
taka í öllu.
Þau voru einstakir foreldrar
sem vildu allt fyrir börnin sín
gera. Páll lést 2001 aðeins 69
ára að aldri, en þá höfðu þau
nýlega keypt sér fallega íbúð í
Neðstaleiti 8 og þar bjó Hrafn-
hildur áfram ein eftir að Palli
lést.
Eftir að við Hrafnhildur fór-
um á eftirlaun gafst enn meiri
tími til samveru. Þar eru efst í
huga allar sundferðirnar okkar
í Árbæjarlaug, sérstaklega var
ljúft ef Bíbí systir hennar
mætti líka. Hrafnhildur var
snögg að öllu sem hún gerði,
var hún yfirleitt búin að synda
ca tvær umferðir þegar ég kom
í laugina og að sundi loknu var
hún búin að blása hárið, mála
sig með Dior og beið úti á bekk
þegar ég var loks tilbúin til
brottfarar.
Þá var farið í bakarí og feng-
ið sér eitthvað gómsætt eftir
sundið. Og mikið á ég eftir að
sakna morgunsímtalanna okkar
þar sem rætt var um lífið og til-
veruna og hún fræddi mig um
hvað var að gerast hjá kónga-
fólkinu í Evrópu yfir fyrsta
kaffibolla dagsins.
Við Hrafnhildur vorum sam-
an í saumaklúbbi sem var stofn-
aður 1960 af ungum konum í
Verslunarbankanum. Við vorum
níu í klúbbnum og urðum allar
nánar vinkonur. Nú hafa þrjár
kvatt úr hópnum okkar góða,
Lóló, Auður og nú elsku Hrafn-
hildur. Það hefur verið yndis-
legt að eiga þennan hóp að og
margt höfum við gert okkur til
skemmtunar gegnum árin.
Við hikuðum ekki við að fara
út á land í saumaklúbb ef ein-
hver okkar bjó þar tímabundið,
t.d. Hólmavík, Stykkishólm eða
Hveragerði. Eftir að við urðum
eldri hittumst við með mökum
okkar í hádegismat og jólagleði
og áttum ógleymanlegar stund-
ir saman.
Við í saumaklúbbnum þökk-
um Hrafnhildi yndisleg kynni,
vináttu og tryggð.
Hinn 18. febrúar síðastliðinn
hélt Hrafnhildur vinkona okkar
upp á 80 ára afmæli sitt á heim-
ili sínu með fjölskyldu sinni og
nánustu vinum.
Það var dásamleg stund sem
við munum ætið minnast með
þakklæti.
Í veikindum sínum hefur
Hrafnhildur sýnt einstakan
kjark og dugnað. Hún gat átt
erfitt með að tala um veikindi
sín, en lét þau ekki buga sig í
daglegu lífi og horfði alltaf fram
á veginn.
Við Hjálmar og fjölskyldan
öll vottum börnum Hrafnhildar,
Guðmundi, Auði og Guðbjörgu,
og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð.
Einnig sendum við Sigur-
björgu og Erlu systrum hennar
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Hrafn-
hildar.
Ragnheiður
Hermannsdóttir.
Hrafnhildur
Magnúsdóttir
Ótímabært frá-
fall Óla afa hefur
verið okkur öllum
mikið áfall. Við vor-
um alveg viss um að við mynd-
um eiga meiri tíma með honum.
Ég bara trúi því ekki að það
verði enginn Óli afi á bryggjunni
Óli Sveinn
Bernharðsson
✝ Óli SveinnBernharðsson
fæddist 27. nóv-
ember 1937. Hann
lést 23. ágúst 2018.
Útför Óla Sveins
fór fram 15. sept-
ember 2018.
að taka á móti okk-
ur aftur. Þó að
hann hafi átt langa
ævi og gæfurík ár
er alltaf erfitt að
kveðja þá sem
manni þykir vænt
um.
Á svona tíma-
mótum hrannast
upp minningarnar
sem maður er svo
gríðarlega þakklát-
ur fyrir. Það var alltaf gaman að
vera með afa. Fá að fara með
honum í lóðsinn þar sem var
alltaf trópí og kex og hlæja svo
að honum í bílnum þegar hann
hnerraði stanslaust eftir að hafa
fengið sér rauðan ópal.
Hann var alltaf svo góður,
hjartahlýr maður sem manni
leið svo vel í kringum. Aldrei
sparaði hann knúsin, var alltaf
til í að aðstoða og vera til staðar
fyrir fólkið sitt, hann fylgdist vel
með okkur öllum og bar mikla
umhyggju fyrir okkur.
Fyrir mér var hann mjúkur
maður, tilfinningaríkur, nægju-
samur en sérstaklega örlátur
þegar kom að því að gefa öðr-
um.
Það var ekki til hroki í honum
eða eitthvað falskt. Ég vona að
ég sé svo heppin að fá að búa yf-
ir einhverjum af hans kostum.
Ég veit alla vega hvaðan jóla-
barnið í mér kemur.
Eins erfitt og það er að
kveðja hann veit ég að hann er í
góðum höndum, kominn í faðm
elskunnar sinnar, hennar ömmu
Maddýjar, sem hann saknaði
svo sárt. Það var yndislegt að fá
að upplifa ástríkt samband
þeirra í gegnum árin. Maður
vissi og sá að það var sönn ást.
Þegar amma var veik var aðdá-
unarvert að sjá væntumþykjuna,
kærleikann og ástina frá afa til
hennar. Amma og afi eru ástæð-
an fyrir því að ég bý að því að
eiga hlýja og nána fjölskyldu
sem hefur verið mér styrk stoð
allt mitt líf og fyrir það er ég
gríðarlega þakklát.
Með miklum trega kveð ég
þig, elsku Óli afi, mikið sem ég á
eftir að sakna þín.
Þakka þér fyrir samveruna,
umhyggjuna, skilninginn og alla
gleðina.
Ég elska þig.
Margrét Ósk.