Morgunblaðið - 20.09.2018, Page 58

Morgunblaðið - 20.09.2018, Page 58
Samtök ferðaþjónustunnar óska eftir að ráða lög- fræðing í hálft starf. Starfið krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Við bjóðum upp á lifandi vinnustað ásamt ríku tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi. Helstu verkefni: • Gerð umsagna um þingmál, reglugerðir og þingsályktunartillögur. • Samskipti við stjórnvöld og hagsmunaaðila. • Ýmis nefndastörf og þátttaka í starfshópum á verkefnasviði samtakanna. • Lögfræðileg ráðgjöf gagnvart framkvæmdastjóra, skrifstofu og stjórn samtakanna sem og aðildarfyrirtækjum þeirra. • Skýrsluskrif og önnur útgáfustarfsemi. • Aðstoð við greiningarvinnu tengda starfsumhverfi aðildarfyrirtækja. • Önnur tilfallandi dagleg skrifstofustörf og lögfræði- tengd verkefni. Menntunar- og hæfniskröfur: • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði. • Reynsla af lögfræðistörfum. • Grunnþekking á rekstrarumhverfi fyrirtækja í atvinnurekstri. • Greiningarhæfileikar og geta til að setja sig hratt inn í ólík viðfangsefni. • Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar eða sambærilegum störfum er kostur. • Sérþekking á stjórnsýslurétti er kostur. • Afburða færni í mannlegum samskiptum. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. • Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið saf@saf.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. september nk. Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í síma 690-9414. Lögfræðingur Samtök ferðaþjónustunnar voru stofnuð 11. nóvember 1998 og eru hagsmunasamtök allra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu. Meginhlutverk samtakanna er að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna en frekari upplýsingar um starfsemi samtakanna má nálgast á www.saf.is. i1. Vélstjóri 1. vélstjóri óskast á frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 frá Grindavík. Vélastærð 1850 kw. Nánari upplýsingar gefur útgerðarstjóri Eiríkur Dagbjartsson í síma 892-2502. Upplýsingar veitir: Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 2. október. MANNAUÐS- OG FRÆÐSLUSTJÓRI SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Starfssvið • Þróun mannauðsstefnu sjóðsins, innleiðing hennar og eftirfylgni • Yfirumsjón með jafnlaunakerfi • Ráðgjöf til stjórnenda við innleiðingu árangurs- og ánægjumælikvarða á sviði mannauðsmála • Ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda við innleiðingu breytinga innan sjóðsins • Ábyrgð á gerð, kynningu og framkvæmd fræðsluáætlunar • Ráðgjöf til stjórnenda um fræðslu- og endurmenntunaráætlun og til starfsmanna og stjórnenda vegna þjálfunar- og starfsþróunarmála • Yfirumsjón með þróun og framkvæmd reglubundins frammistöðumats fyrir starfsmenn og stjórnendur Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Haldgóð reynsla af mannauðsstjórnun er skilyrði • Reynsla af starfsþróunarverkefnum og breytingastjórnun er kostur • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum • Leiðtogahæfni, frumkvæði í vinnubrögðum og árangursmiðuð nálgun verkefna Íbúðalánasjóður óskar eftir að ráða mannauðs- og fræðslustjóra. Hlutverk mannauðs- og fræðslustjóra er að efla og þróa mannauð Íbúðalánasjóðs, samskipti og starfsumhverfi starfsmanna og að stuðla að traustri fyrirtækjamenningu sem byggir á gildum sjóðsins: frumkvæði – ábyrgð – samvinna. Íbúðalánasjóður starfar skv. lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál og ber ábyrgð á framkvæmd húsnæðisstefnu stjórnvalda. Mannauðsstefna Íbúðalánasjóðs tekur mið af jafnréttisáætlun.        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391 Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.