Morgunblaðið - 20.09.2018, Page 67

Morgunblaðið - 20.09.2018, Page 67
DÆGRADVÖL 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki eyða tíma í að bera þig saman við aðra. Hver og einn er einstakur. Þú hitt- ir naglann á höfuðið í rifrildi við einhvern nákominn. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að hafa augun hjá þér svo áætlun þín fari ekki öll úr skorðum. Haltu dramatíkinni í huganum, þar sem hún á heima. Allt er breytingum háð. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Heilsan batnar ef þú einbeitir þér að því sem þér er kært. Þú byrjaðir með tvær hendur tómar eins og margir aðrir en hefur tekist að ávaxta pund þitt vel. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er að komast hreyfing á þín mál svo þú munt brátt uppskera laun erf- iðis þíns. Farðu í líkamsrækt eða góðan göngutúr eða gefðu þér tíma til að elda hollan og góðan mat. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér er óhætt að hefjast handa við að fegra og bæta heimilið. Nú er tími til að sýna tilfinningar sínar. Hurð skellur nærri hælum í umferðinni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur engar efasemdir varðandi markmið þín og átt því auðveldara með að fá fólk til samstarfs við þig. Þú iðar í skinn- inu að komast í sveitina. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur verið gaman að fara ótroðn- ar slóðir en til þess þarf bæði kjark og þrautseigju. Að hitta fólk sem þú hefur ekki séð lengi gleður þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Sama hvað þú reynir þá tekst þér ekki að fyrirgefa einstaklingi sem gerði á þinn hlut, ennþá. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðju- verkun og líf þitt verður aldrei samt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu það ekki draga úr þér kjarkinn, þótt vinir og vandamenn dragi verk þín efa. Taktu þér tíma til að reyna að leysa gömul vandamál eða finna nýjar leið- ir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að gefa þér tíma til þess að styrkja þau tengsl við aðra sem eru þér einhvers virði. Hugsaðu þinn gang og leyfðu tímanum að vinna með þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er alltaf gott að gleðjast en mundu að árangur verður ekki metinn í krónum og aurum. Á sunnudag setti Hjálmar Frey-steinsson þessa limru, „Hlíð- arnar dala“, á fésbókarsíðu sína: Á húsþökum hanar gala, hóandi bændur að smala, þótt komið sé haust kveða við raust. Hæðirnar brosa og hlíðarnar dala. Á Boðnarmiði rak hver limran aðra. Byrjum á Jóni Ingvari Jóns- syni: Þótt hafni mér konurnar hrjúfu ég helst vildi liggja á grúfu og stunda þau verk svo stórlega merk er iðkaði Orri frá Þúfu. Pétur Stefánsson virtist kunn- ugur á þessum slóðum: Hann var fjörugur Finnur frá Bakka er fékk hann sér vínið að smakka, með Önnu og Siggu og Ástu og Viggu hann eignaðist tuttugu krakka. Halldór Guðlaugsson sagði góð- an gang í limrusmíðinni: – „Takk Jón Ingvar og Pétur. Eftir lestur- inn kom þessi á blað“: Hjárænuleg þótti Halla hún var samt natin við kalla stytti þeim stundir og stundi þeim undir en stóð samt á sam’ um þá alla. Er í raun „lítil saga úr sveit- inni“. Dagbjartur Dagbjartsson hafði þá sögu að segja að fyrir nokkrum árum fór hann og heimsótti vin sinn og skólabróður sem er kaup- maður og sauðfjárbóndi. – „Trú- lega eini kaupmaðurinn á landinu sem aldrei hefur haft yfirdrátt- arheimild ef ég veit rétt,“ segir Dagbjartur. „Erindið var að kaupa af honum lambhrút en hann heimt- aði vísu til liðkunar á viðskiptum“: Kaupmanninn kvelur ei sút þó kátlega líti hann út. Samt hef ég von um að særa út úr honum eistu með áföstum hrút. Eftir kvöldgöngu á þriðjudag leit Helgi R. Einarsson á fréttirnar og því varð þetta til:– „Ríður ekki við einteyming“: Hið íslenska þrek og þor enn þroskast á meðal vor og viljirðu meira af þeim mannkostum heyra þá má þeim kynnast hjá OR. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Limruleikur er leikja skemmtilegastur „ÞAÐ VAR U.Þ.B. HÉR SEM ÉG FATTAÐI AÐ ÉG HEFÐI ÁTT AÐ BIÐJA UM AÐ FÁ GREITT FYRIRFRAM.“ „ÞETTA ER ÞAÐ SEM RESEPTIÐ SEGIR: EINA SKEIÐ, 300 SINNUM Á DAG.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einn fyrir alla og allir fyrir einn! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ER NOKKUÐ BETRA EN GÓÐUR MATUR… ER ÞAÐ NOKKUÐ? HVERNIG Á ÉG AÐ VITA ÞAÐ? OG ÁHUGAVERÐAR SAMRÆÐUR? HELGA! ÉG ÆTLA Í BAÐ! GETURÐU ÞVEGIÐ ÓHREINU FÖTIN MÍN? EKKERT MÁL! HRIS T HRIST HR IS T GRÓÐI Merkilegt er hvað unglingsár getamarkað menn jafnvel fyrir lífs- tíð. Þannig fór Víkverji í bíó um dag- inn ásamt nokkrum góðum félögum, en „lenti“ þar í því að þeir höfðu að- eins aðrar hugmyndir um hvar best væri að sitja í bíósalnum en Víkverji. x x x Svo er mál með vexti að vinir Vík-verja eru allir rúmir meðalmenn að vexti, en hann sjálfur hefur frek- ar þurft að horfa upp á Maradona og Woody Allen sem átrúnaðargoð sín. Afleiðingar þessa hafa verið þær í gegnum tíðina að Víkverji varð oftar en ekki fyrir því á vissu tímabili ævi sinnar að poppi var grýtt í hann. x x x Lausn Víkverja við þessu vanda-máli var einföld. Hann situr allt- af aftast í salnum. Alltaf. Án nokk- urra undantekninga. Ef hann situr þar, þá er enginn að fara að grýta hann með poppkorni og allir geta verið sáttir, nema kannski helvítis illa uppöldu eineltisbullurnar sem Víkverji virðist hafa alist upp með í hverfinu sínu sem þurfa nú að horfa á myndina í stað þess að bögga sam- borgara sína. x x x Vinir Víkverja könnuðust ekki viðþetta vandamál og tóku því ekki í mál að sitja aftast. Raunar vildu þeir frekar sitja nokkuð framarlega, sem Víkverja fannst vera óðs manns æði. Gætu þeir ekki alveg eins málað skotskífu á bakið á nýja pleður- jakkanum hans? „Við erum stóru strákarnir núna,“ sagði einn félagi Víkverja. Og þó það sé meira rétt í hans tilfelli en Víkverja, þá sá Vík- verji rökin á bak við þá fullyrðingu. x x x Skemmst er að segja frá því aðengu poppi var fleygt í Víkverja í það sinn. Eru bíógestir 21. aldar- innar betur dannaðir en villidýrin sem Víkverji þurfti að umgangast? Eða sáu þeir kannski bara þennan miðaldra lágvaxna mann í pleður- jakkanum sínum, sem hefur nb. ver- ið duglegur í ræktinni upp á síðkast- ið, og hugsuðu sig tvisvar um áður en poppið flaug úr hendi? vikverji@mbl.is Víkverji Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. (Sálm: 100.3)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.