Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 70

Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR Dansverkið Óður og Flexa:Rafmagnað ævintýri varfrumsýnt á ListahátíðReykjavíkur í sumar en endurfrumsýnt síðasta sunnudag. Það er sjálfstætt framhald af verk- inu Óður og Flexa halda afmæli sem hlaut góðar viðtökur árið 2016. Höfundar og flytjendur eru Hann- es Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttir, og er verkið hugsað sem dansverk fyrir alla fjölskyld- una. Í þetta sinn er allt í rúst heima hjá Óð og Flexu eftir afmælisveisl- una. Þau eru ofurhetjur sem finnst miklu skemmtilegra að leika sér og stríða hvort öðru en að taka til. Þau skapa leik og persónur úr öllu sem þau snerta, hvort sem það er ryk- sugan eða skúringafatan. Rafmagn er stóra þema verksins, það liggur í loftinu og er næstum áþreifanlegt. Það hefur áhrif á persónurnar og líkamar þeirra láta illa að stjórn, sem vekur mikla kátínu í salnum. Áhorfendur eru inni í draum- kenndri ævintýraveröld ofurhetju- barnanna frá byrjun þar sem öllu er tjaldað til í sviðsetningu og ljós- anotkun. En svo kemur óvæntur gestur í heimsókn. Sviðsmynd, búningar og ljósa- hönnun eru stórkostlega unnin og spila gríðarstórt hlutverk í verk- inu. Búningarnir eru konfekt fyrir augun og ásamt stóru led-ljósa- römmunum, litasprengjunni og snjallri ljósahönnuninni skapast grípandi andrúmsloft og sjónrænn unaður sem mun seint gleymast bæði ungum og eldri. Hljóðmyndin styður einnig vel við verkið, en hún einkennist af hljóðum úr rafheim- inum og þekktum lögum úr viðjum klassíkur, djass og danstónlistar. Hugmyndin að persónunum og sviðsetningunni er frumleg, gleði og stuð allsráðandi, og virtust hinir ungu áhorfendur skemmta sér vel. Hér er ímyndunaraflinu gefinn laus taumur, sem býður upp á marga möguleika, en það er óljóst hver söguþráður og boðskapur verksins er, annar en að það er mjög gaman að leika sér með liti og rafmagn. Hannes Þór og Þyri Huld sýna góða færni og beita líkamanum á óvenjulegan og spennandi hátt, sérstaklega í byrjun. Tilvísanir í mismunandi dansstíla frá mörgum heimshornum í bland við líkams- brellur þeirra virka vel saman. Óð- ur og Flexa eru ýktar persónur og miklir trúðar, en því miður of til- brigðalitlar. Það hefði verið gaman að sjá stærri tilfinningaskala hjá þeim, tragík og einlægni – og per- sónurnar hefðu mátt vera ólíkari. Trúður sem dettur aftur og aftur á rassinn en er alltaf allt í lagi með getur orðið þreytandi. Eins hefði mátt huga betur að notkun tempós, til dæmis beita þögnum til að ná fram áhrifum og staldra við. Stöð- ugt fjörið gerði það að verkum að stundum var erfitt að halda athygl- inni. Með óljósum söguþræði er niðurstaðan að það vantar meiri dýpt bæði hjá persónunum og í efni verksins. Hins vegar fer allt á flug þegar óvænti gesturinn birtist. Hann er mikil tilbreyting og orkan á sviðinu umbreytist. Ernesto Ca- milo stendur sig snilldarlega í hlut- verki einhvers konar rafmanns með sinni einlægu sviðsnærveru, flottu danstöktum og brosi sem snertir við hverjum sem er. Hann hrífur alla með, og börnin taka and- köf þegar hann hreyfir ljósið eins og galdramaður. Undir lok verks- ins sökkva áhorfendur síðan með inn í paradís lita og gleði undir sindrandi tónum rafmagnaðrar ábreiðu af Clair de Lune Debussys. Það er mikið gleðiefni að Íslenski dansflokkurinn sé að framleiða dansverk fyrir börn. Það er mikil- vægt að þau fái notið möguleika dans, tækni og leikhústöfra á unga aldri. Ævintýraveröld Óðs og Flexu er grípandi og áhrifamikið verk sem býður ímyndunaraflinu í dans og er vel þess virði að sjá. En það skortir dálítið í persónusköp- un, innihaldi og dýpt. Verkið hefur fallegan sjónrænan ramma en vantar meiri kjarna til að umbreyta því úr skemmtisjóvi fyrir skynfær- in yfir í myndræna frásögn. Börn eru kröfuhörðustu áhorfendurnir og það er ekki nóg að bjóða þeim upp á glimmer, gleði og töfrabrell- ur. Þau listaverk sem fylgja okkur frá unga aldri eru nefnilega þau sem bjóða upp á dýpt sem við skilj- um eða skiljum ekki. Það verður spennandi að sjá hverju ólátabelg- irnir Óður og Flexa finna upp á að gera næst! Ímyndunaraflinu boðið upp í dans Ljósmynd/Jónatan Grétarsson Leikur „Hér er ímyndunaraflinu gefinn laus taumur, sem býður upp á marga möguleika. En það er óljóst hver sögu- þráður og boðskapur verksins er, annar en að það er mjög gaman að leika sér með liti og rafmagn,“ skrifar rýnir. Borgarleikhúsið Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri bbbnn Eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttir. Flytjendur: Hannes Þór Eg- ilsson, Þyri Huld Árnadóttir og Ernesto Camilo Aldazabal Valdes. Leikstjóri: Pétur Ármannsson. Sviðsmynd og bún- ingar: Sigríður Sunna Reynisdóttir. Hljóð: Garðar Borgþórsson. Lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson. Íslenski dansflokkurinn frumsýndi á Listahátíð í Reykjavík vorið 2018 á Stóra sviði Borg- arleikhússins, en rýnt er í fyrstu sýn- ingu að hausti. NÍNA HJÁLMARSDÓTTIR DANS Kanadíski lögfræðingurinnog rithöfundurinn ShariLapena hafði sent frásér tvær bækur þegar hún sló í gegn með bók sinni Hjón- in við hliðina árið 2016, bæði í heimalandi sínu og á erlendri grundu. Hérlendis var bókin, í þýð- ingu Ingunnar Snædal, meðal ann- ars tilnefnd til Ísnálarinnar fyrir bestu þýddu glæpasöguna á ís- lensku og hlaut hún góða dóma. Vonbrigðin með bók hennar Óboðinn gestur, sem kom út í ís- lenskri þýðingu nýlega, eru því töluverð. Í Óboðnum gesti fetar Lapena sig í gegnum alla helstu sjúskuðu frasa spennu- bókmennta þar sem frásögnin er ekki aðeins fyrirsjáanleg heldur eins og óvanur höfundur reyni að notfæra sér margnotuð stef án þess að kunna almennilega með það að fara, hvað þá á nýstárlegan hátt. Karen Krupp vaknar marin og blá á spítala eftir bílslys. Hún keyrði á staur og man ekki hvað gerðist. Hún á yfir höfði sér kæru vegna gáleysislegs aksturs en það versnar í því þegar lík finnst nærri þeim stað sem hún ók á og ljóst að maður var myrtur um svipað leyti og hún var í óútskýrðum ofsaakstri á sömu slóðum. Ekki síst er þetta skrýtið því Karen ætti ekki að hafa átt erindi í þetta hættulega hverfi, fjarri ofurvenjulegu úthverfisheim- ili sínu þar sem hún og eiginmaður hennar, Tom Krupp, lifa hefð- bundnu og hamingjuríku lífi. Meðan Karen reynir að rifja upp hvað gerðist þetta kvöld fara að renna tvær grímur á eiginmann hennar, hann veit lítið um fortíð eiginkonu sinnar sem hann hefur verið giftur í þrjú ár og nágranna- konan og besta vinkona Karenar, Brigit, er skammt undan með svip- aðar vangaveltur. Með Rasbach rannsóknarlögreglumann að garfa í málinu kemur smám saman í ljós hvernig í málunum liggur og það er satt best að segja ekki óvænt fyrir lesandann, sem með smá glæpasögulæsi áttaði sig því miður of fljótt, jafnvel áður en bókin var hálfnuð, á því hvernig í öllu lá. Burtséð frá plottinu er texti Óboðins gests of oft stamur og stirður og ótrúlegur byrjenda- bragur á honum miðað við að höf- undi hefur áður tekist vel upp með glæpasöguformið. Höfundur skiptir klaufalega um senur og sjónarhorn, fer af óþarfa nákvæmni í lýsingar á því sem gefur frásögninni ekkert aukalega og grefur grunnt í per- sónur, stundum eru tilfinningar þeirra og hugsanir svo klisju- kenndar að það er eins og grín. Þetta er ekki bók sem hefur ofan af fyrir ráðgátuþyrstum. Hún er allt í lagi sem afþreying en ekki vönduð eða frumleg sem slík. Fyrirsjáanleg og ófrumleg Lúið „Í Óboðnum gesti fetar Lapena sig í gegnum alla helstu sjúskuðu frasa spennubókmennta.“ Skáldsaga Óboðinn gestur bbmnn Eftir Shari Lapena. Ingunn Snædal þýddi. Bjartur 2018. Kilja. 301 bls. JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.