Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Clinic Way dagana 11. - 14. október. Kynning og tilboð í Lyfju! 20% afsláttur Fallegur kaupauki fylgir með kaupum! Yngri húð á 30 dögum! Djúpnærandi ampúlur sem sporna gegn öldrun húðarinnar. Innihaldið er sem fljótandi silki sem umvefur húðina. Vítamín og andoxunarefni sem hjálpa húð þinni að starfa að fullum krafti. Clinic Way er fáanlegt í Lyfju Lágmúla, Laugavegi, Smáralind, Smáratorgi, Nýbýlavegi, Hafnarstræti, Reykjanesbæ, Húsavík, Egilsstöðum, Neskaupstað og netverslun Lyfju. nýsköpun í landbúnaði á Íslandi. Sagði Finnur þar að neytandinn væri á endanum sá sem stýrði ferðinni, sem endanlegur kaupandi vörunnar, og því þyrfti með hvatningu og ný- sköpun að horfa til neytandans. Óli Björn sagði enga atvinnugrein hafa aukið framlegð eins mikið og íslenskir kúabændur hefðu gert á und- anförnum árum. Ljóst væri að sam- keppni við íslenskan landbúnað ætti eftir að aukast á næstu árum og því þyrfti að ákveða með hvaða hætti þeirri samkeppni yrði mætt. Sagði hann að í sínum huga væri krafa að samkeppnin færi fram á jafnrétt- isgrunni þar sem íslenskur landbún- aður væri í samkeppni við ríkis- styrktan landbúnað erlendis. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Þessi fundur var fyrst og fremst hugsaður af minni hálfu til að leiða fólk saman til að skapa sameigin- legan vettvang fyrir bændur, versl- un og neytendur til að bera saman bækur sínar og ræða með málefna- legum hætti helstu viðfangsefnin sem verið er að glíma við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra. Tíðarandinn breyttur „Það skortir oft á að fulltrúar þessara þriggja aðila hittist á sam- eiginlegum vettvangi þar sem hægt er að varpa upp spurningum sem í sameiningu er hægt að veita ein- hver skynsamleg svör við,“ segir Kristján sem fannst fundurinn góður og mál- efnalegur, og þar hafi komið fram mörg áhugaverð sjónarmið og athugasemdir. Hann hyggst fylgja fundinum frekar eftir. „Eins og ég skynjaði þetta er stærsta verkefnið okkar hversu hratt tíðarandinn breytist og hversu mikilvægt það er fyrir verslunina, stjórnvöld og bændur að mæta breyttum áherslum neytenda. Þörf- um þeirra og kröfum um fjölbreytni, gæði og heilnæmi þeirrar vöru og matvæla sem þeir eru að leita eftir hverju sinni.“ Hlusta þarf betur á neytendur Kristján segir mikla áherslu þurfa að vera á neytendahlið landbúnaðar- ins, þar sem tekið er mið af kröfum neytenda. „Það þarf að vera miklu meiri áhersla á það, hvernig sem við förum síðan að því. Heimamark- aðurinn okkar, innanlandsfram- leiðsla og innanlandsneyslan er það sem við þurfum einhvern veginn að vera sífellt vakandi fyrir. Hvernig hlutirnir breytast og hvernig við mætum þeirri kröfu sem er á hverju skeiði,“ segir Kristján og bendir á að mikill snúningur hafi orðið t.d. í neyslu á lambakjöti en ársneysla á hvern landsmann hafi á þrjátíu, fjörutíu árum farið úr 40-45 kílóum á hvern landsmann niður í 20 kíló á mann. Vettvangur til skoðanaskipta og hugmynda Kristján Þór Júlíusson  Ráðherra ánægður með umræðurnar  Áskoranir fylgja breyttum tíðaranda Samninganefnd ríkis og bænda um endurskoðun á sauðfjársamningi er að störfum og eru nefndarmenn bjartsýnir á að ná saman um tillögur á næstu vikum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, seg- ir, segir samtal sauðfjárbænda og stjórnvalda ganga nokkuð vel. Spurður hvort verið sé að sníða af vankanta í núverandi samningum eða verið að gera grundvallarbreyt- ingar á samningunum segir hann að frekar sé um að ræða fyrrnefnda at- riðið. „Samtalið fór hægar af stað en við vonuðumst til og það náðist ekki að klára aðgerðir fyrir haustið. En núna eru menn að ræða sig út um endurskoðunina sem slíka og fleiri þætti sem við teljum að muni hjálpa okkur í þessari stöðu til framtíðar.“ „Það er verið að ræða þessa end- urskoðun á grundvelli tillagna sem voru samþykktar á aðalfundi okkar, meðal annars að gera afurðageir- anum betur kleift að hagræða og aðrar aðgerðir sem stuðla að bætt- um hag sauðfjárbænda,“ segir Unn- steinn. Hann segir hljóðið ekki vera gott í bændum. „Menn eru í óvissu eftir að hafa horft á tekjuhrun þrjú ár í röð án þess að sjá nokkurn almennilegan viðsnúning. Það er afar brýnt að við náum árangri út úr samningum núna sem fara að snúa þessari þróun við,“ segir Unnsteinn. Gangur í viðræðum við ríkið Morgunblaðið/Birkir Fanndal Sauðfjárrækt Endurskoðun sauð- fjársamninga miðar vel áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.