Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Audi Q7 e-tron quattro Rafmagnaður Nokkrir Audi Q7 e-tron quattro hlaðnir aukahlutum á einstöku tilboðsverði. 5 á ra á b yr g ð fy lg ir fó lk sb íl u m H E K L U a ð u p p fy ll tu m á k væ ð u m á b yr g ð a rs k il m á la . Þ á e r a ð fi n n a á w w w .h e k la .i s/ a b yr g d Til afhend ingar strax Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Tveir hnúfubakar voru merktir með gervihnattasendum í Arnarfirði í síð- asta mánuði. Til stóð að merkja allt að 25 dýr í loðnuleiðangri vestur og norður af Íslandi og meðfram strönd- um Austur-Grænlands, en vegna veðurs reyndist það ekki mögulegt. Gísli Víkingsson, hvalasérfræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir að logn þurfi að vera svo með góðu móti sé hægt að merkja hvali úr gúmmíbát. Slíkar aðstæður, þ.e. samfallandi logn og mikil hvala- gengd, hafi ekki skapast fyrr en á næstsíðasta degi þriggja vikna leið- angurs, þar sem meginverkefnið var að kanna magn og útbreiðslu loðnu og vistfræði hafsvæðisins almennt. Í smásíld í Arnarfirði Eitt markmiðið var að meta fjölda hvala og sjófugla og gera tilraun til að merkja hvali, sem gekk illa að þessu sinni. Inni á Arnarfirði hafi verið talsvert af hnúfubak og ekki ólíklegt að hann hafi verið að elta smásíld þar. Tekist hafi að merkja tvo hnúfu- baka og senda þeir nú merki um staðsetningu nokkrum sinnum á sól- arhring. Gísli segir óvíst hvað gert verði við hin merkin 23 og hversu lengi sé hægt að geyma rafhlöður þeirra. Hugsanlega verði reynt að merkja fleiri hvali í loðnuleiðangri eftir áramót, en þá sé dagurinn stutt- ur og allra veðra von. Megintilgangur hvalahluta leið- angursins var að meta fjölda hvala á svæðinu fyrir norðan og vestan Ís- land og í öðru lagi að merkja hvali. Að sögn Gísla er m.a. verið að reyna að meta vistfræðilegt samspil hnúfu- baks og langreyðar við loðnu og meta afránið. „Merktir hvalir geta gefið miklar upplýsingar um göngur þeirra og það er síðan aukaafurð í þessu verk- efni ef merktir hvalir nýtast til að vísa okkur á loðnugöngur,“ segir Gísli. Ferðir hnúfubaka sem voru merktir í Arnarfirði Hvalirnir voru merktir með gervihnattasendum og kortið sýnir staðsetningu þeirra síðustu 10 daga. Einstaka staðsetningar eru óleiðréttar t.d. þar sem þær eru á þurru landi. Aðeins tókst að festa senda í tvo hnúfubaka  Til stóð að merkja allt að 25 dýr í þriggja vikna leiðangri Hnúfubakar Annar hvalurinn heldur sig enn í Arnarfirði. Hinn færði sig fljótlega yfir í Húnaflóa þar sem hann hef- ur verið síðustu 10 daga, en ekki bárust upplýsingar í tvo sólarhringa meðan hann var á ferðalaginu. „Allt of algengt er að ekið sé utan vega á snævi þakinni jörð þegar jörð er ekki nægilega frosin og snjóþekja ekki traust,“ segir á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Mesta hættan á náttúruspjöllum vegna aksturs utan vega á snævi þakinni jörð er á vorin og haustin. Umhverfisstofnun biðlar til ein- staklinga og ferðaþjónustuaðila að huga að almennri aðgæsluskyldu þegar ferðast er um náttúru Íslands og meta aðstæður hverju sinni þeg- ar ekið er á snjó utan vega. „Það verður að vera alveg ljóst þegar ekið er utan vega á snævi þakinni jörð að það skilji ekki eftir sig slóða eða hjólför. Umferð um hálendi Íslands yfir vetrartímann hefur stóraukist á örfáum árum samhliða fjölgun ferðamanna til landsins,“ segir á heimasíðu UST. Skilji ekki eftir sig slóða utan vega Ljósmynd/Umhverfisstofun Friðland að Fjallabaki Mikið álag er á svæðinu vegna bílaumferðar. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Hæstiréttur Frakklands kvað í gær upp dóm í hópmálsókn kvenna gegn þýska vottunarfyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúða- málsins. Niðurstaðan var sú að vísa ætti málinu til áfrýjunardómstóls í París, en rétturinn samþykkti ekki þá niðurstöðu áfrýjunardómstóls í Aix- en-Provence að TÜV Rheinland væri ekki skaðabótaskylt. Þetta er fyrsta hópmálsóknin í þessu máli, en 204 íslenskar konur eiga aðild að annarri hópmálsókn á hendur fyrirtækinu, sem alls um 9.000 konur eru aðilar að. Sú hefur verið í bið á meðan niðurstöðu Hæstaréttar Frakklands í fyrstu hópmálsókninni var beðið, en niður- staða dagsins mun hafa áhrif á hóp- málsóknina sem íslensku konurnar eru aðilar að. Ný hópmálsókn Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður ís- lensku kvennanna, sagði í samtali við mbl.is í gær að þetta væri í raun mesti sigur sem hægt hefði verið að vinna á þessu stigi málsins „Dóm- stóllinn í Aix-en-Provence [sem tekur fyrir mál íslensku kvennanna] hefur verið að bíða með sína niðurstöðu í þeirra máli þar til niðurstaða Hæsta- réttar liggur fyrir í þessu máli,“ sagði Saga og bætti við að ákvörðun hefði verið tekin um að bæta við fjórðu hópmálsókninni á hendur TÜV Rheinland, en þegar eru þrjár mál- sóknir í gangi fyrir frönskum dóm- stólum. Þá mun opnast fyrir að fleiri konur geti sótt sér skaðabætur vegna máls- ins – og einnig íslenska ríkið, sem Saga segir að hafi „því miður“ enn ekki látið reyna á rétt sinn. 440 íslenskar konur með PIP Rúm sjö ár eru liðin frá því að PIP- brjóstapúðamálið komst í hámæli, en árið 2011 kom í ljós að franska fyr- irtækið Poly Implant Prothése hafði notað svokallað iðnaðarsílikon í brjóstafyllingar sem það framleiddi. Um 440 íslenskar konur fengu í- græddar PIP-brjóstafyllingar, en af þeim höfðuðu 204 mál á hendur TÜV Rheinland, sem sá um eftirlit með framleiðslunni í Frakklandi. Mesti sigur sem hægt var að vinna  PIP-máli vísað til áfrýjunardómstóls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.