Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 80
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 30-50% AF VÖLDUM VÖRUM* AFMÆLIS- TILBOÐ LOKADAGUR 14. OKTÓBER *Gildir á meðan birgðir endast Lokatörn tónleikaraðarinnar Freyju- jazz á árinu fer af stað í Listasafni Íslands í dag og verða haldnir tón- leikar næstu sex fimmtudaga. Á tónleikunum, sem hefjast kl. 17:15, koma fram sellóleikarinn Þórdís Gerður Jónsdóttir, píanistinn Sunna Gunnlaugs og kontrabassa- leikarinn Þorgrímur Jónsson. Munu þau flytja blöndu af þekktum lögum úr bandarísku djassbiblíunni, frum- sömdu efni og tónlist Ravels. Þórdís, Sunna og Þor- grímur í Freyjujazzi FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 284. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad-áskrift 6.173 kr. „Ég er búinn að vera mjög sáttur með mína frammistöðu í leikjunum. En ég get ekki bæði varið markið og skorað mörk fyrir okkur. Í síðustu sex leikjum höfum við samtals skorað eitt mark og það gerir okk- ur erfiðara fyrir að vinna leiki,“ segir markvörður Dijon, Rúnar Alex Rúnarsson, meðal annars við Morgunblaðið í dag. »1 Getur ekki bæði varið markið og skorað ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Gímaldin heldur tónleika á Gaukn- um í kvöld með Hallvarði Ásgeirs- syni og Jarþrúði Karlsdóttur. Gím- aldin ætlar að leika midipolka og valsa, mestallt gömul lög sem hafa aldrei verið flutt á tónleikum og verða í nýjum útsetningum. Nokkur nýrri lög fá að fljóta með. Tónlistar- mennirnir þrír eru þekktir að því að vinna með hefð- bundnari tónlistar- form, dægurlaga- tónlist jafnvel, en eru einnig talsvert mikið í tilrauna- tónlist, ný- klassík og oft með umgjörð sem til- heyrir raf- tónlist. Gímaldin og vinir halda tónleika á Gauknum Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Fræðsluverkefnið Fokk Me-Fokk You sem er í höndum þeirra Andreu Marel og Kára Sigurðssonar var kynnt ungmennum og foreldrum þeirra á Þórshöfn í vikunni. Einnig fóru þau til Vopnafjarðar. Fræðslan á Þórshöfn var fyrir nemendur 6.-10. bekkjar en skóla- hjúkrunarfræðingurinn Anna Lilja Ómarsdóttir átti frumkvæði að því að fá þau Andreu og Kára með þessa fræðslu í grunnskólann. Fokk Me-Fokk You-fræðslan fjallar einkum um sjálfsmynd, sam- félagsmiðla og samskipti kynjanna, kynhneigð og kynvitund, virðingu í samskiptum, einelti og fleira sem brunnið getur á ungmennum lands- ins. Að sögn Andreu og Kára voru unglingarnir áhugasamir og eru al- mennt mjög meðvitaðir um marg- vísleg vandamál, t.d. þau sem fylgt geta samskiptamiðlum en margir þekktu dæmi úr netheimum um óviðeigandi notkun þeirra. Fram kom að ungmenni telja sig oft vanta úrræði ef þau lenda í vandræðum tengdum samskiptamiðlum, t.d. vegna óviðeigandi eða meiðandi skilaboða. Í fræðslunni er áhersla lögð á að upplýsa ungmenni um leiðir og að- stoð lendi þau í þannig aðstæðum og minnt á að ábyrgðin er ekki þoland- ans. Ungmenni eru almennt mjög virk á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram eða Snapchat og ákveðin pressa eða streita fylgir oft þessari notkun, að sögn Andreu og Kára. Komið var inn á mikilvægi virð- ingar í öllum samskiptum og að sömu reglur gildi í netsamskiptum sem og í beinum samskiptum ásamt því að ræða um gildi sjálfsmyndar en sterk sjálfsmynd stuðlar jafnan að betri samskiptum milli fólks. Verkefninu vel tekið Fokk Me-Fokk You-fræðsluverk- efninu hefur verið vel tekið á landinu enda um þarfa umræðu að ræða meðal ungmenna og foreldra þar sem samfélagsmiðlar gegna sífellt stærra hlutverki í lífi fólks, ekki síst ungmenna. Á aðalfundi Samfés í fyrra var það valið besta verkefnið í opnum flokki á vettvangi frítímans og hafa félagsmiðstöðvar víða um land sýnt verkefninu áhuga. Þau Andrea og Kári hafa í fjölda ára unnið með unglingum í félags- starfi en auk þess hafa þau farið í ýmsa landshluta með þessa þörfu fræðslu. Morgunblaðið/Líney Fræðsla Fræðararnir Kári Sigurðsson og Andrea Marel og Anna Lilja Ómarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur. Fræðsluverkefni fyrir ungmenni og foreldra  Fjallað um sjálfsmynd, samskipti og samfélagsmiðla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.