Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 80
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
30-50%
AF VÖLDUM
VÖRUM*
AFMÆLIS-
TILBOÐ
LOKADAGUR 14. OKTÓBER
*Gildir á meðan birgðir endast
Lokatörn tónleikaraðarinnar Freyju-
jazz á árinu fer af stað í Listasafni
Íslands í dag og verða haldnir tón-
leikar næstu sex fimmtudaga. Á
tónleikunum, sem hefjast kl. 17:15,
koma fram sellóleikarinn Þórdís
Gerður Jónsdóttir, píanistinn
Sunna Gunnlaugs og kontrabassa-
leikarinn Þorgrímur Jónsson. Munu
þau flytja blöndu af þekktum lögum
úr bandarísku djassbiblíunni, frum-
sömdu efni og tónlist Ravels.
Þórdís, Sunna og Þor-
grímur í Freyjujazzi
FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 284. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad-áskrift 6.173 kr.
„Ég er búinn að vera mjög sáttur
með mína frammistöðu í leikjunum.
En ég get ekki bæði varið markið og
skorað mörk fyrir okkur. Í síðustu
sex leikjum höfum við samtals
skorað eitt mark og það gerir okk-
ur erfiðara fyrir að vinna leiki,“
segir markvörður Dijon, Rúnar
Alex Rúnarsson, meðal annars
við Morgunblaðið í dag. »1
Getur ekki bæði varið
markið og skorað
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Gímaldin heldur tónleika á Gaukn-
um í kvöld með Hallvarði Ásgeirs-
syni og Jarþrúði Karlsdóttur. Gím-
aldin ætlar að leika midipolka og
valsa, mestallt gömul lög sem hafa
aldrei verið flutt á tónleikum og
verða í nýjum útsetningum. Nokkur
nýrri lög fá að fljóta með. Tónlistar-
mennirnir þrír eru þekktir að því að
vinna með hefð-
bundnari tónlistar-
form, dægurlaga-
tónlist jafnvel, en
eru einnig talsvert
mikið í tilrauna-
tónlist, ný-
klassík og oft
með umgjörð
sem til-
heyrir raf-
tónlist.
Gímaldin og vinir halda
tónleika á Gauknum
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Fræðsluverkefnið Fokk Me-Fokk
You sem er í höndum þeirra Andreu
Marel og Kára Sigurðssonar var
kynnt ungmennum og foreldrum
þeirra á Þórshöfn í vikunni. Einnig
fóru þau til Vopnafjarðar.
Fræðslan á Þórshöfn var fyrir
nemendur 6.-10. bekkjar en skóla-
hjúkrunarfræðingurinn Anna Lilja
Ómarsdóttir átti frumkvæði að því
að fá þau Andreu og Kára með þessa
fræðslu í grunnskólann.
Fokk Me-Fokk You-fræðslan
fjallar einkum um sjálfsmynd, sam-
félagsmiðla og samskipti kynjanna,
kynhneigð og kynvitund, virðingu í
samskiptum, einelti og fleira sem
brunnið getur á ungmennum lands-
ins.
Að sögn Andreu og Kára voru
unglingarnir áhugasamir og eru al-
mennt mjög meðvitaðir um marg-
vísleg vandamál, t.d. þau sem fylgt
geta samskiptamiðlum en margir
þekktu dæmi úr netheimum um
óviðeigandi notkun þeirra. Fram
kom að ungmenni telja sig oft vanta
úrræði ef þau lenda í vandræðum
tengdum samskiptamiðlum, t.d.
vegna óviðeigandi eða meiðandi
skilaboða.
Í fræðslunni er áhersla lögð á að
upplýsa ungmenni um leiðir og að-
stoð lendi þau í þannig aðstæðum og
minnt á að ábyrgðin er ekki þoland-
ans. Ungmenni eru almennt mjög
virk á samfélagsmiðlum eins og
Facebook, Instagram eða Snapchat
og ákveðin pressa eða streita fylgir
oft þessari notkun, að sögn Andreu
og Kára.
Komið var inn á mikilvægi virð-
ingar í öllum samskiptum og að
sömu reglur gildi í netsamskiptum
sem og í beinum samskiptum ásamt
því að ræða um gildi sjálfsmyndar
en sterk sjálfsmynd stuðlar jafnan
að betri samskiptum milli fólks.
Verkefninu vel tekið
Fokk Me-Fokk You-fræðsluverk-
efninu hefur verið vel tekið á landinu
enda um þarfa umræðu að ræða
meðal ungmenna og foreldra þar
sem samfélagsmiðlar gegna sífellt
stærra hlutverki í lífi fólks, ekki síst
ungmenna. Á aðalfundi Samfés í
fyrra var það valið besta verkefnið í
opnum flokki á vettvangi frítímans
og hafa félagsmiðstöðvar víða um
land sýnt verkefninu áhuga.
Þau Andrea og Kári hafa í fjölda
ára unnið með unglingum í félags-
starfi en auk þess hafa þau farið í
ýmsa landshluta með þessa þörfu
fræðslu.
Morgunblaðið/Líney
Fræðsla Fræðararnir Kári Sigurðsson og Andrea Marel og Anna Lilja Ómarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur.
Fræðsluverkefni fyrir
ungmenni og foreldra
Fjallað um sjálfsmynd, samskipti og samfélagsmiðla