Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í fundargerðborgarráðs áþriðjudag
voru birt svör við
fyrirspurn Vigdís-
ar Hauksdóttur
borgarfulltrúa
sem fela í sér upplýsingar um
kostnað við fjórar gatnafram-
kvæmdir sem Reykjavíkur-
borg hefur ráðist í á undan-
förnum árum. Þetta eru allt
framkvæmdir sem vakið hafa
töluverða athygli, einkum fyr-
ir það að megintilgangur
þeirra hefur verið að þrengja
götur og gera þeim sem velja
þann kost að ferðast um á eig-
in bílum, sem langflestir borg-
arbúar gera, erfiðara fyrir.
Þetta byrjaði með þreng-
ingum á Hofsvallagötu, þar
sem fuglahús voru sett á göt-
una af óútskýrðum ástæðum,
sömuleiðis eitthvað sem líktist
fiskikörum, auk þess sem
myndir af reiðhjólum voru
málaðar á götuna. Kostnaður
við þetta var yfirgengilegur,
eins og við flestar fram-
kvæmdir borgarinnar á liðn-
um árum, eða 25 milljónir
króna.
Einnig var ráðist í að
breyta og í leiðinni að þrengja
Borgartúnið, meðal annars
með því að fjarlægja útskot
fyrir strætisvagna, þannig að
nú stöðva þeir alla umferð
þegar þeir hleypa fólki inn og
út. Þetta hefur aukið á um-
ferðarvandann í Borgartúninu
og var hann þó
nægur fyrir.
Kostnaður við
þetta var litlar 280
milljónir króna.
Borgin ákvað
einnig að þrengja
Grensásveg og þar var kostn-
aður sömuleiðis mikill, eða 200
milljónir króna. Ekki verður
séð að nokkur þörf hafi verið
fyrir þau útgjöld.
Loks var farið í það að
þrengja Birkimelinn og þar
var, líkt og í Borgartúninu,
valin sú leið að öll umferð
stöðvaðist þegar strætis-
vagnar þyrftu að nema staðar.
Þessi aðgerð hefur meðal ann-
ars orðið til þess að þeir sem
koma úr austri eftir Hring-
braut og beygja inn Birkimel-
inn hafa lent í því að eiga á
hættu að komast ekki yfir
Hringbrautina en festast þar
með tilheyrandi slysahættu.
Þessi aðgerð hefur kostað í
það minnsta 55-60 milljónir
króna, en endanleg tala liggur
ekki fyrir í því tilviki.
Samtals er kostnaður borg-
arbúa af þessum fram-
kvæmdum því um 565 millj-
ónir króna. Langstærstur
hluti þeirra útgjalda var full-
kominn óþarfi og raunar til
mikillar óþurftar. Fyrir borg
sem er með skatta í leyfilegu
hámarki og getur þrátt fyrir
það ekki sinnt ýmissi grunn-
þjónustu, verður þetta að telj-
ast óskiljanleg forgangsröðun.
Fjórar óþarfar fram-
kvæmdir borgar-
innar hafa kostað
565.000.000 króna }
Óskiljanleg
forgangsröðun
Ný skýrslaloftslags-
nefndar Samein-
uðu þjóðanna send-
ir svipuð skilaboð
og fyrri skýrslur,
þ.e. að draga þurfi
úr útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda og leggja áherslu á
endurnýjanlega orkugjafa. Ís-
land stendur mjög vel að þessu
leyti og ætti að vera fyrirmynd
annarra ríkja. Væru öll ríki
heims með sambærilega sam-
setningu orkugjafa og Ísland
væri óþarfi að hafa áhyggjur af
útblæstri af mannavöldum.
Það er til dæmis sláandi að
horfa á orkugjafana hér á
landi, að langstærstum hluta
nýting vatnsfalla og há-
hitasvæða, og í Þýskalandi,
sem hefur sig mjög í frammi í
umræðu um loftslagsmál. Þjóð-
verjar, og þar með Evrópusam-
bandið, gera miklar kröfur til
annarra í þessum efnum, en
staðreyndin er sú að í Þýska-
landi hefur útblástur gróð-
urhúsalofttegunda farið vax-
andi á allra síðustu
árum og lítið þok-
ast niður á við þó
að horft sé áratug
aftur í tímann. Eini
árangur Þýska-
lands sem heitið
getur stafar af sameiningu
þýsku ríkjanna og þeirri stað-
reynd að óhagkvæmum verk-
smiðjum var lokað í austur-
hluta landsins eftir fall
múrsins. Að öðru leyti er „ár-
angurinn“ aðallega í áætlunum
sem lítið útlit er fyrir að gangi
eftir. Og Þjóðverjar eru enn að
undirbúa nýjar kolanámur og
fá um 40% orkunnar frá kolum.
Íslendingar geta verið stoltir
af því hvernig þeir framleiða
sína orku og ef markmiðið er
að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda á heimsvísu ættu
Íslendingar að auka orkufram-
leiðslu þrátt fyrir viðmið sem
sett voru fyrir nokkrum ára-
tugum og henta sameinuðu
Þýskalandi en ekki þeim sem
þegar höfðu lagt sitt af mörk-
um í þessum efnum.
Þýskaland gerir
kröfur til annarra en
framleiðir kol og
brennir af kappi}
Loftslagsmál
Á
dögunum birtist umfjöllun um
að bakteríur hefðu ræktast í
111 sýnum af innfluttu græn-
meti og í 14 þeirra fundust
bakteríur sem eru ónæmar fyr-
ir sýklalyfjum. Engar slíkar fjölónæmar
bakteríur fundust í íslensku sýnunum sem
tekin voru. Það er því engin spurning að
hlúa þarf vel að innlendri matvælafram-
leiðslu, það getur beinlínis verið skaðlegt
heilsu fólks að gera það ekki. Það er nefni-
lega þannig að svokallaðar fjölónæmar
bakteríur geta flutt sig yfir á aðrar teg-
undir baktería sem finnast í okkur mann-
fólkinu og það getur haft afdrifaríkar af-
leiðingar ef þær berast á milli manna og
sérstaklega ef fólk er veikt fyrir. Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin hefur ályktað um að
grípa þurfi til tafarlausra aðgerða ef ekki á
illa að fara.
Hér á landi búum við Íslendingar að því að eiga
okkar eigin landbúnaðarframleiðslu sem okkur ber að
standa vörð um og styðja með öllum tiltækum ráðum.
Það má ekki gleyma því að stuðningur við íslenskan
landbúnað er ekki síður stuðningur við neytendur
sem þannig er tryggður aðgangur að heilnæmum
matvælum. Allar nágrannaþjóðir okkar og flestar
þjóðir heims styðja sinn landbúnað og vernda. Ís-
lendingar verða því að standa vörð um eig-
in framleiðslu með sama hætti eigi hún að
standast samkeppni. Auk þess skilar
stuðningur við landbúnaðinn sér margfalt
til baka í verðmæta- og atvinnusköpun
bæði í dreifbýli og þéttbýli og er um leið
skynsamlegasta leiðin til að halda landinu
öllu í byggð en hlutverk landbúnaðarins í
byggðamálum er stórlega vanmetið.
Því er það mikilvægast ef hugsa á um
heildarhagsmuni landsins alls að leiðrétta
kjör bænda tafarlaust, innlend landbún-
aðar- og matvælaframleiðsla eru meðal
grunnstoða samfélagsins sem ber að
tryggja til framtíðar. Ef ekki er hugað að
því verður hvorki fæðuöryggi þjóðarinnar
né matvælaöryggi tryggt því er það furðu-
leg tilhögun að sameina skrifstofu matvæla
og landbúnaðar undir skrifstofu alþjóða-
mála. Nær hefði verið að styrkja skrifstofu matvæla
og landbúnaðar og auka þannig vægi íslensks land-
búnaðar innan ráðuneytisins í stað þess að koma
skrifstofunni fyrir, að virðist, í skúffu á skrifstofu al-
þjóðamála. Það þarf sem aldrei fyrr að hugsa um
hreinleika og heilnæmi og íslenskur landbúnaður hef-
ur allt sem þarf. annakolbrun@althingi.is
Anna Kol-
brún Árna-
dóttir
Pistill
Íslenskur landbúnaður
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Skiptar skoðanir eru innanhagsmunasamtaka at-vinnulífsins um Þjóðar-sjóðinn sem ríkisstjórnin
áformar að stofna með lagasetn-
ingu í vetur. Hugmyndin er kynnt
á samráðsgátt stjórnvalda á net-
inu. Þar kemur fram að sjóðnum
er ætlað að mæta „hugsanlegum
fátíðum efnahagslegum skakkaföll-
um s.s. vegna vistkerfisbrests eða
náttúruhamfara,“ eins og það er
orðað. Sjóðnum verður sett sér-
stök stjórn sem hefur yfirumsjón
með rekstri og fjárfestingum hans
á erlendum fjármálamörkuðum.
Framlög ríkissjóðs til sjóðsins
eiga að verða jafnhá nýjum
tekjum frá orkuvinnslufyr-
irtækjum í eigu ríkisins sem horf-
ur eru á að falli til á komandi ár-
um. Verði ríkissjóður fyrir
verulegum fjárhagslegum skaða af
völdum ófyrirséðs áfalls sem þjóð-
arbúið hefur orðið fyrir verði
heimilt með samþykki Alþingis að
veita fé úr Þjóðarsjóði til rík-
issjóðs, sem nemi allt að helmingi
eigna sjóðsins á hverjum tíma.
Fram kemur í kynningunni á
samráðsgáttinni að við undirbún-
ing málsins hafi verið litið til þess
að víða eru starfræktir svokallaðir
þjóðarauðssjóðir (e. Sovereign
Wealth Funds). Aðstæður hér á
landi, m.a. öflugt lífeyriskerfi, gefi
hins vegar ekki tilefni til að koma
á fót sérstökum stöðugleika- eða
sveiflujöfnunarsjóði og ekki heldur
til þess að byggja upp sérstakan
sjóð til þess að standa undir líf-
eyrisgreiðslum í framtíðinni, líkt
og ýmsar þjóðir hafa séð sig knún-
ar til að gera. „Í venjulegu efna-
hagslegu árferði og í gegnum
venjulegar hagsveiflur á íslenskur
þjóðarbúskapur ekki að verða fyr-
ir mótbyr sem ekki verður ráðið
við með hefðbundnum hagstjórn-
arviðbrögðum og tækjum, þ.m.t.
með áhrifum af svonefndum sjálf-
virkum sveiflujöfnurum ríkisfjár-
mála. Afkoman batnar í góðæri og
versnar þegar miður árar,“ segir í
kynningunni.
Um hinn áformaða Þjóðarsjóð
segir: „Fyrirhugað er að Þjóðar-
sjóður fái framlög úr ríkissjóði
sem svari til tekna af arðgreiðsl-
unum frá orkuvinnslufyrirtækj-
unum og að hann fjárfesti þá fjár-
muni einvörðungu í erlendum
verðbréfum samkvæmt fjárfest-
ingarstefnu sem stjórn sjóðsins
setur með samþykki ráðherra.“ Þá
segir: „Þjóðarsjóðurinn verður
eign íslenska ríkisins og verður
færður á efnahagsreikning rík-
issjóðs, enda væri hann í rauninni
tiltekið fyrirkomulag á stýringu og
ávöxtun á afmörkuðum hluta af
peningalegum eignum ríkissjóðs.
Fjárhagsleg staða ríkisins batnar
því sem stærð sjóðsins nemur.
Með stofnun sjóðsins mun sjálf-
bærni og stöðugleiki opinberra
fjármála styrkjast, traust aukast á
íslenskt hagkerfi og þjóðarbúskap
og þar með eflist lánshæfi rík-
issjóðs og fleiri innlendra aðila
sem tengjast því.“
Hemja þarf útgjaldavöxt
Samtök atvinnulífsins leggjast
gegn stofnun sjóðsins. Þörf sé á
að hemja vöxt ríkisútgjalda sem
eigi að hækka um ríflega milljarð
króna í viku hverri á næsta ári frá
því sem er á þessu ári. Umfangs-
miklar opinberar fjárfestingar séu
fyrirhugaðar á næstu árum. Sam-
tökin telja að tekjum af arð-
greiðslum eða auðlindagjöldum af
orkuvinnslufyrirtækjum verði best
varið með því að lækka skatta og
efla þannig til framtíðar hagsæld
allra Íslendinga. Viðskiptaráð seg-
ir aftur á móti í umsögn sinni að
hugmyndin um Þjóðarsjóð og upp-
legg hans „endurspegli alltof
sjaldgæfa fyrirhyggju og lang-
tímahugsun í stjórnmálum“ og því
beri að fagna. Efast megi þó um
hvort stofnun slíks sjóðs sé rétt
forgangsröðun þegar aðrir inn-
lendir aðilar sæki í auknum mæli
erlendis og ófjármagnaðar lífeyris-
skuldbindingar séu nærri tvöfald-
ar á við fyrirhugaðan sjóð. Ráðið
telur að raunveruleg hætta á að
lánalínur ríkissjóðs verði lokaðar
við alvarleg áföll ætti að vera skil-
yrði fyrir stofnun Þjóðarsjóðs.
Umsögn Samtaka iðnaðarins er
nokkuð jákvæð. Þar segir að þjóð-
arsjóðir geti gegnt mikilvægu
hlutverki við hagstjórn og geti
haft áhrif á opinber fjármál, pen-
ingastefnu og gengi gjaldmiðils.
„Ef rétt er á spilum haldið getur
slíkur sjóður og stýring hans haft
jákvæð áhrif á hagkerfi ríkja og
dregið úr sveiflum sem ella hefðu
orðið. Þannig geta þjóðarsjóðir
bætt samkeppnisstöðu ríkja.“
Samband íslenskra sveitarfélaga
hefur einnig birt umsögn um
áformin. Þau segja ekki knýjandi
að leggja frumvarpið fram á þingi
í vetur. Miklu skipti að skapa
breiða sátt um málið, þannig að
við ríkisstjórnarskipti verði ekki
stefnubreyting um hlutverk sjóðs-
ins. Jafnframt sé eðlilegt að fyrir
liggi skýrar forsendur um framtíð-
artekjur sjóðsins og tímabundnar
heimildir til ráðstöfunar á hluta af
tekjum hans til verkefna í al-
mannaþágu.
Ólík viðhorf atvinnu-
lífs til Þjóðarsjóðs
Morgunblaðið/RAX
Þjóðarsjóður Tekjur sjóðins munu koma frá orkuvinnslufyrirtækjunum.