Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018
TORMEK Brýnsluvélar
s Tormek T-4
Verð 56.980
s Tormek T-8
Verð 96.800
Allar stýringar fyrirliggjandi
Verslunin Brynja er umboðs-
aðili TORMEK á Íslandi
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16
SVX-150:
Skærastýring
Verð 6.100
HTK-706:
Aukahlutasett fyrir hnífa, skæri o.fl.
Verð 21.950
TNT-708:
Aukahlutasett fyrir rennismiðinn
Verð 34.850
SVD-186:
Stýring fyrir tréskurðar- og rennijárn
Verð 10.950
SVM-140:
Hnífastýring
Verð 6.290
SVM-00:
Stýring fyrir tálguhnífa
Verð 3.890
Ný
vefverslun
brynja.is
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Reykjavíkurborg hefur í annað
sinn auglýst deiliskipulagstillögu
fyrir lóðina Norðurbrún 2 í Laug-
arási.
Í breytingunni felst að rífa nú-
verandi verslunarhús, sem er um
500 fermetrar, og byggja nýtt íbúð-
arhús með verslun að hluta til á
fyrstu hæð. Önnur hæðin verður
inndregin frá suðvestri. Húsið
verður því tvær hæðir og kjallari
með verslun og þjónustu á götuhæð
og íbúðum á 1. og 2. hæð. Heimilt
verður að byggja allt að 8 íbúðir,
30-90 fermetrar að stærð. Verslun
verður í 30% rýmis á jarðhæð og
20% rýmis í kjallara. Einnig verður
lóðin stækkuð þannig að bílastæði
rúmist innan hennar.
Samkvæmt tillögunni á að útbúa
sameiginlegt grænt svæði tengt
götuhæðinni fyrir gesti og gang-
andi. Lögð verður áhersla á að hafa
það hlýlegt og að möguleiki sé að
koma borðum og stólum þar fyrir.
Deiliskipulagssvæðið er á horni
Norðurbrúnar og Austurbrúnar.
Norðan og vestan við reitinn eru
háar íbúðablokkir en suðaustan við
hann er lágreist einbýlishúsa- og
parhúsabyggð.
Gegnt lóðinni að Norðurbrún 1
eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða og
félagsmiðstöð. Neðar í Laugar-
ásnum er Hrafnista, sem er næst-
stærsta öldrunarheimili landsins.
Fram kemur í greinargerð THG
arkitekta ehf. að á lóðinni hafi ver-
ið byggt verslunarhús á einni hæð
árið 1965. Lengi vel hafi reksturinn
gengið vel en með tilkomu lág-
vöruverðsverslana hafi hallað und-
an fæti.
Húsið er í niðurníðslu
Um tíma var rekin 11-11 verslun
í húsinu og síðar var þar nytja-
markaður Samhjálpar. Ekki hafi
verið rekin verslun í húsinu und-
anfarin ár og það sé í niðurníðslu.
Ítrekað hefur verið kvartað yfir
sóðaskap í og við húsið.
Í júní 2017 var auglýst deili-
skipulagstillaga fyrir Norðurbrún
2. Í henni var ekki gert ráð fyrir
niðurrifi hússins heldur var áform-
að að byggja tvær hæðir ofan á
verslunarhæðina. Íbúar í nágrenn-
inu mótmæltu harðlega og tóku
borgaryfirvöld mótmælin til greina
og synjuðu umbeðinni breytingu.
Eftirfarandi svar er þverskurður
af þeim mótmælum sem íbúarnir
höfðu uppi:
„Við sem erum eigendur og/eða
leigutakar íbúðarhúsanna við Norð-
urbrún 4-20 mótmælum harðlega
fyrirhuguðum byggingaráformum á
lóð nr. 2 sem fráleitum, bæði hvað
varðar stærð byggingar, skugga-
myndun sem er veruleg og þreng-
ingar götunnar úr 7,5 metrum í 5,5
metra. Veruleg fækkun bílastæða,
óskilgreint hvaða verslunarrými
eða annar atvinnurekstur verður,
brot á reglugerð þar sem ekki er
gert ráð fyrir stæði fyrir hreyfi-
hamlaða. Fyrirhuguð bygging er í
engu samræmi við skipulag það
sem fyrir er og mun ef af verður
skerða lífsgæði þeirra sem búa í
þessu hverfi.“
Í framhaldinu ákváðu eigendur
lóðarinnar að endurskoða tillöguna.
Samkvæmt hinni nýju tillögu
verður húsið lægra, sem nemur
einni hæð.
Hin nýja tillaga er aðgengileg á
vef Reykjavíkurborgar. Ábend-
ingum og athugasemdum við tillög-
una skal skilað til skipulagsfulltrúa,
eigi síðar en 12. nóvember nk.
Morgunblaðið/RAX
Norðurbrún 2 Húsið var byggt árið 1965. Þar var verslun rekin til margra ára. Nú er húsið autt.
Mynd/THG arkitektar
Nýja tillagan Húsið verður tvær hæðir og kjallari og gert er ráð fyrir átta íbúðum, 30-90 fm.
Tillaga að húsi við Norðurbrún
Deiliskipulag fyrir Norðurbrún 2 auglýst að nýju Húsið verður rifið og annað byggt á lóðinni