Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku Ath að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a 595 1000 Frá kr. 59.995 19 OKTÓBER Í 4 NÆTUR slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. . Búdapest Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.  SGS gerir kröfur á atvinnurekendur og stjórnvöld  Lægstu laun verði skatt- frjáls  Framkvæmdastjóri SA segir að kröfur taki ekki mið af stöðu fyrirtækja Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samninganefnd Starfsgreinasam- bands Íslands beinir sérstökum kröfum að stjórnvöldum, meðal ann- ars um tvöföldun persónuafsláttar til að gera lægstu laun skattfrjáls. Í kröfugerð á hendur viðsemjendum, Samtökum atvinnulífsins, er meðal annars krafist 425 þúsund króna lág- markslauna við lok þriggja ára samningstíma. Öll nítján aðildarfélög Starfs- greinasambandsins (SGS) standa að kröfugerðinni. Er það í fyrsta skipti sem öll félögin veita sambandinu samningsumboð sitt. Á síðustu árum hafa félögin við Faxaflóa samið sér. Átak í húsnæðismálum „Fólk í okkar félögum leggur mik- ið upp úr skattamálunum. Láglauna- fólk hefur farið verr út úr skatta- breytingum undanfarinna ára en þeir sem hærri laun hafa og finnst nú kominn tími til að njóta góðærisins,“ segir Björn Snæbjörnsson, formað- ur SGS. Hann segir að með því að leggja fram sérstaka kröfugerð gagnvart stjórnvöldum sé sam- bandið að sýna ríkinu hvernig það geti bætt hag fólksins og þannig liðk- að fyrir gerð kjarasamninga. Hann tekur fram að eftir því sem minna komi frá ríkinu verði kröfurnar á hendur atvinnurekendum meiri. Í kröfugerð á hendur stjórnvöld- um er farið fram á að lægstu laun verði skattfrjáls með tvöföldun per- sónuafsláttar en fari síðan stiglækk- andi með hærri tekjum. Þannig verði lækkun skatta á lág- og millitekju- hópa meðal annars fjármögnuð með hærri sköttum á þá tekjuhærri. Jafnframt verði lagt útsvar á fjár- magnstekjur. Meðal annarra atriða er að gert verði þjóðarátak í húsnæðismálum, sambærilegt að vöxtum og áhrifum og verkamannabústaðakerfið á sín- um tíma. Ráðist verði í sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga og lífeyris- sjóða til að gera það að veruleika. Forsenda um jöfnuð Í formála að kröfugerð gagnvart Samtökum atvinnulífsins kemur fram að forsendur þess að undirrit- aðir verði kjarasamningar séu að launafólk geti framfleytt sér á dag- vinnulaunum og þau mæti opinber- um framfærsluviðmiðum. Hækkanir lægstu launa skuli vera í forgangi. Þess er krafist að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok samningstím- ans, eftir þrjú ár. Opnað er á að talan geti verið lægri ef gerðar verði um- talsverðar skattkerfisbreytingar og sköttum létt af lægstu launum og lægri millilaunum. „Það er niðurstaðan hjá okkar fé- lögum að þetta sé sú fjárhæð sem raunhæft er að ná fram á þremur ár- um. Við miðum við krónutölu og setj- um það skilyrði að tekjuhærri hópar fái ekki miklu meiri hækkanir. Ef það gerist að ójöfnuður í samfélag- inu eykst verður okkur heimilt að segja samningunum upp og ganga út úr þeim,“ segir Björn um lágmarks- launakröfuna. Ýmis fleiri atriði eru í kröfugerð- inni. Nefnt er að staða lífeyrissjóða- kerfisins verði rædd og sérstaklega hvernig nýta megi fjárfestingargetu þess til uppbyggingar á húsnæðis- markaði fyrir lág- og miðtekjuhópa. Þá er ákvæði um að markvisst verði stefnt að styttingu vinnuvik- unnar niður í 32 stundir á samnings- tímanum. Eyðist það sem af er tekið „Sameiginlegt markmið okkar allra er að bæta lífskjör allra á land- inu og næstu vikur munu fara í það að byggja brýr á milli samnings- áherslna SA og kröfugerðar Starfs- greinasambandsins,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri SA, í samtali við mbl.is í gær. Halldór segir að í kröfugerð sam- bandsins sé litið framhjá þeirri stað- reynd að það eyðist sem af er tekið. „Þau taka ekki mið af stöðu íslenskra fyrirtækja og líta framhjá því að laun hafa hækkað um 30% frá 2015 og lágmarkslaun um 40% og árangur okkar, það er að segja atvinnurek- enda og launþegahreyfingarinnar, er að tryggja næstum því 25% kaup- máttaraukningu vegna lágrar verð- bólgu.“ Kröfugerðin var samþykkt á fundi samninganefndar SGS í gær en í henni eiga sæti formenn allra félag- anna. Viðræðunefnd var falið að ræða við Landssamband íslenskra verslunarmanna um hugsanlegt samstarf í kjaraviðræðum, hvort og þá hvernig það gæti orðið. „Eftir því sem fleiri standa saman þeim mun sterkari erum við í viðræðunum,“ segir Björn. Hann segir æskilegt að sem flestir komi að viðræðunum við stjórnvöld. Björn segir að til hafi staðið að af- henda Samtökum atvinnulífsins kröfugerðina á fundi fyrir helgina. Það hafi ekki verið hægt vegna for- falla hjá SA. Hann segir að það verði gert á fundi næstkomandi þriðjudag. Hann segir óákveðið hvernig staðið verður að kynningu krafnanna gagn- vart ríkisvaldinu. SGS leggur áherslu á að nýr samningur gildi frá því núverandi samningur renni út, það er frá og með 1. janúar næstkomandi. Björn segir að samningurinn verði að vera afturvirkur til þess tíma, ef samn- ingsgerðin dregst. Morgunblaðið/Árni Sæberg Til samninga Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Efl- ingar – stéttarfélags, kynna kröfugerð sambandsins að loknum fundi samninganefndar í gær. 425 þúsund kr. að lágmarki Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þegar innheimtu veggjalda í Hval- fjarðargöngin var hætt um mán- aðamótin voru ónotaðir afslátt- armiðar úti í þjóðfélaginu um 135.000 talsins. Andvirði þeirra er 85,7 milljónir króna. Sem kunnugt er mun Spölur endurgreiða miðana og er nú þeg- ar búið að skila 9.500 miðum til fyrirtækisins, að sögn Gylfa Þórð- arsonar framkvæmdastjóra. Ef allir miðarnir skila sér munu þeir vega 120 kíló. Miðarnir enda síðan í pappírstætara Spalar. Þegar mest var, árið 2016, voru útistand- andi 180.000 miðar. Olíudreifing ehf. að Hólmaslóð 8-10 í Reykjavík tekur við afslátt- armiðum og skrifstofa Spalar á Akranesi sömuleiðis. Afslátt- armiðum má svo skila í umslagi og senda í pósti til Spalar. Með þurfa að fylgja upplýsingar um nafn sendanda, kennitölu, símanúmer og bankaupplýsingar. Ekki dugir að senda ljósrit, en borið hefur á því. Eins og fram kom í blaðinu í gær er góður gangur í uppgjöri Spalar við viðskiptavini sína. Auk afsláttarmiðanna fá þeir greitt 3.000 króna skilagjald gegn því að skila veglyklunum og sömuleiðis greiddar inneignir á áskrift- arreikningum. Áskriftarsamningar Spalar voru liðlega 20 þúsund og yfir 53 þúsund veglyklar voru í umferð þegar innheimtu var hætt. Í gær var búið að afgreiða ca. 2.300 áskriftarsamninga og búið að skila ca. 3.000 veglyklum. Spölur áætlar að endurgreiðslur til viðskiptavina geti numið 422 milljónum króna í heildina. Nánari upplýsingar um endur- greiðsluna til viðskiptavina má finna á www.spolur.is. Ónotaðir afsláttarmiðar í göngin voru 135 þúsund  Andvirðið 87,5 milljónir  Enda í pappírstætara Spalar Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst leggja til í borgarstjórn að fasteignaskattar á fyrirtæki lækki um 0,05% strax á næsta ári. Þeir eru nú í lögfestu hámarki, sem er 1,65% og í aðsendri grein Katrínar Atladóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í Morg- unblaðinu í dag segir að slík skatt- heimta sé afar íþyngjandi og hún skerði samkeppnisstöðu fyrirtækj- anna í borginni gagnvart fyr- irtækjum í sveitarfélögum þar sem hún er lægri. Að auki muni skatt- arnir hækka að meðaltali um 8% næstu fjögur ár samkvæmt fjár- hagsáætlun. »45 Vilja lækka skatta um 0,05% Fellibylurinn Mikael skall í gær á vesturströnd Flórída sem 4. stigs fellibylur. Guðrún Hulda Björns- dóttir Robertson er búsett í Panama City í Flórída, en fellibylurinn kom að landi um 32 kílómetra suðaustur af borginni í gærkvöldi. Guðrún Hulda og fjölskylda hlýddu fyrirmælum ríkisstjórans og yf- irgáfu heimili sitt í fyrrakvöld. Hún gaf sér góðan tíma til að negla viðarplötur fyrir alla glugga og dyr á heimilinu áður en hún pakk- aði því nauðsynlegasta og hélt áleið- is til systur sinnar í Atlanta ásamt syni sínum og heimilishundinum. Gata Guðrúnar Huldu er ekki á skilgreindu flóðasvæði. Hún ákvað samt sem áður að leita á öruggari slóðir þar sem hún er reynslunni rík- ari eftir að hafa upplifað fellibylinn Katrínu árið 2005, þá nýflutt til Bandaríkjanna. Lengra viðtal við Guðrúnu má lesa á mbl.is »42 Negldi fyr- ir glugga og flúði  Býr á fellibylja- svæðinu í Flórída Fjölskylda Guðrún Hulda Björns- dóttir ásamt börnum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.