Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Sýningin Íslenskur landbúnaður
2018 verður haldin í Laugardals-
höllinni um helgina. Sýningin hefst
á morgun og stendur fram á sunnu-
dag.
Það er fyrirtækið Ritsýn sf. sem
stendur að sýningunni og fram-
kvæmdastjóri hennar er Ólafur M.
Jóhannesson. Að sögn Ólafs verður
þetta stærsta landbúnaðarsýning
sem haldin hefur verið í Höllinni og
hafa þegar yfir 100 fyrirtæki pant-
að bása bæði á úti- og innisvæði.
Seldust öll svæðin upp. Búist er við
að gestir verði í það minnsta 20
þúsund.
Alla helgina verður stór mat-
arsýning þar sem fjölmörg fyr-
irtæki kynna hreinleika íslenskrar
matvælaframleiðslu. Fólki gefst
tækifæri til að smakka réttina. Þá
verður umfangsmikil sýning bæði
úti og inni á tækjum, tólum og
vörum til landbúnaðar.
Loks verður fyrirlestradagskrá í
anddyri Laugardalshallar á laug-
ardag og sunnudag, þar sem fyr-
irlesarar verða 18 talsins. Fólk get-
ur kynnt sér dagskrána á
www.bbl.is. Á fjórða tug starfs-
manna mun vinna við sýninguna
um helgina á vegum sýningarhald-
ara auk allra sem verða við störf á
vegum sýnenda.
Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar
hefur undirbúningur að sýningunni
staðið yfir um langa hríð. Að sögn
hans hefur honum komið þægilega
á óvart hversu fjölbreyttur land-
búnaður er stundaður á Íslandi.
Það séu ekki bara okkar fjölbreyttu
og hreinu matvæli sem streyma frá
bændum heldur stundi þeir ferða-
þjónustu í æ meira mæli og líka
skógrækt, orkuframleiðslu og
hvers kyns heimilisiðnað og allt
verði þetta kynnt á sýningunni.
„Þessi sýning á eftir að koma á
óvart, “ segir Ólafur.
Sýningin verður opin á föstudag
klukkan 14.00-19.00, laugardag
10.00-18.00 og sunnudag 10.00-
17.00. Miðaverð er 1.000 krónur og
frítt fyrir aldraða, öryrkja, náms-
menn og börn yngri en 12 ára í
fylgd með fullorðnum.
Ritsýn hélt stóra sjávarútvegs-
sýningu í Laugardalshöll haustið
2016. Fyrirtækið verður með sjáv-
arútvegssýningu í september 2019
og þá í allri Laugardalshöllinni.
Morgunblaðið/Eggert
Allt klárt Ólafur M. Jóhannesson skipuleggur sýninguna Íslenskur landbúnaður 2018 í Laugardalshöll um helgina.
Kynna íslensk matvæli
á landbúnaðarsýningu
Yfir 100 fyrirtæki á sýningu í Laugardalshöll um helgina
Átta tillögur bárust í samkeppni
um útfærslu á minningarreit í Nes-
kaupstað.
Í júlímánuði sl. tilkynnti Síldar-
vinnslan að fyrirhugað væri að
gera minningarreit á austasta hluta
gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar
sem eyðilagðist í snjóflóði 20. des-
ember 1974. Skyldi reiturinn helg-
aður þeim sem farist hefðu í störf-
um hjá fyrirtækinu. Tekið var fram
að ætlast væri til að gamli gufu-
ketillinn sem stendur á grunninum
yrði hluti reitsins.
Skilafrestur á tillögum var til 1.
október og gert er ráð fyrir að
störfum dómnefndar ljúki 20. nóv-
ember. Veitt verða verðlaun að
upphæð 600 þúsund krónur fyrir
vinningstillöguna en þegar sam-
keppnin var auglýst var tekið fram
að Síldarvinnslan áskildi sér rétt til
að hafna öllum tillögum. Eins var
tíundað að heimilt væri að nýta
fleiri en eina tillögu til frekari út-
færslu og skiptist þá verðlaunaféð á
milli viðkomandi þátttakenda.
Átta tillögur bárust
um minningarreit
Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytis-
stjóri atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytisins, undirritaði nýlega
samning um stjórn fiskveiða utan lög-
sögu ríkja og samstarf um fiskirann-
sóknir og vöktun fiskistofna í Norður-
Íshafi. Þar með lauk meira en tveggja
ára ferli samningaviðræðna um gerð
þessa mikilvæga samnings. Jóhann
Sigurjónsson, sérlegur erindreki mál-
efna hafsins í utanríkisráðuneytinu og
fyrrverandi forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar, leiddi samningaviðræð-
urnar af hálfu Íslands.
Grunnur með rannsóknum
„Með aðild að samningnum mun
aðkoma Íslands að ákvarðanatöku og
rannsóknasamstarfi á þessu mikil-
væga hafsvæði verða tryggð,“ segir í
frétt frá atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneyti. Að samkomulaginu standa
tíu aðilar, þ.e. Bandaríkin, Danmörk
(fyrir hönd Færeyja og Grænlands),
Ísland, Japan, Kanada, Kína, Noreg-
ur, Rússland og Suður-Kórea, ásamt
Evrópusambandinu.
Samningurinn nær til úthafsins og
felur í sér að aðilar hans munu skuld-
binda sig til að heimila ekki veiðar á
samningssvæðinu fyrr en vísinda-
rannsóknir hafa lagt grunn að sjálf-
bærum fiskveiðum ef ísinn þar hopar
enn frekar og möguleikar til fiskveiða
skapast. Einnig eru ákvæði um vís-
indasamstarf, fyrirkomulag tilrauna-
veiða, vöktun fiskistofna og umhverf-
is, upplýsingaskipti, og um
ákvarðanatöku varðandi hvort og
hvenær skal koma á fót svæðisbund-
inni fiskveiðistjórnunarstofnun.
Hraðar breytingar
Á grundvelli varúðarnálgunar
ákváðu aðilarnir hins vegar að stofna
til samnings nú til að fyrirbyggja
stjórnlausar veiðar á þessu viðkvæma
hafsvæði á komandi árum þar sem
hraðar breytingar eiga sér nú stað
vegna hlýnunar og bráðnunar íss, þ.e.
áður en kemur til mikilla veiðihags-
muna ríkja og hugsanlegra árekstra.
Að þessu leyti er því um að ræða
tímamótasamning. Með samningnum
er jafnframt lokað síðustu úthafs-
veiði„smugunni“ í Norðurhöfum. Í
samræmi við ríkjandi hafrétt og út-
hafsveiðisamning Sþ er aðgangur að
auðlindum á svæðinu háður því að við-
komandi ríki gerist aðili að þessum
samningi, segir í frétt frá ráðuneyt-
inu.
Samstarf um
rannsóknir og
vöktun stofna
Samningur um Norður-Íshafið
Í ár eru liðin nákvæmlega 50 ár
síðan fyrsta landbúnaðarsýn-
ingin var haldin í Laugardals-
höll. Sýningin stóð yfir dagana
9. til 18. ágúst 1968, eða í heila
10 daga. Sýningahald af þessari
strærðargráðu var nýmæli enda
var aðsókn geysimikil. Alls seld-
ust 80.209 aðgöngumiðar.
Fjölmiðlar fjölluðu að vonum
ítarlega um sýninguna. Í for-
ystugrein Morgunblaðsins sagði
m.a: Landbúnaðarsýningin mun
vafalaust verða til þess að auka
skilning neytenda í þéttbýlinu á
gildi landbúnaðarins fyrir þjóð-
ina, en óneitanlega hefur þess
gætt, að nokkuð skorti á gagn-
kvæman skilning milli bænda
annars vegar og neytenda hins
vegar. Er þó hvor um sig hinum
háður.
Gestir voru
80 þúsund
VINSÆL SÝNING 1968
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
Frábær smurefni sem einangra, verja
og koma í veg fyrir tæringu eins og
verkfæra o rafma nsvara.
100% eins árs RAKAVÖRN